Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 10

Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 10
10 FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Anna Lóa Ólafsdóttir skrifar Hamingjuhornið Þar sem ég stóð og horfði á þau fylltist ég bæði stolti og gleði. Stolti yfir því að fá að vera þátttakandi á þessum tímamótum í lífi þeirra og gleði vegna þess að þau kláruðu verkefnið til enda og standa uppi sterkari fyrir vikið. Þetta er uppáhalds tíminn minn í vinnunni, útskrift nemenda. Hef fylgst með þeim frá því að þeir löbbuðu inn fyrsta daginn, margir óöruggir og fullir af efasemdum um sjálfan sig og eigin getu. Horfa svo á sömu nem- endur takast á við hverja hindrun á fætur annarri og öðlast smám saman meiri trú á sjálfum sér með jákvæðum afleiðingum sem eykur lífsgæði þeirra og fólksins í kringum þau. Þau eru að skapa sér nýtt líf með því að láta drauma sína rætast. Okkur er öllum hollt að staldra við og velta fyrir okkur hverjir eru draumar okkar og hvað viljum við fá út úr þessu lífi. draumar eru ekki bara fyrir einhverja aðra, og við þurfum ekki að vera staðsett á einhverjum ákveðnum stað í lífinu til að hafa leyfi til að láta okkur dreyma um betra eða öðruvísi líf. Mér fannst á ákveðnu tímabili í lífinu að ég ætti að vera ánægð með stöðu mína og það væri bara van- þakklæti að vilja eitthvað annað og meira út úr lífinu. Þegar ég þorði að horfast í augu við að ég vildi fá meira út úr þessu eina lífi sem mér hefur verið gefið var fyrsti sigurinn unninn. Það getur enginn annar ákveðið hvað er rétt fyrir mig nema ég sjálf og mikilvægt að hafa í huga að það er gildismat mitt sem ræður þar mestu. Hvað er það sem skiptir mig máli og hvernig get ég breytt lífi mínu þannig að ég lifi eftir þeim gildum sem eru mér mikilvæg? draumar okkar eru ekki meitlaðir í stein og ég skrifa mína niður nokkrum sinnum á ári því þeir taka breytingum eftir því sem ég þroskast og breytist. Þegar ég hef náð að upp- fylla einn af draumum mínum fyllist ég sjálfstrausti sem gerir það að verkum að ég hef trú á því að ég ráði við aðra hluti sem ég leyfði mér ekki að dreyma um hér áður. Þegar ég skrifa niður draumana mína kem ég mér fyrir á þægilegum stað og bý til stemningu þar sem mér líður vel (kertaljós og þægileg tónlist virkar best á mig). Síðan skrifa ég allt niður á blað sem kemur upp í hugann og gef skynseminni algjörlega frí á meðan og leyfi tilfinningunum að ráða ferðinni. Ég geri svo markmið út frá draumunum og ákveð hvaða skref ég ætla að taka til að láta draumana rætast. Ég nota draumana mína til að segja sjálfri mér að ég hafi leyfi til að láta mig dreyma um allt - sama hvað öðrum gæti þótt um það. Stuðningslið er ekki endilega til staðar þegar við látum okkur dreyma og þar kemur tvennt til. Öðrum finnst þeir hafa sjálfskipað vald til að halda manni á jörðinni og svo geta hugsanir okkar og draumar verið óþægileg ábending fyrir fólkið í kringum okkur - ábending um að maður þarf sjálfur að taka ábyrgð á því hvernig líf maður vill. En stærsta hindrunin er yfirleitt við sjálf þar sem hugur fullur af efasemdum ræður för og keppist við að segja okkur að við séum of gömul, of ung, eigum of mörg börn eða of lítið af peningum eða það sé ekki til neins að leyfa sér að eiga drauma. Oft er um að ræða hugsanavillur úr fortíðinni sem elta okkur uppi og draga úr okkur kjarkinn við hvert tækifæri. Þá skiptir öllu máli að hafa kjark til að halda áfram þrátt fyrir óttann og kveða þessar hugsanir þannig smám saman niður. Eins og kom fram í byrjun þessarar greinar þá er svo mikil- vægt að við vitum hvað við viljum fá út úr þessu lífi og taka þannig ábyrgð á því hvaða leið við förum í þessu ferðalagi og velta í leiðinni fyrir sér hvort maður ætli að vera bílstjórinn eða farþeginn í þessari ferð. Þrátt fyrir að það geti verið þægilegt að vera farþeginn og þurfa ekki að taka ábyrgðina á því hvert skuli fara og hvaða leið verði valin til að komast á áfangastað, þá getum við endað á einhverjum allt öðrum stað en við ætluðum okkur. Lesandi góður, hvet þig til að halda draumum þínum lifandi og vera þannig virkur í þeirri sköpun sem lífið er, því þegar upp er staðið þá skapar þú allt í lífi þínu. Vertu á varðbergi hvort verið sé að stíga á draumana þína en ekkert síður hvort þú sért að stíga á drauma annarra. Ef þú gerir alltaf það sem þú hefur alltaf gert - færðu alltaf það sem þú hefur alltaf fengið! