Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 27. september 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 hilmar bragi, fréttastjóri vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamaður: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: ritstjórn RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur- frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur- frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Gestir sem skipta máli Um nýliðna helgi var haldið í Reykjanesbæ kvennaþing Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Um 200 konur af land- inu öllu komu saman til fundar á Ásbrú og var það samróma álit að þingið hafi tekist vel í alla staði. Þingið var skipulagt af kvenna- sveitinni Dagbjörgu í Reykja- nesbæ og þar á bæ var leitað til Suðurnesjakvenna til að sjá um fundarstjórn og hópastarfið. Að halda svona þing á Suðurnesjum skiptir gríðarlega miklu máli fyrir verslun og þjónustu á Suður- nesjum. 200 manna hópur þarf mat, gistingu og afþreyingu. Um komandi helgi verður svo annað kvennaþing í Reykjanesbæ þegar um 200 kvenfélagskonur koma til Reykjanesbæjar á 36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands. Þar endurtekur sig í raun pakkinn frá síðustu helgi. Þessar 400 konur sem koma til bæjarins á þessum tveimur helgum skipta gríðarlega miklu fyrir samfélagið og skilja eftir sig milljónir króna í kaupum á vöru og þjón- ustu. Eins og greint er frá á forsíðu Víkurfrétta í dag er Holly- wood-stjarnan Ben Stiller nú í Garðinum með um 200 manna starfslið að taka upp kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty. Það er verkefni sem skilar hundruðum milljóna inn í íslenskt samfélag og miðað við umstangið í Garð- inum þá verða margar milljónir eftir þar. Kvikmyndaliðið leigir aðstöðu bæði af sveitarfélaginu og einnig hefur Ben Stiller lagt undir sig björgunarstöðina í Garði fyrir aðstöðu á meðan á tökum myndarinnar stendur en upptökur hafa farið fram við höfnina í Garði og einnig við björgunarstöðina þar sem tvær þyrlur hafa verið tíðir gestir síðustu daga. Þá er Ben Stiller með fiskiskipið Stafnes KE á leigu en það kemur mikið fyrir í myndinni. Garðmenn eru almennt mjög sáttir við heimsóknina frá Holly- wood sem setur svip sinn á bæjar- braginn. Fjölmargir einstaklingar úr Garði hafa einnig fengið vinnu við gerð myndarinnar á einn eða annan hátt. Förðunarmeistari úr Garðinum lætur leikarana líta vel út á meðan aðrir aðstoða við leik- muni og sjá um öryggismál. Kvenfélagskonurnar, slysavarna- konurnar og kvikmyndagerðar- fólkið eru því gestir á Suðurnesjum sem skipta máli þegar kemur að því að afla peninga í kassann. Hilmar Bragi Bárðarson Fisktækniskóli Íslands fær viðurkenningu Þann 20. júlí síðastliðinn fékk Fisk- tækniskóli Íslands í Grindavík formlega viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem skóli á framhaldsskólastigi. Þannig hefur margra ára þróunar- starf fræðsluaðila, sveitarfélaga og hagsmunaaðila í sjávarútvegi á Suðurnesjum nú skilað sér í form- legri viðurkenningu menntamála- ráðuneytisins og hefur Fisktækni- skólinn nú sambærilega stöðu og aðrir framhaldsskólar – nema hvað áherslan er á grunnmenntun í sjávarútvegi og tengdum greinum. Sérskóli á sviði sjávarútvegs og tengdum greinum Skólinn er í eigu sveitarfélaga, fræðsluaðila auk stéttarfélaga og fyrirtækja í sjávarútvegi á Suður- nesjum. Fisktækniskólinn hefur verið í undirbúningi frá 2007 og hann er fyrsti framhaldsskólinn á landinu sem hefur að markmiði að bjóða eingöngu upp á sérhæft nám á þessu skólastigi. Skólinn hefur einnig verið öflugur á sviði endur- menntunar og boðið upp á fjölda starfstengdra námskeiða. Mark- mið stofnenda er að auka veg og virðingu menntunar í sjávarútvegi ásamt því að auka framboð á starfs- tengdu námi. Frá vorönn 2010 hefur skólinn til- raunakennt hluta námsefnisins sem verið var að þróa og hafa hátt í 50 nemendur tekið þátt í þessu verkefni. Mikil ánægja var með námið – bæði meðal þátttakenda og fyrirtækja sem tóku við nem- endum í starfsþjálfun. Vinnumála- stofnun kostaði námið framan af en verkefnið var síðan fært undir menntamálaráðuneytið árið 2011 sem liður í