Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.09.2012, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 13.09.2012, Qupperneq 12
FIMMTUDAGURINN 13. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Kveðja frá Dvalar- heimilum aldraðra Suður- nesjum - DS. Nú hefur Jósefína Arnbjörnsdóttir, ætíð kölluð Systa, kvatt tilveru okkar. Alltof snemma viljum við segja, en fáum litlu um breytt. Hún Systa kom til starfa á Garð- vangi í júlí 1986 og hafði því starfað við umönnun heimilis- fólksins í 26 ár. Það starf vann hún af ábyrgð, dugnaði og mikilli til- litssemi við íbúana. Árið 2003 varð hún fulltrúi starfsmanna á Garð- vangi í stjórn DS og átti því 9 ára setu í stjórninni að baki. Systu var gott að starfa með. Hún var fylgin sér og lagði margt gott til hlutanna, enda þekkti hún aðstæður vel. Hún var einnig trúnaðarmaður starfsfólksins um árabil. Systa kom því að málefnum DS úr fleiri en einni átt. Samviskusemi var ein af dyggðum hennar og hún fylgdi fast eftir skoðunum sínum til hagsbóta fyrir starfsmenn. Það gerði hún þó alltaf af lagni og við stjórnendur DS fundum fljótt að hún vildi leiða ágreiningsmál farsællega til lykta. Stjórnendur DS vilja þakka Systu metnaðarfullt og gott starf í þágu öldrunarmálanna. Ættingjum hennar vottum við dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jósefínu Arnbjörnsdóttur. Finnbogi Björnsson, framkvæmdastjóri Kveðja frá samstarfsfólki Systa eins og hún var nefnd í daglegu tali er dáin langt fyrir aldur fram, sjúk- dómar og dauðinn spyrja ekki um stað né stund, nei - þessu er þröngvað upp á fólk, svo þarf að berjast. Þetta var sannarlega svona hjá Systu, sjúkdómur upp- götvast með öllum sínum þunga og grimmd og lagði að velli þessa hörðu konu á stuttum tíma. Við samstarfsfólk á Garðvangi horfum nú á fáum mánuðum eftir annarri samstarfskonu, þar sem sama sagan endurtekur sig. Systa var mikil félagsmálakona bæði innan og utan vinnustaðar, hún gegndi m.a. trúnaðarstörfum á okkar heimilum til hinstu stundar. Hún var fulltrúi starfs- manna í stjórn Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum D.S. og trúnaðarmaður á Garðvangi fyrir sitt stéttarfélag, Starfsmannafélag Suðurnesja. Hún var sauma-/ viðgerðakona okkar hjúkrunar- heimila og þá kom oft í ljós hversu lausnarmiðuð Systa var, með ýmislegt sem tengdist hag- nýtum hlutum í daglegu starfi. Fallin er frá hæfileikakona á mörgum sviðum og var það því ekki tilviljun, að til hennar var leitað með eitt og annað, hún hafði mikla réttlætis- og ábyrgðar- tilfinningu. Hún átti gott með mannleg samskipti, ávallt hrein- skilin og aldrei var lognmolla í kringum hana. Hún var mikil skipulagskona, smekkkona og lét sig hlutina varða. Þessir hæfileikar ásamt öðrum voru nýttir um árabil, þar sem hún hafði m.a. umsjón með hvers- konar innandyra skreytingum hér á Garðvangi s.s. á jólum og páskum. Þá komu líka hennar skipulagshæfileikar í ljós þegar ganga þurfti frá hlutunum. Hún gekk ávallt þannig frá, að enginn vandi var að koma aftur að hlut- unum og fyrir allt þetta og meira til á hún miklar þakkir skildar. Þegar stilltir strengir bresta stuna heyrist djúp og þung svo er þegar sálin besta sóldraum lífsins kveður ung. Er sem fyrir dagsól dragi dimmbrýn skýin hulin mögn, er í miðju ástarlagi ægur dauðinn hrópar: - Þögn! Já, í svipinn sárar vekur sorgir dauðans koma hér, en – ef dýpra rök þú rekur, reynist dauðinn vinur þér. Hann er sá, er götu greiðir góðri sál í drottins