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa. Ég á mér draum! Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Gunnar Sveinsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ægir Magnússon, Sigurbjörn Gunnarsson, Jenný Sandra Gunnarsdóttir, Gísli B. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bjarnhildur Helga Lárusdóttir, Benedikt Jónsson, Inga Rebekka Árnadóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Magnús Valur Pálsson, M. Agnes Jónsdóttir, Óli Þór Barðdal, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og úför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Benediktssonar, f.v. útgerðarstjóra, Ægisvöllum 2, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 15. desember. Sérstakar þakkir og kveðjur til MND-teymis og starfsfólks taugalækningadeildar Landspítalans og D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Maríanna Sif Jónsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Ásmundur Leifsson, Petra Stefánsdóttir, Pálína Ásmundsdóttir, Jón Ásmundur Pálmason, Bára Inga Ásmundsdóttir, Jón Sveinn Björgvinsson, Kristinn Þór Sigurjónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur, systur og mágkonu, Jónínu Ásmundsdóttur, Alexandriu í Virginíuríki, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 6. desember sl. Guð blessi ykkur öll. Guðrún, Ólöf Birgitta, Ása Margrét, Auður, Hulda Sjöfn, Ólafur Sólimann, Ásgeir og Svava Hildur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, Ásgeirs H. Einarssonar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlévangs fyrir frábæra umönnun og hlýhug í hans garð, svo og Frímúrarastúkunni Sindra í Keflavík. Guðmundur Marvin Sigurðsson, Edda Auðardóttir, Margrét Kr. Sigurðardóttir, Róbert Henry Vogt, María Þóra Sigurðardóttir, Gísli G. Gíslason, Magnús Jenni Sigurðsson, Guðbjörg S. Gísladóttir, Sigurður J. Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Sigurður Gunnar Kristjánsson, (Siggi Gunni) Höskuldarvöllum 17, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 20. janúar kl.14:00. Þökkum auðsýnda samúð. Ómar Þór Hafsteinsson, Helena Ruth Hafsteinsdóttir, Einar Friðriksson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju, við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, Hafsteins Hafsteinssonar, Efstaleiti 79, Keflavík, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) auglýsir eftir þátttakendum í raunfærnimat í skrifstofugreinum. Raunfærni- mat er ferli þar sem fullorðið fólk á vinnumarkaði fær reynslu sína í starfi metna og getur nýtt sér þetta mat til að sýna fram á reynslu sína og færni í starfi, í atvinnuumsókn eða til styttingar náms. Þannig getur raunfærnimat verið hvati fyrir fullorðið fólk á vinnumarkaði eða í atvinnuleit til að ljúka formlegu námi. Raunfærnimatið er samstarfsverkefni Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum, Vinnumálastofn- unar Suðurnesja, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Fagráðs verslunar- og þjónustugreina og Verslunar- mannafélags Suðurnesja. Raunfærnimat í skrifstofugreinum Tilgangur með raunfærnimati í skrifstofugreinum er að leggja formlegt mat á reynslu einstaklinga í samanburði við Skrifstofubraut 1 í Menntaskólanum í Kópavogi. Matið er ferli sem tekur stuttan tíma þar