átaksverkefni fyrir Suðurnesin. Gerður var sérstakur samningur um tilraunakennslu síðla hausts 2011 til tveggja ára. Þar sem sá samningur lá ekki fyrir fyrr en flestir skólar höfðu hafið starfsemi voru færri þátttakendur í tilrauninni en stefnt var að. Á grundvelli samnings um tilrauna- kennslu stunda nú 7 nemendur nám í skólanum á öðru ári. Stefnt er að því að taka inn 12 nemendur í janúar á næsta ári og er byrjað að innrita fyrir haustið 2013. Nýjar leiðir í starfsmenntun Námið er tveggja ára vinnustaða- tengt grunnnám á sviði veiða (sjó- mennsku), vinnslu og fiskeldis samkvæmt viðurkenndri námskrá og lýkur með framhaldsskólaprófi. Námið er afar hagnýtt og ljúka nemendur meðal annars réttinda- námi til smáskipa, lyftara auk fjöl- margra hagnýtra áfanga tengdum sjávarútvegi. Fyrri önn hvers náms- árs fer fram í skóla og sú síðari á vinnustað. Námið er þannig bæði góður valkostur fyrir þá sem vilja menntun í sjávarútvegi – nýr skóli styrkja sig á vinnumarkaði og ná í góða menntun í leiðinni. Skólinn leggur mikla áherslu á að koma til móts við áhugasvið og þarfir hvers nemanda. Reynslan sýnir að góður félagsandi og jákvætt viðmót er grundvöllur að góðum árangri og vellíðan í skóla. Vettvangsferðir og raunhæf verkefni eru mikilvægur þáttur í náminu. Fisktækniskólinn er orðinn mjög umfangsmikill á sviði endur- og símenntunar og hafa yfir fimm hundruð starfsmenn sjávarútvegs- fyrirtækja um land allt sótt nám- skeið sem hafa ýmist verið skipu- lögð af skólanum einum og sér eða í samstarfi við fræðsluaðila víða um land. Mikið framundan Störf í sjávarútvegi hafa tekið miklum breytingum síðustu árin og ólíku saman að jafna þegar borin eru saman störf í frysti- húsum í gamla daga og störf í þeirri háþróuðu matvælaframleiðslu sem einkennir greinina í dag. Til þess að mæta þörfum fyrirtækja þarf sífellt að leita nýrra leiða í menntun og þjálfun starfsmanna og tekur skólinn virkan þátt í þeirri þróun. Unnið er að útfærslu tveggja nýrra námsbrauta. Önnur brautin er unnin í samstarfi við MAREL og miðar að því að þjálfa fólk til starfa á hinar fjölbreyttu iðnaðarvélar fyrirtækisins. Hin brautin tengist gæðastýringu, en mikil eftirspurn er eftir fólki með þá menntun. Stefnt er að því að bjóða upp á þetta nám á næsta ári. Fisktækniskólinn býður upp á stutt, skemmtilegt og hagnýtt eininga- bært nám sem opnar fjölda mögu- leika í vel launuð störf í sjávarútvegi auk möguleika á framhaldsnámi að loknu grunnnámi. drukkinn og sviptur á dráttarvél Lögreglan á Suðurnesjum hafði á mánudagskvöld afskipti af karlmanni á fimm- tugsaldri sem ók dráttarvél, ölvaður og sviptur ökurétt- indum, eftir Garðvegi. Maðurinn var að flytja hey- rúllur og athygli vakti að bæði dráttarvélin og vagninn voru ljóslaus að aftan, og enginn glitmerki á vagninum. Lögreglan stöðvaði akstur mannsins og fannst þá rammur áfengisþefur af honum. Hann var því hand- tekinn og færður á lögreglustöð. Festivagninn sem heyrúllurnar voru á reyndist við athugun vera óskráður og einnig vantaði skráningarmerki og baksýnisspegla á dráttarvélina. Í henni fannst hálfs lítra flaska af áfengisblöndu. Kveikt í nýbyggingu í reykjanesbæ Eldur var borinn að rusli í nýbygg- ingu við Leir- dal í Reykja- nesbæ um nýliðna helgi. Slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja var kallað til og réð það niðurlögum eldsins. Ekki varð mikið tjón í eldinum. Myndin var tekin þegar unnið var að slökkvistarfi sl. laugardagskvöld. staðin að hnupli í leifsstöð Kona um fimmtugt var staðin að hnupli í 10-11 verslun í Leifsstöð fyrir fáeinum dögum. Um var að ræða lítilræði af mat- vöru, sem konan tók ófrjálsri hendi. Hún stóð svo við inn- gang brottfararmegin og gæddi sér á góssinu þegar lögreglu bar að. Hún gekkst við því að hafa tekið umræddan varning, en þar sem enginn hefði verið til að afgreiða sig hefði hún gengið út án þess að borga. Hún kvaðst gjarnan vilja greiða fyrir matvælin, en vildi ekki fyrir nokkurn mun aftur inn í verslunina. Því varð úr að hún lét lögreglu hafa peninga, sem fór inn, greiddi skuld hennar, fékk kvittun, sem konan fékk í hendur og þar með var málinu lokið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.