skaut, æðri þroska opnar leiðir eftir skamma stundar þraut G.G. Við vottum aldraðri móður, eigin- manni, börnum, barnabörnum ásamt allri fjölskyldunni, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra samstarfskona. F.h. starfsfólks á Garðvangi Aðalheiður Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum ( D.S.) Jósefína Arnbjörnsdóttir - minning TIL SÖLU Hrannargata 6 (Ragnarsbakarí) er til sölu Hæðin er 328m2 með 20 feta frysti og 10m2 kæli. Besta útsýni á Suðurnesjum, með byggingarrétti ofan á, upphitað plan og stór innkeyrsluhurð. Upplýsingar í síma 897 5755 AÐALFUNDUR Íslendings ehf verður haldinn í Víkingaheimum miðvikudaginn 3. október kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. TÓ NL EIK AR TÓ NL EIK AR FEÐGARNIR Guðmundur Kr. Sigurðsson, tenór og söngvari og Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassa- og gítarleikari halda tónleika í bíósal Duus þann 23. sept. kl. 18:00 og kl. 20:00. Ásamt þeim verða nokkrir gestasöngvarar Kræsingar & kostakjör Allt á prjónAnA í nettó! Garndeildir Nettó | Reykjanesbær | Grindavík | Egilsstaðir | Akureyri | Mjódd | Grafarvogur | Borgarnes Léttlopi 228 kr Kræsingar & kostakjör fædd 30.08. 1956, dáin 31.08 2012 Síðastliðinn föstudag þann 7. september komu þær vin- konur okkar frá Nesvöllum þær nöfnurnar Guðrún Emilsdóttir, Guðrún Finnsdóttir og Guðrún Greipsdóttir í heimsókn í leik- skólann Gimli í tilefni af alþjóða- degi læsis sem í ár bar upp á laugardaginn 8. september. Þær nöfnur lásu sögur, fóru með þulur og kvæði við mikla hrifningu barna og kennara. Þess má geta að þetta er fyrsta sam- verustund yngri borgara á Gimli og eldri borgara á Nesvöllum á þess- ari haustönn, í verkefninu Gaman saman sem staðið hefur yfir í rúm sex ár. Verkefnið hefur nú þegar fest sig í sessi sem samfélagslegt verkefni þar sem kynslóðir miðla á milli sögum, ljóðum, söng, dansi og síðast en ekki síst ljúfri nærveru, virðingu og umhyggju. Þessar stundir eru alltaf jafn dýr- mætar og við í leikskólanum Gimli svo lánsöm að eiga þessar yndis- legu vinkonur og vini á Nesvöllum sem alltaf eru tilbúin til að taka þátt í starfinu með okkur. Verkefnið Gaman saman hressir, bætir og kætir unga sem aldna. Með bestu kveðju, Karen Valdimarsdóttir leik- skólastjóri á Gimli Hús fæst gefins í Grindavík Húsnæði á leikvelli sunnan megin við Heiðarhraun í Grindavík, gamla rólóvellinum, fæst gefins í því ástandi sem það er gegn því að viðkomandi aðili fjarlægi það alfarið á eigin kostnað innan 30 daga frá afhend- ingu. Engar teikningar fylgja hús- næðinu en það er rétt tæpir 50 fermetrar að stærð og þarfnast viðhalds. Áhugasamir aðilar sem vilja nánari upplýsingar og fá að skoða hús- næðið vinsamlegast hafið samband við Sigmar Árnason byggingafull- trúa í síma 420 1100. Hér gildir að fyrstur kemur - fyrstur fær, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Brotist inn í verkfæragám Lögreglunni á Suðurnesjum var á mánudag tilkynnt um að brotist hefði verið inn í verkfæra- gám í Svartsengi. Þegar lögreglu- menn komu á vettvang reyndist hafa verið klippt á tvo hengilása á öðrum af tveimur gámum sem eru á svæðinu. Ekki var ljóst hvort einhverju hafði verið stolið. Þá var búið að eiga við hengilás á hinum gámnum, en þar höfðu hinir óprúttnu ekki haft er- indi sem erfiði, því þeir urðu frá að hverfa við svo búið. ›› FRÉTTIR ‹‹ Alþjóðadagur læsis Gaman saman hópurinn

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.