sem ráðgjöf og stuðningur náms- og starfsráðgjafa er veittur allt ferlið og í framhaldinu af því. Hér verður stiklað á stóru hvernig raunfærnimatið fer fram: Hafðu samband við Elísabetu Pétursdóttur, náms- og starfsráðgjafa MSS (elisabet@mss.is, 4217500/4125958) og bókaðu viðtal til að fá nánari upplýsingar og skoðar svo hvort raunfærnimatið henti þér. Taktu þér tíma til að ákveða þig. Þú skráir færni þína, reynslu, nám og aðra þekkingu sem þú býrð yfir og leggur mat á færni þína í þeim greinum sem eru til mats (sjá Skrifstofubraut 1 í MK á www.mk.is ) Náms- og starfsráðgjafi hjálpar og styður þig við þessa vinnu. Þú þarft ekki að kunna allt sem er á brautinni til að eiga erindi í matið. Þú ferð í raunfærnimat í MK. Það er samtal milli þín og matsaðila MK, þetta er ekki próf. Þú færð tækifæri til að koma þekkingu þinni á framfæri á þægilegan hátt. Náms- og starfsráðgjafi er með þér í viðtalinu, gætir hagsmuna þinna og styður þig. Matsaðili fer yfir niðustöðurnar með þér og þú færð í hendur staðfestingu á hversu margar einingar þú færð metnar af Skrifstofubraut 1. Að lokum ferð þú í viðtal við náms- og starfsráðgjafa til að ræða um hvernig þú vilt nýta þér staðfestinguna. Þú getur farið í áframhaldandi nám á Skrifstofubrautinni en námið er í boði bæði í fjarnámi og staðnámi. Það er engin kvöð að fara í nám að loknu raunfærnimati ef það hentar ekki. Þú ert alla vega búinn að fá stað- festingu á því sem þú kannt á mjög stuttum tíma. Þessar upplýsingar er meðal annars hægt að nota í atvinnuumsókn. Algengt er að einstaklingar geri lítið úr þeirri reynslu sem þeir hafa og treysta sér jafnvel ekki til að spyrja hvort þeir eigi erindi í raunfærnimatið. Óþarfi er að hræðast matið sjálft og ekki er um próf að ræða heldur metið á annan hátt hversu mikil færni einstaklingsins er. „Ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaða menntun ég gæti bætt við mig sem myndi nýtast mér vel á vinnu- markaði án þess að fara í háskóla. Ég var svolítið óörugg að fara í raunfærnimatið. En komst að því að það var óþarfi. Ég fékk góðan stuðning frá þeim sem stóðu að verkefninu. Í haust ætla ég að fara í MK og klára þau fög sem ég á eftir af Skrifstofubraut I.“ - Guðmunda L. Guðmundsdóttir, fór í gegnum raun- færnimat síðastliðið vor. Reynslan af raunfærnimati í skrifstofugreinum er góð en slíkt mat fór fram hjá MSS síðastliðið vor. 9 einstak- lingar fóru í gegnum matið og fengu þeir að meðaltali 17 einingar af 33 metnar og innrituðu þessir ein- staklingar sig flestir í Skrifstofubraut I í MK í kjölfarið. Einn þátttakenda hóf auk þess nám á Skrifstofubraut II um nýliðin áramót að loknu námi á Skrifstofubraut I. Það hafa margir farið í gegnum raunfærnimat hér á Íslandi í mörgum greinum og hefur byggingariðnaður- inn verið mjög áberandi í því sambandi. Margir hafa farið í nám að loknu raunfærnimati. Innan þess hóps má finna einstaklinga með lítið sjálfstraust gagnvart námi. Ef þú ert efins þá er efinn förunautur þess að treysta á sjálfan sig og þora að taka skrefið. Ekki láta óöryggi ræna þig tækifærunum. Ef þú telur að raunfærnimat í skrifstofugreinum henti þér, ertu hvött/hvattur til að hafa samband og fá nánari upp- lýsingar um verkefnið. Elísabet Pétursdóttir Náms- og starfsráðgjafi Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum elisabet@mss.is/4217500 Hefur þú reynslu af skrifstofustörfum? Krossmóa 4 sími 421 7500 www.mss.is Viltu auka þekkingu þína? Við aðstoðum þig! Nám fyrir einstaklinga Fjarnám Íslenska fyrir útlendinga Starfstengt nám Náms- og starfsráðgjöf Þarfagreining fyrir fyrirtæki Náms- og starfsráðgjöf öllum að kostnaðarlausu Útskrift úr Háskólastoðum Íslenskunámskeið Útskrift úr Færni í ferðaþjónustu ›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA Í SÍMA 898 2222 ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.