Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR10
TENERIFE FERÐ
Fyrirhuguð ferð til Tenerife ef næg þátttaka fæst 13. - 27. feb.
2013 á 4 stjörnu hóteli Iberostar Bouganville Playa í tvær vikur
Hálft fæði kr: 179.900.- Allt innifalið kr. 242.300.-
Möguleiki á 3 vikum
Hálft fæði kr. 232.900,- Allt innifalið kr. 326.500.-
Staðfestingagjald greiðist fyrir 3. des. 2012 og
fullgreiðsla fyrir 11. jan 2013.
Ekki innifalið: Forfallatrygging né akstur til og frá ugvelli.
Hópstjóri í ferðinni er Oddný Mattadóttir.
Skráning hefst mánudaginn 5. nóv. kl. 13:00 - 23. nóv. hjá
Jórunni s. 423 7601 og 898 2540, Brynju s. 422 7177 og 849
6284, og Oddnýju 421 2474 og 695 9474.
Laugardaginn 3. nóvember kl. 13:00 ætlar kvenna-
klúbbur Karlakórs Keflavíkur að vera með Nytjamarkað í
Karlakórshúsinu Vesturbraut 17, Reykjanesbæ.
Kökubasar kaffi og vöfflur til sölu.
Vonumst til að sjá sem flesta.
NYTJAMARKAÐUR
Vetri fagnað í Bláa lóninu
Bláa lónið fagnaði vetrarkomu með því að bjóða samstarfsað-ilum úr ferðaþjónustunni og víðar í fögnuð í Lava veitinga-
salnum sl. fimmtudag. Fjöldi góðra gesta mætti í Lava og mat-
reiðslumeistarar staðarins reiddu fram veitingar sem runnu ljúft
ofan í maga.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins sagði ferðaþjónustuna á
Íslandi í mikilli sókn og þar væri Bláa lónið í framlínunni. Hann sagði
mikilvægt að hlúa vel að greininni sem væri orðin ein af burðarásum
íslensks atvinnulífs. Meðfylgjandi myndir tók Oddgeir Karlsson, ljós-
myndari á vetrarfagnaðinum.
MANNLÍFIÐ
Opnar kosninga-
skrifstofu
Í tilefni af framboði sínu í 2.-3. sæti í flokksvali Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi, sem fer
fram 16. og 17. nóvember, opnar
Ólafur Þór Ólafsson kosninga-
skrifstofu að Tjarnargötu 6 í
Sandgerði í sama húsi og Mamma
mía. Skrifstofan verður opnuð
fimmtudaginn 1. nóvember kl.
17:00 og eru stuðningsmenn
sem og þeir sem vilja kynna sér
framboðsmálin hjartanlega vel-
komnir.
VINsæL VILLI-
BráÐ Í LAVA
Villibráðarkvöld er orðinn fastur liður í upphafi vetrar
á veitingastaðnum Lava í Bláa
lóninu. Fjöldi gesta mætti í Lava
um síðustu helgi til að njóta fjöl-
breyttrar villibráðar en villibráð
verður einnig í boði á Lava næsta
laugardag.
Viktor Örn Andrésson, matreiðslu-
meistari Lava sagði þetta einn af
hápunktum ársins hjá hans fólki
í eldhúsinu og ljóst var að gestir
kunnu að meta kræsingarnar sem
lagðar voru á borð. „Við reynum
að koma á óvart á hverju ári og ég
held að okkur hafi tekist það,“ sagði
Viktor í stuttu spjalli við VF.
Tugir rétta voru á boðstólum, for-
réttir og aðalréttir, matur sem
meðal-Jóninn er ekki að borða dags
daglega. Bragðlaukarnir vakna var
heitið á matseðlinum og átti vel við
því þar mátti m.a. sjá grafna gæs,
reykta andabringu, hreindýracar-
paccio, svartfuglsbringur, hrefnu-
kjöt og míní hreindýrahamborgara
á forréttaborðinu. Í aðalréttum
var boðið upp á hægeldaða gæsa-
bringu með bláberja- og vodka-
sósu og hreindýrasteik, svo fátt eitt
sé nefnt auk ljúffengra eftirrétta.
Þá var boðið upp á vínsmökkun í
upphafi kvölds þar sem gestir gátu
smakkað þau vín sem voru í boði
á kvöldinu.
Ljósmyndari Víkurfrétta tók þessar
myndir á villibráðakvöldinu.
Nýverið tók til starfa í Reykjanesbæ snyrtistofan Car-isma en hún er í eigu Hafdísar Lúðvíksdóttur snyrti-
og förðunarfræðings.
Stofan er staðsett að Hafnargötu 57, nánar tiltekið í húsnæði
Flughótelsins. Stofan er björt og hlýleg og mjög vel staðsett, í
hjarta bæjarins með gott aðgengi og næg bílastæði.
Á stofunni er boðið upp á allar helstu snyrtimeðferðir og
verður lögð sérstök áhersla á íslenskar meðferðarvörur unnar
úr nærliggjandi náttúruauðlindum.
Boðið verður upp á 25% afslátt í fyrsta tíma af öllum með-
ferðum í nóvember, og 20% afslátt ef bókaður er annar tími.
Að sögn Hafdísar er ætlunin að byggja upp starfsemina smám
saman með lengri opnunartíma og fjölbreyttar meðferðir til
að koma til móts við bæjarbúa og gesti hótelsins.
n Snyrtistofan Carisma opnar í Kjarna
Björt og hlýleg snyrti-
stofa í hjarta bæjarins
Lífið
Björn og Þórður í smurstöð og hjólbarðaþjónustunni fögnuðu 30 ára starfsemi
fyrirtækisins með samstarfsfólki og mökum.
Þrír ættliðir í Hópsnesfjölskyldunni úr Grindavík, Eðvarð, Sigmar,
Otti og eiginkonur voru á villibráðarkvöldinu.
Þóra Tómasdóttir og Magnea Guðmundsdóttir.
Einar Hannesson
og Maddý Andrésdóttir.
Eva Dögg Sigurðardóttir
og Davíð Jónsson.
Aðalheiður Héðinsdóttir og Eiríkur Hilmarsson.
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir og Böðvar Jónsson.
Framvarðasveit Lava. F.v.: Magnús, Andrea, Viktor og Óli.
Vigdís Jóhannsdóttir auglýsingakona kíkti á sushi-ið.