Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 1

Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 1
Leitum kenningarinnar í Orði Lífsins J ESLJS útvaidi sér lærisveina og fól þeim að kunn- gera öllum þjóðum boðskap þann er Hann hafði flutt þeim, því Fagnaðarerindið var til allra manna. Gyðingarnir héldu fast í eign sína, lögmálið. Þó hefur þar margt verið þeim óskiljanlegt og hulið, og þeim fundist strangleiki þess mikill. Tyftari lögmálsins var þeim þungur, og þeir ætluðu sér að öðlast réttlæting af sínum eigin verkum. En þar er enginn grundvöllur sem byggt verður á, heldur er um að ræða sjálfsrétt- lætinguna eina saman. ísraelsmenn ástunduðu vel brennifórnarsiði sína og héldu dyggilega helgi hvíldardagsins. Þeir gáfu sínar tíundir. En trúin var oft fjarlæg þeim. Gyðingarnir álösuðu Jesú fyrir brot á hvíldardagshelginni. Hann leysti syndara undan oki dauðans með kraftaverkum sínum, jafnt á hvíldardegi sem aðra daga. FáTÆKIR fiskimenn urðu fyrir valinu til fylgdarinnar við Jesúm. Þeir sinntu kallinu og urðu lifandi steinar í eilífu byggingunni sem Hann, Meistarinn, byggði. Hann reisti sitt andlega hús í hjörtum þeirra, þá er þeir gerðust hlýðnir kölluninni. Út frá því Orði sem Drottinn hafði falið þeim að kunngera, uppbyggðust söfnuðirnir sjö sem um getur í Opinberunarbókinni. Jóhannes postuli tók við erindi til hvers og eins þeirra. Og það sem þar segir og ritað er til safnaðanna, rennur fram og stendur í sínu gildi allt til endurkomu Drottinsjesú, — þá er Hann kemur aftur að vitja þess ávaxtar sem Honum tilheyrir. Söfnuðirnir, er veittu Guðs Orðinu viðtöku, spruttu upp úr jarðvegi ofsóknanna, í gegnum eldraunir og fyllstu trúarreynslu, méð því að þeir varðveittu Orðið er þeim var gefið fyrir opinberun Andans, er kraftur Guðs kom til leiðar, eins og við sjáum að kom fram með Jóhannesi postula, þá er við lesum Opinberunar- bókina. Guð gaf Jesú Kristi opinberunina sem sýndi það er Hann mundi framkvæma með þjónum sínum í röð aldanna. Safnaðarenglarnir áttu að heyra og flytja það sem Andinn Heilagi sagði þeim. Söfnuðirnir áttu ekki að ganga sinn eigin veg. Vegur Drottins stóð þeim opinn með sigrinum, og veg Hans áttu þeir að ganga. Hver söfnuður fékk sitt erindi, sitt ávarp og sín sigur- laun. Erindin voru frá himni og himindýrð Guðs fylgdi eftir verkinu. Og eitt er víst, að söfnuðirnir máttu vita, að Guð vakti yfir öllu er Hann hafði falið þeim á hendur að vinna. Þegar óvinurinn svo læddist inn og tók sér sæti á meðal þeirra, var Andi Drottins viðbúinn að gefa hinum trúu leið út úr ógöngunum. Hann vísar ávallt sínum börnum rétta veginn. Agi Guðs er ætíð í kærleika gefinn. H INN fyrsti dagur sköpunarinnar.V e r ð i 1 j ó s. Guð þekkti myrkrið. Tilvist þess duldist ekki. Myrkrið grúfði yfir djúpinu. Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Lífsljósið var gefið, og allt skapað í því — til og fyrir það. Það er Kristur Jesús, hið sanna ljós sem er okkar

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.