Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 14
14 FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR AÐ LIFA LÍFINU Námskeiðið, Að lifa lífinu er ætlað ungu fólki á aldrinum 18-25 ára en það er hluti af verkefninu Energí og trú sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir. Markmið þess er að efla þátttakendur í því að mæta þeim áskorunum sem lífið krefst. Þessar ásko- ranir eru af ýmsum toga. Sumar tengjast peningum, aðrar heilsu og vellíðan og enn aðrar snúast um það að vera sjálfur í leiðtogahlutverkinu í eigin lí . Leiðbeinendur eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu á þeim sviðum sem þeir alla um. Námskeiðið stendur frá 30. janúar - 28. mars. Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 10:00 - 13:00. Skráning stendur yfir hjá hjordis@keflavikurkirkja.is eða í síma 4204300 La u g a r d a g i n n 21. janúar nk. stendur Ungmenna- félag Njarðvíkur f y r i r þ or r ab l ót i Njarðvíkinga. Eru það allar deildir i n n a n f é l a g s i n s sem koma að fram- kvæmdinni og hefur undirbún- ingur staðið í all nokkurn tíma. Hafa Njarðvíkingar blótað þorr- ann á fyrsta laugardegi í þorra í hartnær 70 ár. Fyrst í samkomu- húsinu Krossinum en síðan í félags- heimilinu Stapanum eftir að hann var tekinn í notkun árið 1965 en félagsheimilið var þá í eigu Ung- mennafélagsins og Kvenfélags- ins í Njarðvík. Margir muna eftir þessum skemmtilegu Njarðvíkur- blótum þegar Thor- dersen feðgar fluttu annál ársins en þeir gerðu það alltaf á eftirminnilegan hátt. Nú hefur hins vegar ver ið ákveðið að halda blótið í íþrótta- húsinu í Njarðvík í fyrsta skipti sem segja má að sé aðal samkomustaður Njarðvíkinga í dag. Fjölbreytt dagskrá verður á blótinu undir góðri stjórn veislu- stjóra sem er enginn annar en hinn háttvísi Örvar Kristjánsson. Miðasala hefur gengið mjög vel á blótið en ennþá eru nokkrir miðar til. Skorað er á alla Njarðvíkinga og nærsveitarmenn að mæta og halda á lofti þessari gömlu hefð í Njarðvíkum. Rétturinn veisluþjónusta - Hafnargötu 51 - 230 Reykjanesbæ - Sími: 421 8100 - retturinn@retturinn.is Þorrabakkar, þorraöskjur og þorrablót Fögnum komu Þorrans með því að gleðja bóndann með þorraveislu Auka opnunartími í tilefni þorra: Opið laugardaginn 21. jan. frá 16:00 - 20:00 Gleðilegan þorra! www.retturinn.is Á fundi fjölskyldu- og félags-málaráðs Reykjanesbæjar á dögunum var gert grein fyrir því að samþykkt hafi verið að hefja undirbúning að byggingu sex íbúða húss fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ í samstarfi við Brynju, hússjóð ÖBÍ. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri hjá Reykjanesbæ sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki lægi fyrir hvar sú bygging myndi rísa og hvenær hafist yrði handa við framkvæmdir. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að fatlaðir hafi eins og aðrir val þegar kemur að búsetu og að fatlað fólk eigi ekki að þurfa að búa á sam- býli nema þá í algerum undan- tekningum. „Við viljum mæta þessum skil- yrðum í samstarfi við Öryrkja- bandalagið sem hefur tekið jákvætt í að byggja húsnæði en ekki liggur fyrir hvar það hús yrði. Við höfum þó óskir um að staðsetningin verði miðsvæðis í Reykjanesbæ,“ bætti Hjördís við. Leikfélag Keflavíkur og leik-félag Fjölbrautaskóla Suður- nesja,Vox Arena, hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og setja upp söngleik sem samvinnuverk- efni í Frumleikhúsinu. Verið er að skoða leikstjóramál en ljóst er að margir hafa áhuga. Í kvöld, fimmtud. 19. janúar kl. 20.00, verður haldinn kynningar- fundur í Frumleikhúsinu fyrir alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt. Eina skilyrðið er að vera orðinn 16 ára og hafa áhuga á leikhússtarfi. Félög þessi unnu síðast saman fyrir einu og hálfu ári síðan en þá var sýndur söngleikurinn „Slappaðu af “ í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Meðal verka sem nefnd hafa verið nú er söngleikur unninn upp úr myndinni „Með allt á hreinu“ sem Stuðmenn gerðu ódauðlega á sínum tíma en lög þeirrar myndar óma enn á öldum ljósvakans. Þá hafa einnig komið til tals verk eins og „Footloose“, „Litla hryllings- búðin“ ofl. Það mun svo upplýsast á fundinum í kvöld hvaða verk verður endanlega fyrir valinu og eins hvaða leikstjóri verður svo heppinn að fá að vinna við þessa uppsetningu. Stjórnir félaganna beggja hvetja alla áhuga- sama til að koma á fundinn og fá nánari upplýsingar um það sem framundan er í leikhúslífi bæjarins. Undirbúa byggingu nýs húss fyrir fatl- aða í Reykjanesbæ Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í samstarf ›› Menning og mannlíf: Bakvörður Keflvíkinga Steven Gerard Dagostino er farinn frá félaginu en leikmaðurinn var með ákvæði í samningi sínum sem sagði til um að hann mætti fara ef betra tilboð bærist annars staðar frá. Nú skömmu fyrir helgi kom slíkt boð frá Spáni og Dagostino hélt utan á mánudag. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort að Keflvíkingar bæti við sig öðrum bakverði en Arnar Freyr Jónsson er enn meiddur og óljóst hvenær hann kemur aftur til leiks. Leikmaður- inn var búinn að leika ákaflega vel með Keflvíkingum það sem af er tímabilsins og ljóst að þetta er mikill missir fyrir liðið sem nú er í 2. sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni. Keflvíkingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld á heimavelli sínum en þar verður væntanlega hart barist. Örvar stýrir þorra- blóti Njarðvíkur Steven Gerard yfirgefur Keflvíkinga

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.