Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 14

Víkurfréttir - 27.09.2012, Side 14
fimmtudagurinn 27. september 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN m.vf.is 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 27. - 3. okt. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Tónlistarkóla Reykjanesbæjar sem spila á Léttum föstudegi 28.sept. nk. 28. september n.k. Léttur föstudagur kl. 14:00. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Flott einbýli til leigu Einbýli Njarðvík til leigu í 6 mánuði, fyrirframgreiðsla, lág leiga. Sími 898 2265, meðmæli óskast og gaumgæfulega kannaður væntanlegur leigjandi. Íbúð til leigu við Beykidal, 120m2 + bílskúr, laus strax. Upplýsingar í s 896 3532. S t ú d í ó í b ú ð m i ð s v æ ð i s í Keflavík,hagstætt leiguverð. Uppl. í símum 860 8909 og 895 8230. ÓSKAST 2-3herb. íbúð óskast 2-3herb íbúð óskast til leigu í Keflavík, ekki í blokk. Óska eftir langtímaleigu, 2 ár+. Sími 864 2966. Óska eftir íbúð ! Ungt par óskar eftir 2-3ja herb. íbúð ti l leigu í Kef lavík eða Njarðvík. Endilega látið vita í sima: 666 6915 ÝMISLEGT Boutique Nýjar vörur. Íþróttagallar fyrir konur, undirföt og ýmislegt fleira. Boutique Hafnargata 54 Reykjanesbæ. Ljósberinn Skermagerð L j ó s b e r i n n s k e r m a g e r ð Vatnsnesvegi 8 Keflavík. Geri við skerma og er einnig með til sölu skerma. Opið eftir kl. 15:00 á daginn uppl. 867 9126 ÞJÓNUSTA Vagnageymslur í vetur hjá Alex ferðaþjónustunni , k r. 7 5 0 0 , - l e ngd ar m e t e r i n n tímabilið. Uppl. alex@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma. TIL SÖLU 1 2 0 m 2 f o k h e l t r a ð h ú s í Njarðvíkum söluaðili lánar 20 prósent af söluverði Upplýsingar í síma 899 3761. Endaíbúð á annari hæð í fjölbýli, 5 ára gömul, sér inngangur með bílskúr og frjálsu útsýni til hafsins. Tæki í eldhúsi og þvottarhúsi. Kyrrð í götu og húsi. Uppl. Í síma 421 8787 og 421 4338. PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is Kortið prýðir vatnslitamynd eftir Stefán Jónsson Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar Minningarkortin fást hjá Víkurfréttum, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ. Opið alla virka daga kl. 09-17 Ólafur Björgvinsson, Bergþóra Ólafsdóttir, Arnar Karlsson, Ellert Þórarinn Ólafsson, Jóna Björg Antonsdóttir, Arnbjörg Ólafsdóttir, Guðjón Magnús Axelsson, Linda Ólafsdóttir, Þröstur Ástþórsson, Harpa Ólafsdóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ella Sjöfn Ellertsdóttir, (Didda) Sunnubraut 5, Garði lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 20. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 28. september kl. 15:00. Óttumst ei... Eitt kvöld í síðustu viku settist ég niður við skriftir og hugðist skrifa grein sem ég ætlaði að fá birta í Víkurfréttum nokkrum dögum síðar. Greinin átti að vera svargrein við skrifum bæjarstjórans í Reykjanesbæ frá því í síðustu viku og fjalla um meint skuldleysi Reykjanesbæjar. Ekki síður átti greinin að fjalla um loforð bæjarstjórans allt frá árinu 2002 og meinloku hans að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um það sem aflaga hefur farið hér í Reykjanesbæ á síðustu 10 árum. Ég las viðtalið við bæjarstjórann í „Reykjanesi“ og síðan las ég aftur greinina sem hann skrifaði í Víkurfréttir. Hvernig er hægt að svara þessum greinum, uppfullum að sjálfshóli, afneitunum og sýndarmennsku. Ég fór ekki í framboð til að standa í skítkasti og blaðaskrifum um keisarans skegg. Skuldir eru skuldir hvaða nafni sem þær kallast og vangaveltur bæjarstjórans breyta engu um það. Bærinn okkar er orðinn fallegri, grasið víða grænna og margar fasteignir glæsilegri en áður var en það er dýru verði