Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Jesús kallar ... og Hann kallaði þá. Og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn, og fylgdu Honum. (Matt. 4, 21—22.) Þannig er sagt frá því, þegar Jesús kallaði þá bræð- ur Jakob og Jóhannes Zebedeussyni og bauð þeim að fylgja sér, sem þeir gerðu strax án tafar. Þeir fylgdu Jesú ávallt upp frá því og voru í hópi binna trúu og sönnu lærisveina Hans. En hvernig er þessu farið í dag? Hefur Iíristur Jesús kallað þig? Hefur þú heyrt kall Hans? Jesús Kristur þráir, að við mannanna börn heyrum Hans raust og hlýðum henni. Yíst er, að kall Guðs Son- arins er í fullkomnum kærleika til okkar mannanna, og með Jesú höfum við lífið, hið sanna og eilífa, — og hvergi annars staðar. Hjálp Hans og náð er okkur húin í fylgdinni með Honum, Drottni okkar og Frels- ara. í Orði sínu varar Hann okkur sterklega við hinum margvíslegu hættum, sem hvarvetna leynast um lieim allan. Víða má heyra Hans kallandi raust, er Hann býður —- Komið til mín — . Heimsins vegir eru breiðir og virðast greiðfærir. En þeir enda allir í vegleysu. Einn er vegurinn, sem ligg- ur til lífsins. Og ein er sú raust, sem okkur ber að hlýða. I Guðs Orði er að finna, hvernig við mannanna börn eigum að framganga í orðum og gerðum, til þess að ná heim og verða Guðs heimamenn um alla eilífð. Guð gefi okkur öllum náð, til þess að svo megi verða, já, gefi okkur öllum náð til þess að hlýða Orðum Jesú. Allt er fullkomið í Hans lausnarverki, Guðs Sonarins, er sagði á krossinum: — Það er fullkomnað — . Allir ættu því að athuga í tíma að fela sig náð Guðs, því ævidagar okkar hér á jörð eru ef til vill styttri, en við höldum, — við jarðneslcir, skammsýnir menn. En gott er jafnt fyrir unga sem aldna að athuga, hvað stendur í sálminum „Allt eins og hlómstrið eina“, eftir séra Hallgrím Pétursson, 3ja versi: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er; grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið fritt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafn-fánýtt. Frímann Ingvarsson. Nokkur þakkarorð Jesús sagði: Biðjið, og yður mun gefast. Já, þökk sé Drottni mínum og Frelsara, Jesú Kristi, fyrir þá miklu náð og miskunn, sem Hann hefur auðsýnt mér. Ég vil lofa Drottin minn og Frelsara og bera vitni um náð Guðs mér til handa. En mig skortir orð til þess að gera það eins og ég vildi. Ávallt, þegar ég hef flúið til Drottins, hefur Hann svarað og gert verkið af sinni ríku náð. Ég, sem þessar línur rita, hef um mörg undanfarin ár haft með höndum ábyrgðarstarf og þá oft verið í vanda staddur. Mér er ljóst, að það er ekki mér að þakka, að allt hefur gengið vel. Fyrir bænir Guðrúnar Jónsdóttur, Hafnarfirði, hef ég fengið mikla hjálp og hlotið mikinn trúarstyrk við að vera á samkomum þess trúarsamfélags. Mér er hæði ljúft og skylt að vitna um þetta hér. Ég vil þakka mínum blessaða Frelsara, Jesú Kristi, fyrir alla þá náð og elsku, sem Hann hefur auðsýnt mér. Guði sé lof og eilífar þakkir fyrir Jesúm Krist, gjöf- ina stærstu allra gjafa. Þ.H. Vitnisburður Kæri Fagnaðarboði. — Mig langar til þess að mega hér koma á framfæri þakklæti mínu til allra þeirra, sem bent hafa mér á kraft Drottins til líknar og lækn- ingar og styrkt trú mína á Hann máttugan og kær- leiksrikan. Fyrir átján árum var ég með tíu mánaða gamlan dreng, sem var það langt leiddur af magakrampa, að fyrir manna augum var ekki annað sjáanlegt, en hans síðasta stund væri þá og þegar komin. En Drottinn var nálægur og heyrði bænir frá biðj- andi hjörtum, sem hrópuðu á Hans náð og miskunn. Yið náðum simasambandi við Guðrúnu Jónsdóttur, Hafnarfirði og báðum hana um fyrirbæn. Og hænar- svarið kom. Lofaður veri Drottinn. Og á ótrúlega stuttum tíma fékk drengurinn heilsuna aftur. Fleiri vitnisburðir eru mér ofarlega í huga um náð- arverk Drottins, sem ég og fjölskylda mín hafa orðið aðnjótandi. Lofað og blessað veri Nafn Drottins vors Jesú Ivrists. Rannveig Bjarnadóttir.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.