Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Page 10

Víkurfréttir - 12.01.2012, Page 10
10 FIMMTUdagUrInn 12. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR ALLTAF NÓG AÐ GERA Í KAFFINU OG NÚ VANTAR OKKUR LIÐSMENN LAUST ER STARF AÐSTOÐAR- BRENNSLUMEISTARA KAFFITÁRS AÐ BRENNA KAFFI ER LIST Umsóknum má skila með tölvupósti á kristbjorg@kaffitar.is eða á skrifstofu Kaffitárs á Stapabraut 7 í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar veitir framleiðslustjóri Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir í síma 664 8851 eða á kristbjorg@kaffitar.is Umsóknafrestur er til 20. janúar. Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar Hamingjuhornið Nýtt ár gengið í garð og ég farin að huga að markmiðum fyrir árið 2012. Þetta árið eru aðal markmiðin mín varðandi persónulegan þroska að gera einn hlut í einu og hafa augun á réttum stað. Mér finnst ég ekki alltaf vera nógu vakandi fyrir því sem er að gerast í kringum mig, og þar heyri ég hvorki né sé það sem er að gerast í kringum mig. Þannig get ég verið í símanum að tala við systur mína en á sama tíma að leita að mataruppskrift á netinu eða lesa nýjustu færslurnar á FB. Þá er ég annars hugar í símtalinu og þarf að biðja systur að endurtaka aftur það sem hún var að segja þegar athyglin flýgur út um veður og vind! Það sama er uppi á teningnum þegar ég er búin að koma mér vel fyrir til að horfa á mynd sem fjöldi fólks er búið að mæla með. Ég sest fyrir framan skjáinn með tölvuna í fanginu og skil svo ekkert í því tæpum tveimur tímum síðar að myndin höfðar ekki til mín og mér finnst hún ofmetin í alla staði hjá vinum mínum, á meðan sannleikurinn er sá að ég hef misst af helmingnum af henni enda með athyglina á fleiri en einum stað. Svo á ég það til að sökkva mér í fjölverkavinnu heim hjá mér (eða multitasking eins og það er á engilsaxnesku) og minni helst á ajax auglýsingu hér forðum daga, hvirfilbylur sem ekkert fær stöðvað en ekki með eins góðum árangri og í auglýsingunni. dæmigerð fjölverkavinna gengur þannig fyrir sig að ég byrja á að taka úr uppvöskunarvélinni en hætti í miðju kafi en skil hana eftir opna þannig að hún er orðin að slysagildru, fer þá og tek úr þvottavélinni en þegar ég er hálfnuð með að hengja upp dettur mér í hug að hella upp á kaffið og renna yfir baðherbergisgólfið. Steingley mi helmingnum af þvottinum inni í þvottavélinni og átta mig ekki á því fyrr en löngu seinna þegar ég fer að leita að símanum sem ég hef gleymt uppi á þurrkaranum. Verst finnst mér þó þegar ég sé ekki það sem er beint fyrir framan augun á mér því ég er komin eitthvað allt annað í huganum. Margir vina minna þekkja söguna af því þegar mynd af syni mínum (sem ég var heillengi að velja) prýddi fermingarborðið hans en á myndinni er þessi engill svo fal- legur í peysunni sem vinur hans gaf honum og á stendur The godfather. Það var ekki fyrr en í lok veislunnar að mér var bent á að það væri alls ekki það sem stæði á peysunni, það stóð The goodf...er (get ekki skrifað það hér því þá fæ ég ekki að skrifa fleiri pistla í blaðið). Ég hélt ég hefði lært mína lexíu þarna og hef reynt að taka betur eftir, verið með augun á réttum stað og taka umhverfið inn. Það var mér því mikið áfall núna fyrir jólin að standa mig aftur að þessu. Ég fór í verslun hér í bæ að finna jólagjafir á yndislegu 15 ára frænkur mínar í noregi. Þær eru á mörkum þess að passa í stærstu stærð í barnadeildinni svo ég fór í fullorðinsdeildina og fann þessa tvo sætu náttkjóla en til öryggis spyr ég af- greiðslustúlkuna hvort hún telji ekki að minnsta stærðin sé fín á þennan aldur. Hún telur svo vera en spyr í leiðinni hvort ég hafi skoðað kjólana vel. Ég skildi nú ekki alveg spurn- inguna - gat ekki séð betur en þetta væru tveir krúttlegir náttkjólar, bleikur og blár og ekki mikið meira um það að segja. En ég staldraði nú samt við og skoðaði kjólana betur og það var þá sem ég áttaði mig á því að á öðrum þeirra stóð ,,expecting“ og á hinum ,,bite me“. Er ekki viss um að foreldrunum hefði endilega fundist þetta við hæfi á litlu saklausu stúlkurnar sínar. Ég þarf að æfa mig í að vera á staðnum, hér og nú en ekki þar og alls staðar og gera einn hlut í einu, hlusta á eina manneskju í einu og af athygli, lesa eina bók í einu og njóta hennar (ok kannski 2-3 í einu), horfa á áhugaverðar myndir með athygli og láta tölvuna og símann vera á meðan. njóta matarins sem ég borða, félagsskaparins sem ég er svo heppin að hafa í lífi mínu og síðast en ekki síst að njóta alls þess góða í lífi mínu í dag því ég veit ekki hvar ég verð á morgun. Hvet þig lesandi góður til að setja þér markmið varðandi persónulegan þroska. Efast stórlega um að þú kannist við það sem ég lýsi hér að ofan en það gæti verið eitthvað annað sem þú vilt bæta og fyrsta skrefið er að átta sig á hvað það er og undirbúa svo breytingar. Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa. Einn hlut í einu! Ragnar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir, Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson, Jórunn D Skúladóttir, Árni Már Árnason, Elsa Ína Skúladóttir, Guðni Birgisson, Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Kaupmaður, Vatnesvegi 29, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. janúar kl. 14:00. SKÖRUN EHF BYGGINGARVERKTAKI Get bætt við mig verkefnum STÓRUM sem smáum Öll alhliða smíðavinna Tilboð eða tímavinna Upplýsingar í síma 898 7245, Páll Þór Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Víkurbraut 6. (sömu götu og Byko) Opið allar helgar frá kl. 14:00 - 18:00 Básaleiga 849 3028 Málverka- og skartgripanámskeið á þriðjudögum og fimmtudögum Um áramót þykir við hæfi að líta yfir liðið ár um leið og skyggnst er til framtíðar. Að sjá hvað vel hefur verið gert og hvað væri vert að bæta. Þ a ð e r óhæ tt að segja að árið 2011 hafi verið viðburðarríkt ár fyrir samfélag okkar hér í Reykjanesbæ. Afar þung fjárhagsstaða bæjarins eftir tíu ára valdatíma sjálfstæðismanna er nú jafnvel þeim orðin ljós. Þeir hafa nú áttað sig á að staðan er ekki öðrum um að kenna, heldur heimatilbúin í loftherbergjum ráðhússins að Tjarnagötu 12, þar sem ákvarðanir hafa verið teknar meira af kappi en af forsjá. Alvarleg staða bæjarsjóðs Víst er að árangri hefur verið náð undir s tö ðugu aðha ldi Ef t ir l itsnefndar um f jármál sveitarfélaga. Enn höfum við þó ekki náð landi og áframhaldið veltur á hvort takist að selja skuldabréfið í HS Orku og jafnvel hlut í HS Veitum. Bærinn þarf nú að selja eignir að verðmæti 5,5 milljarða króna til að nálgast það takmark að jafnvægi verði náð í rekstri bæjarins. Líkja má þeirri gjörð við að selja bílinn sinn til þess að eiga fyrir brauðinu. Svo alvarleg er staða bæjarins nú þrátt fyrir stöðugan flaum flennifyrirsagna um milljarða hagnað bæjarsjóðs undanfarin ár. Leikur að tölum sem lítið hefur átt skylt við raunveruleikann. Nýtt ár, nýjar vonir Þrátt fyrir þunga og erfiða stöðu bæjarsjóðs og áframhaldandi baráttu við að ná tökum á rekstri hans er ástæða til að ætla að brátt fari að rofa til í atvinnumálum bæjarbúa. Á nýju á verða hafnar framkvæmdir í Reykjanesbæ sem skapa eiga fjölda starfa gangi vonir eftir. Hjúkrunarheimili, kísilverksmiðja, auk þess sem gera má ráð fyrir stórauknum fjölda ferðamanna á svæðið með tilheyrandi aukningu starfa á svæðinu. Allt eru þetta tækifæri sem gefa okkur ástæðu til að álykta að tekið sé að rofa til og ástæðu til að brosa mót hækkandi sól. Þá má gera ráð fyrir að auknar líkur séu á því að álverið í Helguvík verði að veruleika og framkvæmdir við það fari aftur af stað á árinu. Gerðardómurinn sem gekk á dögunum færir vonir um að þessi stórframkvæmd gangi nú fram. Nú skiptir öllu að stríðandi aðilar slíðri sverðin og setjist að samningaborði út frá dómsniðurstöðunni. Rætist þetta ásamt stækkun gagnaversins á Ásbrú munu verða þáttaskil í atvinnumálum á Suðurnesjum. Í fyrsta sinn frá brotthvarfi hersins fyrir röskum sex árum sjái til sólar á atvinnumarkaði svæðisins. Með samstöðu heimamanna og þingmanna getum við lyft grettistaki í öllu því sem máli skiptir. Látum það verða sameiginlegt markmið á nýju ári sem við fögnum með nýjum sólstöðum. Þann árangur sem nú hefur náðst getum við þakkað mörgum, en ekki þó síst Oddnýju Harðardóttur fyrrum formanni fjárlaganefndar og nú nýorðnum fjármálaráðherra landsins. Segja má að áherslur r íkisstjórnarinnar á málefni Suðurnesja lýsi sér vel í vali hennar. Suðurnesin hafa nú eignast sinn fyrsta ráðherra, jafnaðarmann sem í gegnum störf sín hefur sýnt að hjarta hennar slær fyrir afkomu fjöldans frekar en afkomu fárra útvaldra. Ég held ég tali fyrir hönd allra Suðurnesjamanna þegar ég óska henni velfarnaðar í því erfiða og ábyrgðarfulla starfi sem framundan er. Með bestu óskum um gjöfult og gott nýtt ár, Hannes Friðriksson Ath. Lengri útgáfu greinarinnar má finna á vf.is Mót hækkandi sól Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.