Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Page 20

Víkurfréttir - 01.11.2012, Page 20
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 1. - 7. nóv. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 2. nóvember n.k. Léttur föstudagur kl. 14:00: Friðarliljur syngja og spila. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ www.vf.is OK GÆLUDÝRAFÓÐUR Gæðavara á góðu verði. Opið fram á kvöld alla daga. STAPAFELL - Hafnargötu 50. sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU 240m2 einbýli í Innri Njarðvík 240m2 einbýlishús 4 svefni herbergi 2 faldur bílskúr 3 ára gamalt hús, stórt eldhús sér bað inn af hjónaherbergi. Innri Njarðvík. Áhugasamir sendi fyrirspurnir á tfo.ice@ gmail.com ,Tryggvi. Vi n s a m l e g a s t t a k i d f r a m greiðslugetu, starf,fjölskyldu stærð og leigu tíma sem óskað er eftir. TIL SÖLU Whirlpool uppþvottarvél til sölu, einnig Zanussi þvottarvél. Uppl. í síma 661 3570 PARKETÞJÓNUsTA Parketslípun, lagnir, viðgerðir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is PÓSTKASSINN Að sen t ALMENNAR RAFLAGNIR Viðhald og breytingar á raflögnum Nýlagnir og endurnýjun raflagna Rafmagnstöflur Tölvu- og símalagnir Sjónvarpslagnir Dyrasímar Ekkert sem tilheyrir raflögnum og rafmagni er okkur óviðkomandi. Við leggjum áherslu á fagmannleg vinnubrögð og góða umgengni. Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið. Brekkustíg 16 - Reykjanesbæ - S: 612-5552, 611-5552 og 421-4426 Þegar gefið er í spili lífsins fá ekki allir fulla gjöf á hendi. Þannig var það í tilfelli Árna Jakobs Óskarssonar sem bjó við andlega fötlun allt sitt líf. Ég kynntist honum eins og mörgum öðrum félögum okkar hjóna í hópi fatlaðra einstaklinga á Suðurnesjum þegar við og fleiri lögðum þeim lið við aukin lífsgæði með því að standa fyrir Skötumessu í Garðinum. Í þeim hópi ríkir ósvikin gleði og mikil glaðværð og þar vann Árni sér virðingu vina og samstarfsfólks fyrir hæga og prúðmannlega framkomu. Hann var þó kapp- samur og glaðvær maður með stórt og mikið hjarta. Á mannamótum sat hann prúður og hljóður en fylgdist með. Aðeins álútur, hallaði höfðinu örlítið og hakan seig niður í bringu, hringlóttur undrunarsvipur færðist yfir munninn og barnsleg brosandi augun fylgdust með því sem fram fór. Takturinn sem hann sló í lífinu ekki sá sami og í nánasta umhverfi en samt hugsaði hann um það sem skiptir okkur mestu máli. Um fjöl- skylduna. Hann hafði kynnst því að góð fjölskylda var það mikilvægasta sem við eigum í lífinu. Ásar, kóngar og drottningar í spili lífsins voru ekki á hans hendi og hann spilaði því út sem skipti mestu máli. Hjartanu. Við fyrstu kynni spurði Árni hvort ég ætti konu. Og þegar ég hafði sagt honum frá Siggu spurði hann mig hvort við ættum börn. Já, fimm sagði ég. Þú ert ríkur sagði vinurinn þá. Þetta var auðurinn sem skipti mestu máli í hans huga, fjölskyldan, uppspretta hamingju og gleði lífsins. Þessarar spurningar spurði Árni alla sem hann hitti. Hann var svo innilegur og hlýr ein- staklingur. Þegar við hittumst þá færðist mikil gleði yfir hann allan og hlýjan sem fylgdi því að hann hallaði höfði sínu í vanga minn sagði allt um ósvikið hjartalag þessa góða manns. Í sumar mátti sjá að ekki var allt með felldu. Í árlegu ka- rókístuði og sumargrilli hjá okkur Siggu með nokkrum fötluðum vinum mátti sjá að glampinn í augunum var daufur. Það vantaði töluvert í baráttuandann þegar minnst var á uppáhaldsliðið hans Liverpool og nett skotin og sprellið sem ég var vanur að fá tvöfalt til baka voru ekki kröftug. Hann var þó í Livrpoolbolnum, húfunni og öllum græjum. Hann hafði komið á An- field með góðum vinum og hitt gamla stjörnu, David Fairclough, Super sub sem sagði þeim frá félaginu. Það sem sagt var skipti ekki máli, enda framandi og óþekkt. Það var upplifunin og andrúmsloftið, að vera á staðnum sem var málið. Árni hefur fundið það best þarna á Anfield að Liverpoollagið sagði svo mikið um hann og þá sem að honum stóðu og fylgdu honum þessa leið. You never walk alone. En hann gekk aldrei einn. Guðný systir hans sem einnig á við fötlun að stríða hefur að mestu hugsað ein um bróður sinn eftir andlát móður þeirra. Guðný er hetja lífsins og við gætum margt af þeim systkinum lært. Nú hefur verið stokkað upp hjá góðum vin og hann tekur til við nýtt spil þar sem rétt er gefið. Við vottum Guðnýju og fjölskyldu þeirra samúðar. Ásmundur Friðriksson Sigríður Magnúsdóttir Árni Jakob vinur okkar er fallinn frá. Árni var hús- vörðurinn okkar hér á Hæfingarstöðinni, hann vann sín störf af mikilli alúð og sá meðal annars um að vökva blómin og til þess að við vissum alltaf hvaða mánaðardagur væri. Eftir að fréttir komu af andláti hans settumst við niður og rifjuðum upp allar góðu minningarnar sem við eigum um Árna. Ekki er hægt að lýsa Árna í fáum orðum, vinir