Víkurfréttir - 01.11.2012, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 19
Meira í leiðinni
GERÐU BÍLINN KLÁRAN
FYRIR VETURINN
FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI OG FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA
WWW.DEKK.IS
Á DEKKJAHÓTELI N1
BÝÐST ÞÉR AÐ
GEYMA DEKKIN
GEGN VÆGUGJALDI
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1
REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT
SÍMI 440 1372
MANNLÍFIÐ
„Þetta var frekar töff, ég er sjálfur mikill James Bond aðdáandi þannig að mér fannst ekkert rosalega leiðinlegt að
taka í hendina á honum og Judi Dench,“ segir Keflvíkingurinn Brynjar Leifsson sem er gítarleikari hljómsveitarinnar.
Frægðarför hljómsveitarinnar Of Monsters And Men virðist engan endi ætla að taka en sveitin kom fram í spjall-
þætti Graham Norton í Bretlandi á dögunum. Spjallþátturinn er ansi vinsæll meðal Breta en ásamt hljómsveitinni
komu fram herra Bond sjálfur, Daniel Craig
Erró gefur málverk
til Reykjanesbæjar
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað við opnun sýningar Þor-bjargar Höskuldsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar sl. föstudag
að Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með meiru kvaddi sér hljóðs
og sagðist vera með kveðju frá Erró. Aðalsteinn hafði hitt Erró í
París sl. sumar og þá hefði Listasafn Reykjanesbæjar borist í tal.
Erró þótti nokkuð til um að komið væri listasafn á Reykjanesið en
Listasafn Reykjanesbæjar er eitt yngsta listasafn landsins og hefur
aðeins verið með starfsemi frá árinu 2003. Safnið sinnir þó öllum
tilskyldum safnaskyldum og hefur m.a. staðið fyrir á sjötta tug
sýninga. Sjá nánar á vef safnsins reykjanesbaer.is/listasafn.
Bæjarstjórinn, Árni Sigfússon tók á móti gjöfinni og bað Aðalstein fyrir
kveðjur Reyknesinga til Errós. Árni sagði m.a. í þakkarræðu sinni að
við gjöfina hefði safneign þessa eina listasafns Suðurnesjamanna aukist
að miklum mun og þá ekki síst í listrænum skilningi. Málverkið verður
til að byrja með til sýnis í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð
Reykjanesbæjar sem opin er alla virka daga frá kl. 12.00-17.00 og um
helgar frá kl. 13.00- 17.00.
007
Góð gjöf