Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Síða 4

Víkurfréttir - 12.01.2012, Síða 4
4 FIMMTUdagUrInn 12. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Í „Menntavagninum“ í Víkurfréttum í síðustu viku, sem er vikulegur pistill verkefnastjóra um eflingu menntunar á Suðurnesjum, komu fram áhugaverðar og jákvæðar niðurstöður úr könnun um viðhorf ungmenna á Suðurnesjum til margvíslegra þátta eins og menntunar, íþrótta, tómstundaiðkunar og framtíðarsýnar. Vert er að rýna aðeins í þessar niðurstöður. Könnunin var gerð 2010 og þátttakendur voru ungmenni í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Um 550 krakkar í 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Suðurnesjum og yfir 600 nemendur í FS tóku þátt í könnuninni. Þar má fyrst nefna þá niðurstöðu að þrátt fyrir lægra menntunarstig á Suðurnesjum þá eru fleiri foreldrar á Suðurnesjum en annars staðar á landinu í námi. Í grunnskólum á Suðurnesjum eru fleiri nemendur sem leggja rækt við námið og fleiri Suðurnesjakrakkar segja að foreldrum þeirra þyki mikilvægt að þau standi sig vel í námi. Einnig kemur fram að færri nemendur á Suðurnesjum vinna með skóla og einbeita sér meira að náminu. Það er jákvætt en þó er ljóst að þeir eiga erfiðara með að fá starf með skóla í ljósi atvinnuástandsins á Suðurnesjum. Það kann að hafa áhrif á þá niðurstöðu. Þegar ungmennin voru spurð út í framtíðarsýn þeirra þá stefna langflestir Suðurnesjakrakkar á nám að loknum grunnskóla og framhaldsskóla. Það eru virkilega jákvæðar niðurstöður og styrkja þá trú okkar að hugur ungmenna á Suðurnesjum er á réttum stað. Menntun er forsenda framtíðar. Þau gera sér líklega líka grein fyrir því að nú er öldin önnur á Suðurnesjum hvað varðar atvinnumöguleika. Hér áður fyrr var mikið framboð starfa þar sem menntunar var ekki krafist en í kjölfar brottflutnings varnarliðsins er öldin önnur. Í könnuninni sýna niðurstöðurnar að grunnskólanemendur hérna eru almennt jákvæðari en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, hvað atvinnuhorfur í framtíðinni varðar. Þessir þættir og aðrir sem komu fyrir í könnuninni hafa verið mikið í umræðu fólks og fjölmiðla og vonandi sýna þessar tölur að hægt og bítandi er staða Suðurnesjamanna að styrkjast. Það eru allir sammála því að menntun þarf að aukast og nú eru allar aðstæður til þess að laga þann þátt. Eins er ljóst að viðhorf Suðurnesjamanna til menntunar hefur breyst. Skólastarf almennt hefur styrkst og árangur hægt og bítandi hefur aukist þó alltaf megi gera betur. Í könnuninni kemur fram að grunnskólanemum á Suðurnesjum er sett fyrir meiri heimavinna en annars staðar á landinu. Forráðamenn skólanna hafa horft brúnaþungir á niðurstöður í samræmdum prófum undanfarin ár þar sem frammistaða Suðurnesjakrakka hefur ekki verið sú besta og það hefur verið þeim hvatning til að bæta í. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ sá ástæðu fyrir jól að verðlauna nemendur í skólum Reykjanesbæjar en yfir hundrað krakkar voru í hópi þeirra bestu á landinu í samræmdu prófunum. Það er vel og ætti að vera hvatning fyrir börn og foreldra þeirra í skólastarfinu og einnig þá sem voru ekki í þessum hópi. vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. janúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Jákvæðar niðurstöður úr könnun meðal grunn- og framhaldsskólanema Grunnskóli Grindavíkur ›› FRÉTTIR ‹‹ Spurningakeppni á miðstig - barnabókmenntir Í Grunnskóla