keypt og breytir ekki þeirri staðreynd að Reykjanesbær og dótturfyrirtæki hans eru flest öll í hálfgerðu lamasessi eftir mikla fjárhagslega framúrkeyrslu mörg undanfarin ár. Það sorglega er að bæjarstjórinn telur að það sé rétt leið að leiðrétta rekstur síðustu 10 ára með því að að selja eignir bæjarins sem hafa verið í eigu hans í tugi ára. Hvernig er hægt að réttlæta þannig rekstur. Ekki get ég það. Orðagjálfur er lítils virði og ekki síður lágkúrulegt að kenna öðrum um það sem aflaga fer eins og bæjarstjórinn gerir reglulega í fjölmiðlum. Við sem erum í „hinu liðinu“ erum venjulegt fólk sem þykir einnig vænt um bæinn sinn. Það er engum hollt að sitja í hásæti of lengi því að yfirleitt kemur að þeirri stund að menn fara að trúa sjálfum sér. Ég óttast ekki framtíðina heldur fagna henni því að hlutirnir geta sennilega ekki versnað í Reykjanesbæ heldur bara batnað. Með virðingu um betri framtíð. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD/ADD Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stendur fyrir námskeiði sem ætlað er foreldrum barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD/ADD). Námskeiðið, sem er fengið frá Þroska- og hegðunar- stöð, er einungis ætlað foreldrum sem eiga börn með ADHD og ekki flóknar fylgiraskanir s.s. einhverfu. Á námskeiðinu fá foreldrar fræðslu um ADHD, hvaða þættir geta styrkt ADHD einkenni í sessi og hvað getur dregið úr þeim. Einnig verður mikið lagt upp úr því að foreldrar deili með sér hugmyndum um hvað hefur gagnast þeim í uppeldinu. Umsjón verður í höndum Agnesar Bjargar Tryggvadóttur og Sigurðar Þ. Þorsteinssonar sem eru sálfræðingar á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Námskeiðið er opið öllum þeim sem búa á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofunnar og verður haldið í Holtaskóla og hefst þann 16. október og er í sex skipti, tvo tíma í senn. Skráning fer fram í síma 421-6700, skráningarfrestur er til og með 8. október. UNG Umsjón: Páll Orri PálssOn POP@vf.is Enginn merkilegri en pabbi Anton Freyr Hauksson er einn af keppendum Heiðarskóla í Skólahreysti, hann er á seinasta ári í grunn- skóla og væri til í að vera með sama ofurkrafta og Flash. Hvað gerirðu eftir skóla? Skelli mér í FiFA (chilla með vinum) borða og fer á æfingar. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti er mitt helsta áhuga- mál, svo fylgist maður með hinum ýmsu íþróttum. Uppáhalds tónlistar- maður/hljómsveit? Frank ocean er í miklu uppá- haldi hjá mér þessa dagana. Uppáhalds fag í skólanum? Ég verð að segja íþróttir og svo er alveg gaman í stærðfræði. En leiðinlegasta? Leiðinlegast er danska, það er klárt mál Hver er uppáhalds maturinn þinn? Pizza eða eitthvað álíka. En drykkur? Mjólk eða eitthvað álíka. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Það væri Cristiano Ronaldo. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að vera snöggur eins og ofurhetjan Flash Hvað er draumastarfið? Atvinnumaður í fóbolta væri draumurinn Hver er frægastur í símanum þínum? Magnús Guðmundsson gítar- leikarinn í Veðurguðunum Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Guðlaugur Gunnólfsson faðir minn er mjög merkilegur. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Fara í kvennaklefann í sundi PÓSTKASSINN n Friðjón Einarsson skrifar: n Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar: Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ætt-fræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 2. október 2012 kl. 17:00-19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Nánari upplýsingar gefur Kristján Einarsson s. 421 3233. Auglýsingasíminn er 421 0001

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.