Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 3
FAGNAÐARBOÐI 3 blessunargjafir hafi einungis verið fyrir postulana. Með þessu liafa þeir útilokað blessunargjafirnar frá kirkjunni. En Drottinn segir: Ég bæti yður upp árin. Ég vil láta hana ná fyrri vegsemd. Hallelúja. Þetta er mér nóg. Mér kemur í hug, þegar Davíð beið óþolinmóður um nóttina eftir því, að Drottinn gæfi honum tákn til ]æss að leggja til orustu. Er hann lá þarna, heyrði hann skrjáfa í mórberja- runnanum. Drottinn fór fyrir honum. Ég heyri í dag þytinn i mórherjarunnanum. Drottinn kallar og sam- ansafnar. Hallelúja. Máttur Drottins hindur um sárin og brýtur niður skilrúmsveggina. Drottinn sendir út kirkju sína, klædda í fegurð hvítasunnunnar. Ekki of- stækisfulla, ekki kalda, stirnaða, heldur sanna Heil- ags-Anda-kirkj u. Drottinn er verkandi i henni með táknum og máttarverkum, sannandi nærveru sína. Eitt sinn er ég var á reið yfir landið og lamdi burt greinar, er urðu fyrir mér á leiðinni. Þá kom ég allt í einu inn á brunnið landssvæði. Þar voru stór tré, og vindurinn hvein dapurlega í greinum þeirra. Ég hugs- aði: Þetta er ömurlegur staður. I hvert skipti, er vind- urinn hlés, heyrðist mér sem aðeins stunur og and- vörp kæmu frá þessum trjám. Ég stöðvaði hest minn og batt hann. Gekk síðan að þeim og skoðaði þau. Lof- aður sé Drottinn! Nú skil ég, hvað Jóel átti við. Þessi tré minntu mig á sumar hinna viðhafnarlegu kirkjur vorra tima, hátt gnæfandi og tígulegar, sem einu sinni voru lifandi, en eru nú dauðar. Börkurinn hafði sviðn- að utan af þeim. Maurarnir höfðu holað þær, og þeg- ar sterkviðri Heilags Anda kemur, geta þær ekkert annað en stunið og andvarpað. Þá er þeim allt óskilj- anlegt. Einu sinni mikill voldugur skógur, einu sinni mikill söfnuður. Það, sem nagarinn skildi eftir, hefur jarðvargurinn upp étið. Vissulega eru þetta söfnuðir, sem hér er talað um. Kennimenn þeirra segja: Dagar kraftaverkanna eru liðnir. Þegar sterkviðri Heilags Anda kemur yfir, segja þeir: Þetta er frá djöflinum. Samt sem áður, eru þetta tré. Það e r u söfnuðir. Þeir geta litið til baka og sagt, að fyrri leiðtogar þeirra hafi gert þetta og hitt. En hvernig verkar Heilagi Andinn með þeim i dag? Þeir eru á að líta sem tré, en eru þó dauðir. Ég hugs- aði: 0, Drottinn, verður þessi skógur ætíð þannig? Og nú blés vindurinn aftur, og þá kom ég auga á nýgræð- ing. I hvert skipti, er vindurinn myndi snerta hann, þá myndi þessi nýgræðingur fagna og dansa. Ég sagði: Þama er viðreisnin hafin, með krafti Heilags Anda. Tréð er að lifna við. Hallelúja! Þessi nýi gróður af neitar ekki mætti Drottins. Hann segir eingöngu: Allir hlutir eru mögulegir. Drottinn er að búa sér dýrðlega kirkju. Ég tók einnig eftir því, að í hvert sinn, sem þessi litlu tré voru skekin, virtist engu líkara, en þau myndu slitna upp úr jarðveginum. Hverju sætti þetta? Verið var að losa um jarðveginn, svo þau gætu fest dýpri rætur. Og þannig er i hvert sinn, er endurfæddur maður hlýtur blessun, þá rótfestist hann i trúnni. Þegar sterk- viðri Heilags 'Anda kemur, standa þeir ekki stífir og andvarpa og gráta. Þeir standa ekki í gegn kraftinum, heldur meðtaka Heilagan Anda. Standið ekki í gegn Andanum, heldur veitið Honum viðtöku! Ég bæti yður upp árin, segir Drottinn. Við hvað átti Hann? Hann vill uppvekja lýð. sem vill trúa. En ef hinir vilja vera dauðir i trúnni, andvarpandi og kvein- andi og segja, að tími kraftaverkanna sé liðinn, þá þeir um það. En samt sem áður brýzt nýgræðingur- inn fram og vex. Drottinn vill gera kirkju sína full- komna, láta hana hljóta fyrri fegurð, skrýdda réttlæt- inu, leidda af Heilögum Anda samfara táknum og undr- um. Haldið áfram að andvarpa. Hvítasunnuregnið fell- ur. Lofaður sé Drottinn, að það féll á mig. Ég gleðst yfir því að mega teljast einn þeirra, er það fellur yfir. Drottinn er ennþá liinn sami. Heilagur Andi er að end- urreisa. Hann blessar nýgræðinginn. Enn stendur kirkj- an ekki í sínum fulla krafti. En hún er að vaxa þrátt fyrir allt. Regnið fellur á hana, og kraftur Heilags Anda fyllir hana. Hún lieldur stöðugt áfram að vaxa. Ein- hvern þessara daga, mun Drottinn koma og taka á móti henni. Við verðum núna að taka hinni miklu vakn- ingu. Áður fyrr höfðu þeir miklar vakningarsamkom- ur, þar sem kraftur Drottins var verkandi. Ég var að lesa um John Wesley, þegar hann var að predika um guðdómlega lækningu. Presti nokkrum mislikaði predikunin, og sleppti lausum ref og refa- hundi á samkomunni. Þá sneri John Wesley sér að honum og mælti: Sólin mun ekki ganga til viðar þrisvar sinnum yfir höfði þér, áður en þú hefur krafizt þess, að ég komi til þín og biðji fyrir þér. Um sólsetur, þennan sama dag, dó maðurinn, heimtandi að John Wesley kæmi og bæði fyrir honum. Við höfum nú aftur þessar miklu vakningarsam- komur, og Drottinn er með okkur. Þessi Orð Drottins. Ég bæti yður upp árin, munu rætast fyrir okkar eigin augum. Láttu af efasemduLii þÍLium og ótta og gakk inn i hina miklu vakningu. (Lítillega stytt í þýðingu úr „The Voice Of Healing“).

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.