Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 12
12 FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Föstudaginn 20. jan. k l. 18.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna „Á Bóndadag“ í Listasafni Reykja- nesbæjar. Að þessu sinni taka 11 listamenn auk Aðalheiðar, þátt í því að gera þorrablótsstemmningu á bónda- ginn í Reykjanesbæ. Gestalista- mennirnir eru Arnar Ómarsson og Sean Millington sem gera rýmið fyrir viðburðinn, Guð- brandur Siglaugsson gerir texta- verk, Gunnhildur Helgadóttir gerir borðbúnað, Jón Laxdal gerir fylgihluti, Nikolaj Lorentz Mentze gerir hljóðfæri og hljómsveitin Hjálmar verður með uppákomu við opnun. Á opnuninni flytur Aðalheiður dansverk og boðið verður upp á veitingar að þjóð- legum sið. Listasafn Reykjanesbæjar hefur í nokkur ár staðið fyrir kynningu á íslenskri myndlist í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Í næstu viku verður hægt að sjá þar skúlptúra eftir Aðalheiði undir heitinu „Ferðalangar“ og telst það 35. sýn- ingin í Réttardagsverkefninu. Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla daga 12.00-17.00 og um helgar 13.00-17.00, aðgangur er ókeypis. Sýningin stendur til 18. mars. - Ítarlegri umfjöllun um sýninguna á vef Víkurfrétta. ›› Listasafn Reykjanesbæjar í DUUShúsum: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu á morgun 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Ýmsar stærðir og gerðir af her- bergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og bað- herbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og all- ur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Stúdioíbúð til leigu á góðum stað í hjarta Keflavíkur ca 40m2 leigu- verð kr. 47.500. Ísskápur, örbylgju- ofn, internet, þvottavél, þurrkari og kapalsjónvarp. Laus 1. feb., leigubætur fáanlegar. Upplýsingar 691 1685 /898 5599 3ja herbergja íbúð 75 þús. á mánuði fyrir utan hita og rafmagn. 1 mánuður fyrirfram. Engin gæludýr. Uppl í síma 615 6828 eftir kl. 13:00. Laus 1. feb. Stór 4ra herbergja íbúð til leigu í Keflavík, efri hæð, sér inngangur. Laus strax. Uppl. í síma 421 2896 og 847 8342. Til leigu reyklaus einstak- lingsíbúð í miðbæ Keflavíkur. Hundahald bannað. Sanngjörn leiga. Uppl. í s. 821 5824. Íbúð fyrir einstakling eða par sem er huggulega innréttuð í bíl- skúr á rólegum stað í Keflavík. Svefnherbergi, stofa, baðherbergi og eldunaraðstaða. Aðgangur að interneti. Leiga 45 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 848 5389. Til leigu tveggja herbergja íbúð í Garði. Íbúðin er 60m2 með sér inn- gangi. Uppl. í síma 777 4200 eftir kl. 18:00. Kirkjur og samkomur: Föstudaga kl. 20.00 Sunnudaga kl. 11.00 Bænasamkoma þriðjudag kl. 20.00. Bænastundir þr iðjudaga og fimmtudaga í hádeginu. Kl. 12.00. Ókeypis súpa í hádeginu alla föstu- daga frá kl. 11.30-13.00. Nk. sunnudag kl. 20.00 sam- kirkjuleg samkoma í Hvíta- s u n n u k i r k j u n n i . Þ á t t t a k a Keflavíkurkirkja, Njarðvíkurkirkja Hjálpræðisherinn, Útskálakirkja og Aðventukirkjan. ÓSKAST Óska eftir 4ra herb. eða stærra. Lítil fjölsk. óskar eftir rað/par eða einbýli til langtímaleigu frá mars/ apríl. arnbjorg27@gmail.com eða 842 2525. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á jarðhæð frá 1. feb. Erum með kött og meðmæli. Greiðslugeta: 90 þ. Vinsamlegast hafið samband í síma 663 6795. ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur al- mennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. ATVINNA Atvinna óskast! Ýmislegt kemur til greina. Er menntaður málari, hef unnið við bifvélavirkjun, er með meirapróf og er liðtækur í smíðum. Uppl. gefur Leó í síma 692 2551. TIL SÖLU Húsgögn til sölu Gott amerískt hjónarúm, einstak- lingsrúm, hillusamstæða, eldhús- borð og ljós selst ódýrt. Upplýs. í síma 821 5824. Íbúð fyrir 60+ Til sölu falleg 47 ferm íbúð, laus strax. Uppl. í síma 846 5471. www.vf.IS 896 0364 Bói Rafvirki raf-ras.is Nærri fjögur hundruð manns sóttu glæsilegt þorrablót Keflavíkur í Íþróttahúsi Keflavíkur sl. laugardagskvöld. Keflvíkingar þjófstörtuðu þorr- anum sem hefst samkvæmt gamalli hefð um næstu helgi. Starfsmenn Réttarins framreiddu ljúffengan þorramat sem rann ljúft ofan í maga viðstaddra, meira að segja erlendra körfuknattleiksmanna Keflavíkur sem höfðu ekki séð svona mat áður. Þeir tóku engu að síður vel til matarins. Skemmtidagskrá kvöldins var mjög góð þar sem kefl- vískir tónlistarmenn og söngvarar héldu uppi þeim þætti. Dúettinn Eldar sem skipaður er þeim Valdimar Guðmundssyni og Björgvini Ívari Baldurssyni tók nokkur lög og síðan kom kór Keflavíkurkirkju og söng hluta úr svokallaðri U2 messu við mikla hrifningu gesta. Kórinn flutti síðan sömu messu í beinni útsend- ingu í útvarpsmessu á RÚV daginn eftir. Breiðbands- kappinn Rúnar Hannah flutti íþróttaannál og gerði það vel. Maður kvöldsins var þó veislustjórinn og Njarðvíkingurinn Jón Björn Ólafsson sem reyndar á einnig ættir sínar að rekja til Hafna. Jón Björn fór á kostum og var að flestra mati besta skemmtiatriði kvöldsins þar sem hann gerði stólpagrín að mörgum íbúum þessa sveitarfélags. Að skemmtidagskrá lokinni var stiginn dans fram eftir nóttu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorra- blótinu. Njarðvíkingur fór á kostum á þorrablóti Keflavíkur Halldóra Jóna Guðmundsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju, samúð og fallegar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa Ingólfs Bárðarsonar, Kjarrmóa 15, Njarðvík. Þakkir til Frímúrarabræðra í Sindra, séra Baldurs R. Sigurðssonar og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítala Hringbraut. Guð blessi ykkar störf. Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.