Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 01.11.2012, Qupperneq 18
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 A lexandra Líf Briem er 16 stúlka úr Keflavík sem stundar nám við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Alexandra er á félagsfræðibraut en hana dreymir um að verða sálfræðingur í framtíðinni. Henni finnst FS spennandi skóli og segir félags- lífið vera alveg hreint æðislegt. Kynnist FS-ing vikunnar hér að neðan. Af hverju valdir þú FS? Spennandi skóli sem hefur margt upp á að bjóða og svo eru vinkonur mínar líka í honum. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er æðislegt! Alltaf eitthvað um að vera niðri í sal og einhverjir viðburðir sem henta öllum. Áhugamál? Vinirnir, fjölskyldan, bílar, föt og sumar. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Síðan ég var lítil þá hefur mig langað til þess að verða sálfræðingur og það er ennþá planið í dag. Svo dreymir mig um að flytja út og taka kannski háskólann í Danmörku. Ertu að vinna með skóla? Nei, eða alla vega ekki mikið, ég passa stundum. Mig sárvantar vinnu! Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég fer bara í ræktina en ég tók mér smá pásu og byrja aftur eftir áramót. Þegar að ég er komin með bílprófið, sem kemur í janúar, og stundataflan mín breytist því ég hef lítinn sem engan tíma fyrir ræktina á meðan að ég er alltaf búin svona seint í skólanum. Hvað borðar þú í morgunmat? Honey Nut Cheerios. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Úff, ég hef bara ekki hugmynd. Hvað fær þig til að hlæja? Góðir grínþættir eins og Two and a half man og The big bang theory. Svo eru kommentin hans pabba alltaf snilld, hann er rosalega fyndinn. Hvert fara FS-ingar í hádegismat? Ég er alla vega alltaf bara uppi í skóla. En veit um fólk sem fer t.d á Subway, KFC, Grillhornið og Réttinn. Eftirlætis: Sjónvarpsþættir 90210, Gossip girl, Bachelor(ette), Pretty little liars, Family guy, American dad, Jersey shore, Two and a half man og The big bang theory Kvikmynd House bunny Vefsíður Facebook og bleikt.is Skyndibiti á Suðurnesjum Villabar og Olsen Olsen Kennari Atli sögukennari og Sara enskukennari Fag Íslenska held ég, því það er svo auðvelt. Tónlistin Ég hlusta aðallega á HipHop, en ég fíla samt sem áður allskonar tónlist Tónlist sem þú fílar í laumi (guilty pleasure) Jet black Joe og Bítlarnir FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Garðar Ingi Guðmunds-son er í 10. bekk og er í Grunnskólanum í Sandgerði. Hann vill verða lögfræðingur í framtíðinni. Burrito er í uppáhaldi hjá honum, en bara ef hann eldar það. Hvað gerirðu eftir skóla? Heim að éta og beint í tölvuna. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti, tölvur og tölvuleikir og svo auðvitað the ladies. Uppáhalds fag í skólanum? Enska og íþróttir eru uppá- halds. En leiðinlegasta? Þjóðfélagsfræði er leiðinleg- ast. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Burrito en bara ef ég elda það! En drykkur? Aquarius er bestur. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Svo margir, en örugglega Ian McKellen (Gandalf úr Lord of the Rings). Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Galdrað, myndi bara galdra mönsa eins og enginn væri morgundagurinn. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Að verða lögfræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum? Haha ef maður horfir á inter- net frægðina þá er það Saral- ind. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Mamma verður alltaf merki- legust. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég held að það sé ekki við hæfi haha. Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Skater. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Skulum bara segja að ef ég væri epli, væri ég frekar stór- kostlegt epli. Besta Bíómynd? Allar Lord of the Rings myndirnar. Sjónvarpsþáttur? Friends, How I met your mother og The big bang theory eru bestu þættirnir. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Eminem verður alltaf uppáhald. Leikari? Liam Neeson eða Ian McKel- len eru uppáhalds leikararnir. Lið í ensku? Liverpool til' I die. Vefsíða? Engin, þoli ekki Facebook, Formspring eða Tumblr, samt er ég alltaf inni á þessu. Ég væri stórkostlegt epli n GARÐAR INGI GuÐmuNdssoN // UNG UmSjón: PÁLL oRRI PÁLSSon • PoP@VF.IS Pabbi er rosa- lega fyndinn Frægðarför hljómsveitarinnar Of Monsters And Men virðist engan endi ætla að taka en sveitin kom fram í spjallþætti Graham Norton í Bretlandi á dögunum. Spjallþátturinn er ansi vinsæll meðal Breta en ásamt hljóm- sveitinni komu fram herra Bond sjálfur, Daniel Craig auk leikkonunnar Judi Dench og spænska sjarmörsins Javier Bardem, en þau fara öll með aðalhlut- verk í nýjustu kvikmyndinni um James Bond, Skyfall. Of Monsters And Men fluttu smell sinn Little Talks í þættinum við góðar viðtökur en Daniel Craig hrósaði krökkunum fyrir góða plötu. „Þetta var frekar töff, ég er sjálfur mikill James Bond aðdáandi þannig að mér fannst ekkert rosalega leiðinlegt að taka í hendina á honum og Judi Dench,“ segir Keflvíkingurinn Brynjar Leifsson sem er gítarleikari hljómsveitarinnar. „Eftir þáttinn þegar var verið að taka af okkur hljóðnemana þá hrósaði Daniel okkur fyrir góða plötu en við spjölluðum ekkert sérstaklega við hina gestina. Bara þarna í sófanum en það var reyndar eitt- hvað af því klippt út,“ segir Brynjar. Mest- megnis hafi það bara verið kusteisishjal. Brynjar segir að Graham Norton sjálfur virki eins og hinn hressasti náungi en hann er fremur líflegur þáttastjórnandi. Of Monsters And Men taka þátt í Air- waives hátíðinni sem er í þann mund að hefjast en þau voru að koma úr löngu ferðalagi. „Síðustu þrjár vikur höfum við bara verið í sitthvoru horninu í fríi. Þar áður vorum við í þriggja mánaða tón- leikaferðalagi um heiminn þar sem við fórum um Ástralíu, Bandaríkin og end- uðum svo á ferðalagi um Evrópu í einn og hálfan mánuð.“ Það eru þó fleiri spennandi ferðalög á döfinni og sannkölluð heimsreisa fram- undan. Eftir airwaves er stutt frí og svo er ferðinni heitið til Ameríku í tónleikaferð í mánuð. Í byrjun næsta árs svo er búið að skipu- leggja tónleikaferðir þar sem krakkarnir ferðast til Japan, Ástralíu, Nýja Sjálands, Brasilíu og Chile. Svo er aftur haldið til Bandaríkjanna og Evrópu. Fyrir áhugasama þá spilar hljómsveitin í Hörpunni í kvöld, 1. nóvember og á morgun er það Hotel Marina sem hýsir sveitina á svokölluðum „Off venue“ tón- leikum. n James Bond er aðdáandi Of Monsters And Men MaNNLÍFIÐ

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.