Fagnaðarboði - 01.02.1989, Side 2
2
FAGNAÐARBOÐI
enda gengur hún meðal þeirra undir nafninu „engill fang-
anna”. Marga hefur hún fengið leysta úr haldi, eftir að
þeir hafa snúið sér til Drottins og orðið nýir og nýtir
menn. Hundruðir munaðarlausra barna, hafa fengið
kristilegt uppeldi hjá Sallý, lært að greina á milli þess sem
rétt er og rangt og fundið fullvissu og öryggi trúarinn-
ar. Mörg þeirra eru einmitt börn fanganna svo möguleik-
ar þeirra til lífsbjargar verða harla litlir við frelsisskerð-
ingu foreldranna, enda hefur umönnun Sallýjar við börn-
in hrært hjörtu þeirra djúpt. Nágrannarnir eru yfirleitt
ekki á nokkurn máta í stakk búnir að veita hjálp.
Sallý Olsen er það fullkunnugt að Jesús Kristur hefur
keypt okkur öll með sama gjaldi - sínu eigin Lífí - og
spyr því ekki um fortíð skjólstæðinga sinna. Hún horfír
þess í stað örugg fram á veginn í von á Guð þeim til
miskunnar. I leiðslu Drottins hefur hún með hugrekki
trúarvissunnar, farið óáreitt inn í dimmustu afkima mann-
lífsins, til að leita þeirra sem þarfnast hjálpar og leggja
fram liðsinni sitt. Með gleði fórnar hún tíma sínum þeim
til þjónustu og gerir það sem í hennar valdi stendur til
að hagur þeirra breytist. Þessir ólánssömu menn hafa
tímabundið misst fótanna á lífsleið sinni, verið vegvilltir,
en hún þekkir leiðina út úr vandanum til mannsæmandi
lífs og boðar þeim hana.
Grundvöllur þessa áhrifaríka starfs er Kærleiksboðskap-
ur jesú Krists sem hún kennir í Orði og verki, leið-
beinir og vísar veginn, svo allir geti snúið sér og lifað.
Mikil trúarleg herferð gekk yfir eyjarnar í Karabía haf-
inu kringum 1950 og hefur Drottinn gefíð ríkulegan
ávöxt í því starfí.
Eftir komu Sallýjar til Puerto Rico fór hún strax að
sækja guðsþjónustur í Klettakirkjuna (Roca Church).
Kvöld eitt bar svo við að lítil stúlka settist við hlið henn-
ar og hvert sinn er iiún kom í kirkjuna sótti Charmen-
cita litla fast að komast til hennar. Sallý fannst þetta
óþægilegt og skipti því um sæti hverju sinni, til að reyna
að dyljast fyrir telpunni.
En allt kom fyrir ekki, litla umkomulausa barnið hafði
alltaf upp á Sallý, sem fann greinilega að Charmencita
var að leita eftir umhyggju og ástúð. Hún talaði spænsku
sem Sallý kunni ekki þá og hryggðin skein úr augum
hennar. Þegar svo.pa hafði gengið til nokkur kvöld, þá
bað Sallý prestinn að túlka fyrir sig hvað barnið var að
segja. „Charmencita vill að þú sért mamma hennar”,
svaraði hann þá. Henni brá við. Hvernig átti hún, sem
þegar hafði svo mörgu að sinna, að hafa tíma til að taka
að sér lítið barn?
„Nóttina eftir gat ég ekki sofíð”, segir Sallý. „Eg sá
litlu munaðarlausu stúlkuna alltaf fyrir mér, en foreldra
sína hafði hún misst aðeins átta mánaða gömul. Næsta
kvöld kom Carmencita að vanda á samkomu og starði
á mig sínum stóru biðjandi augum og spurði hvort ég
vildi vera mamma sín. Eg vissi varla hvað gera skyldi,
en rödd Guðs náði undirtökunum, svo barnið hafnaði
í fangi mér. Með tárin í augunum horfði ég á hana og
hvíslaði:„Já Carmencita mín, upp frá þessu vil ég vera
mamma þín”.
Eftir þessa miklu ákvörðun átti ég langt samtal við
prestinn. Það var deginum ljósara að ég þurfti að skipta
um húsnæði, búa á einhverjum þeim stað sem hentaði
barni. Hann hjálpaði mér að leita, þangað til við fundum
lítið hús sem var steinsnar frá Botsfangelsinu og vorum
við bæði sannfærð um að Guð ætlaði okkur þennan
bústað, svo afráðið var að taka hann.
Fréttin um húsið barst um eins og eldur í sinu. Innan
skamms varð ég alþekkt fyrir að vera konan sem tók á
móti munaðarlausum börnum. Hvernig ég fékk styrk til
að vinna svo að segja nótt og dag fyrir börnin auk alls
annars, er einungis og það fullkomlega undraverk Guðs.
Þessu nýja starfi fylgdi margháttuð pappírsvinna og
skýrslugerðir, en í húsinu var hvergi gert ráð fyrir skrif-
stofu. Til þeirra nota hafði ég stórt koffort, sem fljótlega
varð fullt af bréfum. Um nokkurn tíma gekk þetta svona
til, en brátt varð ég að finna annað húsnæði fyrir mig
og barnahópinn.
Aftur fór presturinn að leita með mér og að lokum
fundum við hús á vinalegum stað í úthverfi höfuð-
borgarinnar San Juan. Það var ekki nógu stórt fyrir
okkur, aðeins fjögur herbergi og eldhús, en góðir mögu-
leikar voru til stækkunar.
Við höfðum ekki handbært reiðufé, en eftir ákall og
bæn til Drottins sá Hann okkur fyrir útborgun, sem
fyrstu greiðslu svo við gátum gengið frá kaupsamningi.
Það var byrjunin.
Barnahópurinn stækkaði jafnharðan. Stúlkurnar bjuggu
mjög þröngt innan dyra og til bráðabirgða þurftu dreng-
irnir að búa í tjaldi sem við fengum gefins frá sjóhernum.
Gjafir til okkar jukust mikið þegar farið var að skrifa
um kristniboðsstarfið. Eftir það var hægt að hefjast handa
við nýbyggingar, svo eitt húsið eftir annað tók að rísa,
tilbúið til notkunar.
Hve glöð og þakklát ég er í dag, að við skyldum ekki
gefast upp í öllum þeim erfiðleikum sém við stóðum
frammi fyrir. En Drottinn gaf okkur styrk og fullvissu
um, að þetta væri Guðs vilji og hélt okkur uppi með
kærleikskrafti sínum”.
Um starf Sallýjar sem sunnudagaskólakennara farast
henni sjálfri svo orð, að fólkið í fátækrahverfinu þar sem