Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. september 2012 13 Auglýst er eftir styrkumsóknum til Vaxtarsamnings Suðurnesja á grundvelli samnings milli Iðnaðar- ráðuneytis og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu vaxtarsamningur.sss.is. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 19. október. Umsóknum skal skilað á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is. Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, bjork@heklan.is, sími 420 3288. SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR VAXTARSAMNINGUR SUÐURNESJA VERKEFNASTYRKIR Tóta tímabundna! PISTLAR H itti Tótu fyrst þegar yngri sonur minn var á barnaheimili. Hún stoppaði mig á bílaplaninu einn daginn – ertu ekki í stjórn foreldrafélagsins.... jú jú passaði. Spurði hvernig jólaföndrið yrði þetta árið, hefði nú ekki verið upp á marga fiska síð- ast. Gætum við ekki komið með eitthvað nýtt og skemmtilegt, hún væri föndur- fíkill og væri með fullt af hugmyndum. Ég sagðist gjarnan vilja fá að heyra meira af þessum hugmyndum, bauð henni á næsta fund eða jafnvel að koma bara í stjórnina. Tóta hló, hahaha, ég í stjórnina, ætti nú ekki annað eftir. Er ekki fyrir mig, fínt að hafa bara svona fólk eins og þig Lóa mín. Það eru alltaf ákveðnar týpur sem sækja í þetta – ég hef lítinn tíma fyrir svona. Ég var að vinna í sjoppunni á einum körfuboltaleiknum. Hluti af foreldrastarfinu og auðvitað mætti Tóta að kaupa kaffi og prins – týpískt, þú hér Lóa mín. Vildi ólm ræða þjálfaramál við mig – var ekki sátt enda sonur hennar ekki að skila þeim árangri sem hann ÁTTI að vera að skila. Ég bauðst undan að ræða þetta á staðnum, hvatti hana til að mæta á fund hjá ráðinu og koma sínu á fram- færi. Alltaf gott að fá fleiri í hópinn. Tótu leist ekki á það, hún hafði skilað sínu og meira en það. Lífið snýst nú ekki bara um körfuna Lóa mín! Hitti Tótu aftur nokkrum árum síðar. Vorum að versla og ég spurði hvað væri að frétta. Ekkert sérstakt enda svo sem ekki von á því enda eintómir hálfvitar við stjórn í þessu landi – valdasjúkir eigin- hagsmunaseggir sem hugsuðu ekki um neitt nema sjálfan sig. Ég reyndi nú að draga úr þessu, sagðist persónulega þekkja nokkra sem hefðu gefið allt sitt í bæjar- stjórnar- eða landsmálin og þetta gæti ekki alltaf verið auðvelt. Þá fékk ég aðra ræðu um fólk eins og mig sem lætur bjóða sér allt, rís ekki upp og berst fyrir rétti sínum. Ég sagði: Tóta mín, þú hefur mjög ákveðnar skoðanir hvernig á að gera hlut- ina, af hverju notar þú ekki krafta þína í þágu samfélagsins og býður þig fram í bæjar- eða landsmálin, við búum jú í lýðræðisþjóðfélagi þar sem allir geta boðið sig fram. Puff, heyrist í minni, ég ætti þó ekkert annað eftir. Hef engan áhuga á að starfa með þessu liði, það breytist aldrei neitt, svo hef ég engan tíma í svona lagað! Fór á bókasafnið um daginn – jú jú, Tóta var þar. Hún sagðist hafa lesið grein eftir mig. ,,Ágætt Lóa mín, en allt í lagi að skrifa kannski um eitthvað sem er að gerast í bæjarfélaginu þínu. Það verður einhver að halda þessu liði við efnið. Finnst þér ekki í lagi að koma með gagnrýni ha? Alveg kominn tími á að einhver segi eitthvað!! Ég horfði djúpt í augun á Tótu og sagði: veistu, ég veit ekki alveg hvað þú átt við, en ég hvet þig til að skrifa grein. Það væri ómetanlegt fyrir samfélagið ef þú mundir deila visku þinni með öðrum. Hún horfði á mig eins og ég væri búin að missa´ða og sagði: ég að skrifa í blöðin, kanntu annan! Nei, ég hef nóg á minni könnu þó ég fari nú ekki að viðra skoðanir mínar opinber- lega. Nei, það er ekki fyrir fólk eins og mig, þú ert fín í þessu......og guð má vita að ég hef ekki tíma í þetta. Ég gæti svo sannarlega lagt meira til sam- félagsins því það verður aldrei verra né betra en fólkið sem þar býr. Ef við erum sífellt að benda á aðra og frýja okkur sjálf ábyrgð þá er ekki von á breytingum til batnaðar. Auðvitað erum við ekki öll til þess fallin að taka að okkur félags- eða nefndarstörf eða höfum ekki tíma eins og hún Tóta mín. Að sjálfsögðu má líka benda á það sem betur má fara en ósanngjörn gagnrýni er í versta falli um- hverfismengun og orkan sem fer í hana eru örugglega nokkur hundruð MW sem mætti virkja í eitthvað allt annað og betra, samfélaginu til heilla. Spurning um að ég ræði þetta við hana Tótu næst þegar við hittumst – já ef ég hef tíma! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Ólafsdóttir Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Ég sagði: Tóta mín, þú hefur mjög ákveðnar skoðanir hvernig á að gera hlutina, af hverju notar þú ekki krafta þína í þágu sam- félagsins og býður þig fram í bæjar- eða landsmálin, við búum jú í lýðræðisþjóðfélagi þar sem allir geta boðið sig fram. Velja á lista Samfylkingar 16. og 17. nóvember Á kjördæmisþingi Samfylk-ingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið var í Reykjanesbæ á sunnudaginn var ákveðið að við val á framboðslista í kjördæminu vegna Alþingiskosninganna 2013 verði viðhaft flokksval þar sem flokksfélagar og skráðir stuðn- ingsmenn einir hafa kosninga- rétt. Valið verður rafrænt og fer fram dagana 16. og 17. nóvember nk. en kjörstaðir verða einnig opnir þessa daga. Niðurstaða flokksvalsins verður bindandi í 4 efstu sæti listans og paralistaaðferð verður beitt til að tryggja jafnt hlutfall kynja. Þátttökugjald í flokksvalinu verður 20.000 kr. og framboðsfrestur rennur út 24. október kl. 17.00. Birgir vill í 2. sæti í Suðurkjördæmi Birgir Þórar-insson, vara- þingmaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist eftir 2. sæt- inu á lista flokks- ins fyrir komandi Alþingiskosningar. Birgir, sem er fæddur og uppalinn í Keflavík, er búsettur á Vatnsleysu- strönd.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.