Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.03.1970, Blaðsíða 2
FAGNAÐARBOÐI urinn. Ég hygg, að Jesús hafi verið að tala um hið sama, þegar Hann sagði: ... Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám; þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Þannig skul- uð þér og vita, að þegar þér sjáið þetta fram koma, er Guðsríki í nánd. (Lúk. 21, 29—31.) Trúleysingi sagði eitt sinn við mig, að hann gæti sannað að Orð Ritningarinnar væru ekld sönn. Hið fyrsta, sem hann tiltók var það, að Jesús hefði verið þjófur. Hann hefði farið yfir akur, sem var annars eign, og etið þaðan korn. Þessu svaraði ég þannig: Hann er Herra uppskerunnar, og uppskeran tilheyrir Hon- um fyrstum allra. Trúleysinginn hélt áfram og sagði, að Jesús segði frá mikilli ógæfu í Matt. 24 og þar stæði meðal annars: Sannlega segi ég yður, þessi kynslóð mun alls ekki líða undir lok, unz þetta allt kemur fram. Trúleysinginn sagði, að síðan hefði sú kynslóð, og hver af annarri, liðið undir lok. Einnig, að þessir hlut- ir hefðu aldrei komið fram, né Kristur komið aftur. Trú hans væri því sú, að Kristur hefði ekki verið annað né meira, en hver annar maður. Ég sagði: Þetta sýnir aðeins, vinur minn, að Drott- inn hylur þessa hluti fyrir augum vitringa og hygginda- manna og opinberar þá smælingjum, sem vilja læra. Þú munt aldrei skilja þessa hluti fyrir guðfræðilegar útskýringar. Það er sorglegt, þegar menn setja guð- fræðina í stað opinberunar Heilags Anda. í stað þess að lcenna guðfræði, á kirkjan að leiðast af Heilögum Anda. Ennfremur sagði ég við manninn: Sjáðu nú til, vinur, þú hefur misskilið Orð Jesú. Holdlegur hugur þinn getur ekki skilið þetta. Jesús sagði: Þessi kynslóð mun alls ekki líða undir lok, unz þetta allt kemur fram. Hvaða kynslóð? Sú, sem sér þetta tré skjóta frjóöng- um. Hvaða tré er það? Það er hið sama tré, og Jóel talar um. Þegar þú sérð, að Gyðingarnir fara að snúa aftur til Jerúsalem, er fíkjutréð að skjóta frjóöngum sínum. Og sú kynslóð mun ekki undir lok líða, unz allt þetta er komið fram. Einmitt um það leyti, sem hin mikla lækninga-valcn- ing hefst um allan heim, þá var Gyðingaþjóðin yfir- lýst sjálfstæð þjóð, og hin sexhyrnda stjarna Daviðs reis yfir Jerúsalem í fyrsta sinn um margar aldir. Tréð er að skjóta frjóöngum sinum. Heimför Gyðinganna er hafin. Guð forherti hjarta Faraós, svo hann rak þá út úr Egyptalandi. Guð forherti hjarta Hitlers, hjarta Stalins og leiðtoga hinna ýmsu þjóða, svo þær sner- ust gegn Gyðingum. Ef þig langar til þess að sjá, hvað timanum líður, þá skalt þú gefa gætur að Gyðingaþjóðinni. Gyðing- arnir eru tímatal Guðs. Drottinn mun aldrei hafna Israel. Hann segir fyrir munn Jeremía: Svo sannarlega sem himininn hið efra verður eigi mældur, né undirstöður jarðarinnar hið neðra rann- sakaðar, svo sannarlega mun ég ekki hafna öllum Israels niðjum sakir alls þess, er þeir hafa gjört. (Jer. 31, 37.) Þessi lýður var blindaður um tima, svo við mætt- um fá aðgang að ljósinu. En nú eru mennirnir að liafna Jesú Kristi og krossfesta Hann að nýju. Með guðfræði- legum útskýringum er verið að má burt Blóðið. Verið er að má burt með útskýringum öll kraftaverlc og tákn. Það er jafnstór synd fyrir mennina í dag að hafna boð- skap Drottins i Heilögum Anda, eins og að hafna Guði Föður á dögum Móse, eða Jesú Kristi á hérvistardög- um Hans. Þegar þú afneitar þessari ofsóttu leið til frels- unar, ert þú að afneita Guði. Gyðingarnir vildu ákafir fylgja Guði, en þeir afneituðu Jesú Kristi. Heilagur Andi, er fór fyrir Israelsmönnum gegnum eyðimörk- ina, er sá hinn sami, sem er með okkur hér í kvöld. Að hafna er dauði. Dæmið sjálfir um. Jóel sá fyrir endurreisn kirkjunnar. Það, sem nagar- inn leifði, hefur átvargurinn upp étið. Hvilík mynd okkar tíma. En þá snýr Drottinn sér til þeirra og segir: Ég vil bæta yður upp árin. Ég vil láta þig endurheimta það, er þú eitt sinn áttir. Að endurreisa eitthvað, er að gera það eins og það áður var. í 15. kap. Jóh. talar Drott- inn um vínviðinn, og hvernig hinar ónýtu greinar yrðu þar sniðnar af. Átvargurinn og aðrir eyðendur höfðu komizt inn i tréð, svo að eftir var aðeins stúfurinn einn. En Drottinn sagðist samt sem áður mundi end- urreisa, gera það nákvæmlega eins og það var í fyrstu. Allt frá degi hvítasunnunnar, hafa þeir stöðugt verið að sniða af því tré. Það, sem einn hópurinn skildi eftir, hefur annar upp étið. Ég bæti yður upp árin, segir Drottinn. Ég vil láta kirkjuna, minn söfnuð, ná aftur sinni fyrri fegurð. Ég mun gefa henni Ileilaga And- ann, eins og áður. Ég mun senda til hennar spámenn og gera tákn og undur með söfnuði mínum. Ég mun gera nákvæmlega þetta, segir Drottínn. Einn hópur- inn hafði fagnaðarópið, annar nam það burt. Þeir út- rýmdu lofgjörðinni til Drottins og hinum fornu bæna- samkomum. Þeir halda þvi fram, að guðdómleg lækning tilheyri fortiðinni, fag'naðarópin liðinni tíð, og hinar ýmsu

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.