Fagnaðarboði - 01.02.1989, Side 4
4
FAGNAÐARBOÐI
Þeir sem ekki þekkja þetta líf af eigin raun er ómögu-
legt að gera sér það í hugarlund. Allt frá tímum þræla-
haldsins virðist inngreypt í fólkið, að eini lífsmöguleiki
þess sé að hlunnfara aðra og þykir því flestum sjálfsagt
að stela frá nágrannanum sé þess nokkur kostur. Aðeins
í hatrinu til hinna ríku stendur fólkið saman. Á ein-
hvern hátt er lífið samt bærilegt svo lengi sem maður
hefur heilsu, en sá sem veikist er troðinn niður og það
hræðilegasta af öllu sem getur komið fyrir, er að verða
holdsveikur.
„Eg svalt oft heilu hungri, en vildi þó ekki stela”,
sagði Rogelio. „Eg trúði því, að einhvern daginn mundi
mér bjóðast starf, jafnvel þótt ég hefði enga menntun.
Og það merkilega átti sér stað að þannig varð raun-
veruleikinn. Þegar ég varð svo lánssamur að fá leigt
hús með trégólfi, fannst mér sem ég ætti heilt konungs-
ríki. Síðan kvæntist ég og við hjónin eignuðumst sex
börn. Auk þess að geta framfleytt fjölskyldu minni var
ég aflögufær með að senda svolitla þárupphæð til for-
eldra minni í hverjum mánuði”.
En svo kom reiðarslagið, holdsveikin sótti hann heim.
Svo lengi sem nokkur kostur var ætlaði hann að halda
því leyndu og reyndi eftir megni að hylja sárin með
púðri. Hann vissi sem var að þegar þetta yrði uppvíst
mundi honum verða sagt upp starfinu og hvernig gæti
hann þá séð þölskyldu sinni farborða?
Að lokum missti hann vinnuna, leitaði sér lækninga,
en án árangurs. Nú var öll vön úti.
En það sannaðist á honum eins og oft á erfiðum stund-
um lífsins, að þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst.
Sama dag og hann fékk þann úrskurð að ekki væri
hægt að hjálpa honum, þá heyrði hann í ferðaútvarps-
tæki sínu kvenrödd, sem talaði með erlendum hreim
og boðaði Fagnaðarerindi Jesú Krists. Hún fullyrti að
allir menn ættu von, sama hversu slæmt útlitið væri.
„Orðin hittu mig beint í hjartastað og ég sannfærðist
um að þau væru töluð til mín”, sagði hann. „Eg varð
að ná fundi þessarar konu. Þegar ég hringdi dyrabjöll-
unni heima hjá henni, kom hún sjálf til dyra. Mér eru
ógleymanlegar móttökurnar sem ég mætti. Þrátt fyrir
afmyndað andlit mitt af völdum holdsveikinnar þá
beygði hún sig fram, kyssti mig á kinnina og þrýsti auk
þess upptærða hönd mína, en þá hafði ég misst þrjá
fingur.
Við áttum saman bænarstund frammi fyrir Guði og
ég gaf mig Honum á vald. Hann endurfæddi mig til
lifandi vonar. Stuttu síðar fór ég svo á samkomu í Rio
Piedras þar sem þjónar Drottins boðuðu Orðið og báðu
fyrir sjúkum til lækninga. Kraftur Andans fór um allan
líkama minn og ég læknaðist fullkomlega”, sagði Rog-
elio.
Þessi bróðir í Kristi fékk náð til ríkulegrar þjónustu
á akri Drottins. Hann var í för með Sallý annað skiptið
er hún kom til Islands. Auk þess var sonur hennar,
Móses með í þeirri för, en hann er nú um tvítugt og er
eina barnið sem Sallý hefur fengið gefins, þá aðeins-
•viku gamlan. Hann hefur verið henni til mikillar gleði.
Það sem hér hefur verið tekið saman um starfsferil
Sallýjar Olsen er aðeins lítið brot af þeim kærleiksundrum
Drottins Jesú Krists sem hún hefur orðið vottur að í
sinni þjónustu og vitnað um í bréfum sínum.
Nú gæti einhver spurt: Er það aðeins úti í hinum stóra
heimi sem Drottinn okkar og Frelsari gerir sig kunnan
í máttarverkum sínum? Nei, því fer víðsfjarri. Hann er
ávallt hinn sami í kærleiksmætti sínum og býður enn
eins og forðum:
Far//) þi>/ og Ær/sf///') a/far þ/o)/r, shf/ðþá f/Z Naf//s
Föð//r///s og So//ar///s og h’/zs He/Zaoa A///Za, og Æe/////r)
þez'/zz að /za/r/a a/f'það, sezz/ eg /zef' /zoð/'ój)//r. Og fá, eg
er zz/e)jð//r a//a áaga a/f f/Z e/zda rera/áar/mar.
(Alaff. 2<f:2oJ
Eg er í hópi þeirra sem get borið vitni um stórkost-
legt máttarverk Drottins. Hann hafði sannfært mig um
syndafyrirgefningu mína og endurfæðingu fyrir úthellt
Sáttmálablóð Jesú Krists, mér til eilífs lífs. Svo veiktist
ég og hafði ekki skilning á öðru en að leita manna ráða
til hjálpar. Þegar engar líkur þóttu til bata eftir lengri
tíma tilraunir var mér sagt að ég mundi ekki eiga langt
eftir ólifað. Þá komu til mín systkini í Drottni sem
báðu fyrir mér og ég varð heilbrigð, strax vinnufær og
hefi verið það síðan.
Þegar þetta átti sér stað var ég um þrítugt og nú eru
liðin nær 60 ár frá þessu lækningarmáttarverki Drottins
Jesú Krists á mér.
Mörgum dásamlegum bænheyrslum hefi ég verið
vottur að á þessu langa árabili. Eitt dæmi af mörgum
er af 18 ára pilti sem hafði fæðst með annað augað al-
gjörlega blint og nú var sjónin farin að daprast á hinu
auganu. Kvöld nokkurt, í myrkri og regni, kom hann
á heimili okkar og bar upp það erindi, að biðja um
fyrirbæn. Og þá er þjónn Drottins hafði beðið fyrir
piltinum, hélt hann hendinni fyrir augað sem hann hafði
sjón á og hrópaði: „ÉG SÉ”!
Niðurstaða rannsóknar læknisins sem hafði haft hann
til eftirlits frá fæðingu var sú, að hann hefði 95% sjón
á því auga sem hafði verið blint frá fæðingu. Þetta er
aðeins eitt af fjölmörgum náðarlækningum, sem ég hefi