Grindavíkur er nú í þriðja skipti haldin spurningakeppni á miðstigi í anda þeirra spurningaþátta sem notið hafa vinsælda í fjölmiðlum undanfarin ár. Þema keppninnar er barnabókmenntir. Markmið spurningakeppninnar eru að auka lestraráhuga; að gera þeim hátt undir höfði sem eru dug- legir að lesa - að þeir geti upplifað sig sem sigurvegara eins og í hverri annarri íþrótt og síðast en ekki síst að hafa það gaman saman. Þessi markmið þykja einnig falla vel að markmiðum aðalnámskrár í upp- lýsinga- og tæknimennt en þar kveður á um að nemendur á mið- stigi eigi að hafa fengið reglulega lánaðar bækur og önnur gögn á skólasafninu sem styðja nám og lesskilning og hafa mótað lestrar- venjur og þekkingarleit til fram- tíðar, þeir eiga jafnframt að þekkja nokkuð til helstu íslenskra og er- lendra barnabókahöfunda og verka þeirra (Aðalnámskrá, upplýsinga- og tæknimennt, 2007). Spurningakeppnin skiptist í fjóra hluta. Fyrst eru hraðaspurn- ingar sem koma úr ýmsum áttum og skiptir þá máli að hafa verið duglegur að lesa gegnum tíðina því ekki er hægt að undirbúa sig sérstaklega fyrir þennan þátt. Þar á eftir vísbendingaspurningar sem reyna á almenna þekkingu barnanna í heimi skáldverka ætl- uðum börnum – þar er spurt um höfunda, bókartitla, persónur og fleira. Síðan eru ágiskunarspurn- ingar en þá velur liðið einn leikara og snýst þessi liður um að leika orð sem geta verið nafnorð, sagnorð eða lýsingarorð og á liðið að reyna að ná sem flestum réttum orðum á einni mínútu. Þá koma valflokkarnir sem eru fjórir – það eru þrjár spurningar úr hverjum flokki sem gefa eitt, tvö og þrjú stig. Í ár fengu börnin í fjórða, fimmta og sjötta bekk lista af bókum eftir fjóra íslenska rithöf- unda fyrir sumarfríið og gátu þar af leiðandi nýtt sumarið til undirbún- ings. Í valflokkaspurningunum er líka gefinn sá möguleiki að spyrja bekkinn sinn en vel hefur tekist til með að virkja bekkjarfélagana þannig að þau taki þátt og kynni sér bækurnar og höfundana þar sem þeir eiga að styðja liðið sitt og reynslan er að þar sem bekkurinn fylkir sér bak við liðið er árangur- inn bestur. Að baki svona keppni liggur mikil vinna og leggjast allir á eitt, kenn- arar og starfsfólk, til að gera hana sem skemmtilegasta. Erum við í Grunnskóla Grindavíkur einstak- lega heppin með hópinn sem leiðir þetta verkefni. Keppnin sem fram fór fyrir áramót var mjög spennandi og voru það nemendur í 5-K og 5-S sem öttu kappi í úrslitaviðureigninni. 5-K stóð uppi sem sigurvegari og var haldin sameiginleg sigurhátíð hjá báðum bekkjum að lokinni keppni. Þar buðu nemendur bekkjanna ásamt kennurum upp á dýrindis krásir og sýndu þar í verki að allir sem tóku þátt í keppninni voru í raun sigurvegarar. Sáttmáli gegn einelti - Jákvæð samskipti Allir nemendur Grunnskóla Grindavíkur skrifuðu undir sátt- mála gegn einelti og tóku þátt í umræðu um jákvæð samskipti í desember. Pálmi Ingólfsson skóla- stjóri mætti á sal í Hópsskóla, Ró- bert Ragnarsson bæjarstjóri og Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs mættu á sal í grunnskólanum með nemendum á miðstigi og unglinga- stigi. Nemendur rituðu einnig nafn sitt undir sáttmálann á blað sem verður stækkað upp með sáttmál- anum gegn einelti og hengt upp á áberandi stað í báðum skólum núna í janúar. Í framhaldi fengu allir nemendur grunnskólans af- hent gult armband með áletruninni „jákvæð samskipti”. Armbandið á að minna á það að framundan eru tímar friðar og jákvæðra samskipta í