Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 5

Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 5
5VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 ÁLAGNINGARSEÐLAR FYRIR ÁRIÐ 2012 Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2012 Álagningarseðlar fyrir árið 2012 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Nú geta fasteignaeigendur nálgast álagningarseðilinn á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 67 ára og eldri álagningarseðil í pósti. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að senda póst á netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2012 til og með 25. október 2012. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi gjaldanna 25. janúar 2012. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út rafrænt og birtast í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda póst á thjonustuver@reykjanesbaer.is. . Spennandi vinnustaður í alþjóðlegu umhverfi SUMARSTÖRF Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Fríhöfnin ehf. er dótturfyrirtæki ISAVIA ohf. og annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í Flugstöðinni með um 120 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti og fatnaður. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Í jafnréttisáætlun félagsins er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti og leggur Fríhöfnin áherslu á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Vegna kröfu um reglugerð um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar, nánari upplýsinga er að finna á heimasíðunni. Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslun fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í sölu og áfyllingum í verslun. Einnig er óskað eftir starfsfólki á lager en unnið er í dagvinnu og er meirapróf æskilegt. Aldurstakmark er 20 ár. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní. Umsóknafrestur er til 30. janúar. Nánari upplýsingar veitir Sóley Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri Fríhafnarinnar, soley.ragnarsdottir@dutyfree.is. Umsóknar- eyðublöð má finna á www.dutyfree.is/atvinna

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.