Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.09.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 27. september 2012 11 VETRARKORT Veitir þér ótakmarkaðan aðgang í Bláa Lónið yfir vetrartímann* www.bluelagoon.is *Vetrartími er frá 1. september til 31.maí. Sumartími er frá 1.júní til 31.ágúst Einstaklingskort 15.000 krónur Fjölskyldukort 20.000 krónur Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum Mundu eftir sérkjörum fyrir félaga Vinaklúbbsins A N T O N & B E R G U R Í fimm áratugi hefur Ásmundur Sigurðs-son starfað við járnsmíðar á Suður- nesjum. Hann hóf störf hjá Oddgeiri Pét- urssyni fyrir 50 árum sem suðumaður í bílskúr á Garðavegi 13. Úr bílskúrnum á Garðavegi var flutt í Grófina 6 þar sem byggð var smiðja. Þar óx fyrirtækið hratt og sprengdi utan af sér húsnæðið og því var starfsemin flutt að Fitjabraut 26 í Reykja- nesbæ, þar sem Vélsmiðja Ása og Óla er nú til húsa. Þeir Ásmundur og Oddgeir störf- uðu saman til ársins 1993, þegar Oddgeir lét af störfum sökum aldurs. Ásmundur hefur nokkur undanfarin ár verið einn í smiðjunni en nú er sonur hans, Ólafur Ásmundsson, einnig kominn í smiðjuna eftir að hafa starfað í 29 ár hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Ásmundur er orðinn 72 ára og segir að það sé komið að því að aðrir taki við keflinu. Þeir feðgar starfa því hlið við hlið í smiðjunni en reka í raun tvö fyrirtæki undir sama þaki. Ásmundur hefur sín verkefni og Ólafur sín. Þá vinna þeir saman að stærri verkum. Stærstur hluti þess sem smiðjan framleiðir er búnaður fyrir fiskvinnslu. Þannig er Odd- geirs-hausarinn fyrir löngu orðinn þekktur í fiskvinnsluhúsum bæði hér og erlendis. Þá hefur smiðjan framleitt nokkuð af saltpækil- stækjum fyrir saltfiskframleiðendur. Hausararnir eru í dag smíðaðir úr ryðfríu stáli en voru áður smíðaðir úr svörtu járni. VIÐSKIPTI OG ATVINNULÍF n Vélsmiðja Ása og Óla við Fitjabraut 26 í Reykjanesbæ: A Ásmundur Sigurðsson búinn að vera 50 ár við járnsmíðar A Til skoðunar að hefja smíði á stangarmélum fyrir hesta Þeir eru svo til viðhaldsfríir en þeir feðgar hafa verið á fá hausara í viðhald eftir 10- 11 ára notkun sem hafa verið lítið slitnir. Hausararnir hafa farið víða. Flestir eru þeir innanlands en einnig í Noregi, Þýskalandi og Kanada. Þegar karfaveiðar voru í hámarki smíðaði smiðjan um 100 karfahausara sem fóru flestir um borð í verksmiðjuskipin sem voru við veiðar á Reykjaneshrygg. Þá voru af- greiddir þrír hausarar á hálfum mánuði. Undanfarin ár hefur smiðjan svo verið í verkefnum fyrir hitaveituna, Reykjanesbæ og IGS á Keflavíkurflugvelli. Þá er einnig nokkuð um það að menn komi inn af götunni með smáverkefni ýmiskonar. Þá hefur smiðjan nýlega lokið við að smíða gólfrennur og niðurföll í nýtt fiskvinnsluhús sem er í smíðum í Sandgerði. Ásmundur er einnig þekktur sem smiður- inn sem gerir við álfelgur á Suðurnesjum og einnig hefur hann gert við olíupönnur. „Það eru margir sem vísa á okkur með svona smotterís vesen sem enginn nennir að vinna,“ segir Ásmundur og brosir. Þrátt fyrir að vera orðinn 72 ára gamall stundar Ásmundur sína vinnu alla daga og vinnur oft langan vinnudag. Hann segir að það sé gott að vinna á kvöldin. Hann segist einnig vinna frameftir til að vinna sér inn frí. Hann hafi gaman af því að ferðast um landið og hefur útbúið sér stóran og mikinn fjallabíl til þeirra ferðalaga. Ásmundur segir að það komi að því að hann láti Ólafi eftir alla stærri smíði og snúi sér meira að léttari verkum eða smíði sem sé smærri í sniðum. Þannig sé það til skoðunar að hefja aftur smíði á svokölluðum stanga- mélum. Þau hafa ekki verið smíðuð á Íslandi um nokkurt skeið. Ásmundur kann hand- bragðið og segir að þessi mél séu vinsæl hjá hestamönnum. Mélin eru ekki smíðuð lengur hér á landi og hestamenn eru farnir að taka upp á því að læsa þau í skápum, enda mikil verðmæti í þeim. Eftirlíkingar af þessum mélum hafa verið smíðaðar í Tævan en hestamenn hér heima vilja þær ekki og kjósa frekar íslensku stangamélin. Framleiða vinsæl fiskvinnslutæki J Feðgarnir Ásmundur Sigurðsson og Ólafur Ásmundsson í smiðjunni. J Hinn landsfrægi Oddgeirs-hausari sem smíðaður er í Reykjanesbæ.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.