Grindavík. Ef einhver gleymir sér er gott að hafa armandið til að minna á hversu mikilvægt er að hafa þessa þætti í lagi. Meginmarkmið með þessar i aðgerð er að fylgja eftir útgáfu á bæklingi um einelti sem gefinn var út í Grindavík og síðast en ekki síst vekja samfélagið til umhugsunar um þessi mál og fá opna umræðu um eineltismál almennt og hvetja til samstöðu í jákvæðum sam- skiptum. Friðarganga í Grindavík Skapast hefur hefð í Grindavík í desember þar sem allir nemendur í leikskólunum og grunnskóla fara í sameiginlega friðargöngu um aðal- götu bæjarins. Markmið göng- unnar er að efla samkennd og sam- hug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika í samfélaginu. Gengið er fylktu liði frá hverjum skóla að Landsbankatúninu. Þegar þangað er komið taka allir þátt í því að mynda friðarhringi á túninu. Sr. Elínborg flytur stutt friðarávarp og síðan er örstutt þögn þar sem hver og einn upplifir friðinn í sjálfum sér. Að lokum syngja allir Bjart er yfir Betlehem við undirleik Re- nötu, kennara við Tónlistarskólann í Grindavík. Að loknum söng fer hver hópur til síns skóla. Elstu nemendur grunnskólans aðstoða við að klæða og leiða yngstu borgarana af leikskólunum og fylgja þeim aftur í sinn leikskóla. Leik- skólarnir bjóða upp á heitan drykk þegar komið er til baka. Slökkt er á allri götulýsingu og göngufólk mætir með vasaljós og lýsa enn fremur upp skammdegið með innri birtu. Gaman er að segja frá því að foreldrar og aðrir bæjarbúar taka virkan þátt í friðargöngunni sem þótti takast með afbrigðum vel að þessu sinni. Pálmi Ingólfsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Villtu hætta að taka ábyrgð á líðan annarra og huga að þinni eigin? Helgarfjölskyldumeðferð verður haldin helgina 21.- 22. janúar frá kl. 9:00-16:30 báða dagana í húsnæði Lundar að Suðurgötu 15 ef næg þátttaka næst. Þetta úrræði er sérstaklega ætlað þeim fjölskyldum þar sem einhvers konar neysla hefur haft áhrif á líðan þeirra. Kostar aðeins 7000 kr. Fyrirlestrar í helgarmeðferðinni eru: 1. Áfengissýki og önnur vímuefna- fíkn. 2. Hvernig meðvirkni breytir ein- staklingum og fjölskyldum. 3. Óheppilegur stuðningur. 4. Sjálfsvirðingin 5. Sameiginlegur bati fjölskyld- unnar. Upplýsingar um meðferðina veitir Erlingur Jónsson í síma 772-5463 eða á netfangið: lundur@mitt.is Ertu aðstandandi? Allir nemendur Grunnskóla Grindavíkur skrifuðu undir sáttmála gegn einelti og tóku þátt í umræðu um jákvæð samskipti í desember. U2 messa í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 15. janúar kl. 11:00 er U2 messa í Keflavíkur- kirkju. Leikin verða lög írsku h l j óm s v ei t ar- innar við íslensk- an texta. Messan verður með sama sniði og þær sem sungnar voru í Keflavíkurkirkju í fyrra, með Sigurð Ingimundarson, kaftein úr Hjálpræðishernum og stórsöngvara, í fararbroddi og hljóðfæraleikana Aðalstein A x e l s s o n ( g í t a r ) , Þ ó r h a l l Vilbergsson (trommur) og Jón Árna Benediktsson (bassa). Þýðandi textanna er séra Gunnar Sigurjónsson en stjórnandi er Arnór B. Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Messunni verður útvarpað. Allir nemendur Grunnskóla Grindavíkur skrifuðu undir sáttmála gegn einelti og tóku þátt í umræðu um jákvæð samskipti í desember. Í Grunnskóla Grindavíkur er nú í þriðja skipti haldin spurningakeppni á miðstigi í anda þeirra spurningaþátta sem notið hafa vinsælda í fjölmiðlum undanfarin ár.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.