Fagnaðarboði - 01.02.1989, Side 8
FAGNAÐARBOÐI
8
sinni er ég hafði notað tækifærin sem mér gáfust til að
vitna fyrir samstarfsmönnum mínum. Guði sé lof, að
þannig eru kristnir menn knúnir fram til þjónustu.
Arið 1953 stofnaði Demos Shakarian samtök sem
kölluðust Full Gospel Buisiness Men’s Fellowship Int-
ernational. Eg var mjög hrifinn af hugmyndinni og tók
heilshugar þátt í samstarfinu. Árið 1955 hlotnaðist mér
sá heiður að stofna elleftu deild samtakanna, í Atlanta,
Georgíu. Brátt varð ég svo framkvæmdastjóri fyrir
Suðurríki Bandaríkjanna og stuttu síðar, varaforseti
FGBMFI.
Fyrir mér var þetta stórkostlegt tækifæri í þjónustu
Drottins. Segja má að ég hafi verið dæmigerður fyrir
hinn „ameríska óskadraum”, að koma sér vel áfram í
lifinu. En mitt í allri velgengninni, glataður maður í
syndunum - þekkti ekki hina sönnu auðlegð trúaðs
manns í Jesú Kristi.
I samtökum FGBMFI voru þúsundir manna sem áttu
sér svipaða sögu og ég. Lánið lék við þá hið ytra, en
tómleikinn í lífi þeirra var þeim hrelling. Þessi sama
saga endurtekur sig aftur og aftur. En úr því Drottinn
gat breytt mér, Tommy Ashcraft, þá megnar Hann í
mætti sínum að breyta hverjum sem er.
Á FGBMFI ráðstefnu árið 1982 var ég að heilsa upp
á nokkra vini þegar einhver klappaði á öxl mér. Eg
sneri mér við og horfði beint í augu Demosar Shakar-
ian sem sagði: „Eg útnefni þig varaforseta samtak-
anna” og hélt síðan á braut. Eg teygði mig í áttina til
hans, bað hann að bíða andartak og sagði: „Við skulum
biðja saman fyrir þessu og leita vilja Drottins”. En
Demos hélt áfram og sagði: „Nei Tommy, Guð bauð
mér að gera þetta. Hann hefur gefið mér vald til að
framkvæma það og ég er að því”.
Frá þessari stundu átti ég annríkara en nokkru sinni
fyrr. Eg hef umsjón með aðalskrifstofu samtakanna og
þjálfun leiðbeinenda fyrir þau um allan heim.
Hin mikla útbreiðsla starfsins veldur því að ég þarf
oft að fljúga milli landa. Nú höfum við deildir í 87
löndum og höldum heimsþing okkar meðal ýmissa
þjóða, auk þinga í aðalstórborgum Bandaríkjanna.
Þegar Demos getur ekki verið viðstaddur, eykur það
Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6,
Hafnarfirði. Afgreiðsla Fagnaðarboða er að Hverfis-
götu 6B Hafnarfirði, sími 50077. - Ársgjald blaðsins
100 kr., en eintakið 33 kr. 3 blöð koma út á ári.
enn á ábyrgð mína. Oft hefur hann beðið mig að vera
fulltrúi sinn á hátíðlegum samkomum og við alls konar
tækifæri. O hve ég þakka Guði fyrir öll árin, sem ég
hef fengið að starfa með þessum blessaða þjóni Drott-
ins. Umhyggja, skilningur og umfram allt kærleikur
hans, hefur verið mér lærdómsríkt fordæmi. Stöðug-
lyndi hans hefur verið þjónustunni styrkur og gleðigjafi
í starfi.
Er ég horfi út um gluggann, ber ein fjölfarnasta hrað-
braut Orange County fyrir augu. Fánarnir minna mig
á þær milljónir verslunarmanna út um allan heim, sem
enn hafa ekki tekið á móti jesú Kristi sem Frelsara sín-
um, eru jafn fjarri Honum og ég eitt sinn var.
er eg /fíj'fídejd/ / ///oður/íf/, //fpaM eg þ/g, og
áðfír e/i þfí Æo///sf a/ /z/o'ðfírÆ/J/d/, /je/gað/ eg þ/g; eg /ef/
áÆrarðað J//g Zz/ að i/era spá///a//fí þ/oáafí//a /
fjere////á /:jJ
Þetta voru Orð Guðs til Jeremía. Hið sama á við um
mig - Drottinn hefur boðið mér að flytja Fagnaðarerind-
ið til þjóðanna. Hann frelsaði mig, tilreiddi til þjónustu
og úthlutaði mér starfi að sínum vilja.
Vinur, hvernig er ástatt með þig ? Þekkir þú Jesúm
Krist ? Ef svo er ekki, þá þarft þú þess með.
Þr/ að Ma/zfís-Sofífír/fífí er Æo/////z/z fz/ að /ez/a að Az/zfí
/j/záa og/re/sa það. (Lz/Æ. /ý:/oJ
Þú skalt biðja Guð, að fyrirgefa þér syndirnar í Jesú
Nafni og taka við Honum sem Frelsara þínum.
Þz/z' að e/þfíjáZar /z/eð /zzfífí/zz þz/zazzz Drof/z/z Jeszit.’/zz og
/.rz/zr z/zeð /farta þ/'/zz/, að Gað /jafz fíppz/aÆ/ð Ha/z/z/rá
dauðfífí/, fízzzn/fí /o/j/fífí z/e/ða; þz/z' að fí/eð /Jaz/a/zfí er
/ráað /z/re7//œ/zs, e/z z/zeð fízfífí/zz'fífí/zzjá/að /z//Já/prœðzs.
fRo7/zr.io.y-zoJ
(Lauslega pytt og endursagt úr tímaritinu Voice)
Almennar samkomur
Boðun Fagnaðarerindisins
Hörgshlíð 12, Reykjavík
Sunnudaga kl. 8 e.h
Miðvikudaga kl. 8 e.h.
2. tbl.
1989
42. arg.