hans á Hæfingarstöðinni hafa margt um Árna að segja. Þau segja að hann hafi verið hress, skemmtilegur vinur, yndislega forvitinn, hann var bestur, yndislegur drengur, góður strákur, vinur vina sinna, fyndinn, og síðast en ekki síst að hann var vinur okkar og okkur þótti vænt um hann. Árni snerti líf okkar allra og smitaði umhverfi sitt með hlýju. Hann gekk hér um góðra drengja sið, Gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans Vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, Hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Minning um góðan dreng lifir. Elsku Guðný við sendum þér okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kær kveðja Þínir vinir á Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ Árni Jakob Óskarsson - minning Í umræðunni er oft dregin upp mjög slæm mynd af Ásbrú. Talað er um þjófnaði, eiturlyfja- notendur og almennt að allt það sem gerist uppi á Ásbrú sé slæmt, hverfið hafi tekið stóru stökki frá því sem áður var og sé nú hreint og beint helvíti að búa hér. Ég er fædd og uppalin í Keflavík og hef búið uppi á Ásbrú í eitt og hálft ár. Ég hef ekki orðið vör við það að hér sé meira um þjófnaði eða eitur- lyfjaneyslu heldur en annars staðar. Hlutunum er alls staðar stolið ef ekki er nógu vel passað upp á þá og þótt það sé vel passað upp á þá er þeim samt stolið. Síðustu vikur hefur verið brotist inn í fyrirtæki og tölvubúnaði stolið, olíu stolið af vinnuvélum og olíutunnum stolið ásamt kerru. Bíl- stuldur og innbrot í verkfæragám. Ekkert af þessu gerðist þó uppi á Ásbrú. Það gerast slæmir hlutir alls staðar ekki einungis uppi á Ásbrú og finnst mér óþarfi að verið sé að sverta hverfið með slæmu umtali. Hvergi sé ég talað um alla þá góðu hluti sem gerast hér. Við íbúar erum með síðu á Face- book, þar er talað um allt á milli heima og geima. Fólk leitar ráða hjá hvort öðru og biður um aðstoð. Ég persónulega hef aldrei áður búið í hverfi þar sem fólk er alltaf boðið og búið til að hjálpa, vantar ein- hverjum far í bæinn eða Bónus, þá setjum við það á vefinn og í flestum tilfellum getur einhver aðstoðað mann. Gleymdist eitthvað í búð- inni? Jú ekki málið, íbúi í blokk sem Okkur líður vel á Ásbrú ég hef aldrei stigið inn í áður er til í að redda mér. Vantar pössun allt í einu, ekki vandamálið það er alltaf einhver sem er til í að hjálpa þér. Ég hef meira að segja séð fólk, bæði fullorðna og börn, fara út að leita að týndum dýrum svo ekki fari illa fyrir þeim eða af því eigendur hafa sjálfir ekki tök á því að fara út að leita. Þessir hlutir eru aðeins brot af því sem íbúar Ásbrúar telja vera sjálf- sagðan hlut. Við búum í góðu sam- félagi þar sem náungakærleikurinn nær að skína í gegn og er það hluti af því af hverju mér líður svo vel hérna. Hér er fullt af heiðarlegu og góðu fólki þó það geti leynst einn og einn svartur sauður á milli en það leynast alls staðar svartir sauðir og er Ásbrú ekki undantekningin á því. Við skulum ekki sverta heilt hverfi bara af því að þar gerast glæpirnir eins og alls staðar annars staðar, við skulum reyna að sjá það góða við hverfið og kærleikann sem ríkir á milli íbúa, sem eru alltaf til taks fyrir hvorn annan sem gerir það að verkum að hér er frábært að búa. Fyrir hönd margra ánægðra íbúa Ásbrúar, Ólöf Ögn Ólafsdóttir. Ég persónulega hef aldrei áður búið í hverfi þar sem fólk er alltaf boðið og búið til að hjálpa, vantar einhverjum far í bæinn eða Bónus, þá setjum við það á vefinn og í flestum tilfellum getur einhver aðstoðað mann. Gleymdist eitthvað í búðinni? Jú ekki málið, íbúi í blokk sem ég hef aldrei stigið inn í áður er til í að redda mér. UngmennaþjónUsta Hss Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur farið af stað með nýja þjónustu innan heilsugæslunnar sem miðar að því að ná til og þjónusta ungmenni á Suðurnesjum á aldrinum 16-25 ára. Þjónustan er hugsuð þannig að ungmennin geta sent tölvupóst á netfangið ungmenni@hss.is með þeim spurningum, vangaveltum og vandamálum sem á þeim brenna og fengið svar frá hjúkrunar- fræðingi innan 48 klukkustunda. Ljóst er að þessi aldurshópur er ekki nægilega vel upplýstur um þau úrræði sem í boði eru í samfélaginu og því er þetta liður í því að koma til móts við þau á þann hátt að þau geti fengið faglegar leiðbeiningar og/eða stýringu inn í viðeigandi úrræði og lausn á sínum vandamálum eða fyrirspurnum. Við undirbúning þjónustunnar var gerð lítil rannsókn og kom þar bersýnilega í ljós að unga fólkið er að glíma við margþætt vandamál eins og sálfélagsleg-, kynferðisleg-, líkamleg- og neyslutengd vanda- mál. Einnig sýndu niðurstöðurnar að ungmennin töldu þörf á aukinni þjónustu hér á svæðinu og voru almennt mjög jákvæð fyrir því að leita eftir þjónustu hjúkrunarfræðinga í formi tölvupósta.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.