Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Síða 22

Víkurfréttir - 01.11.2012, Síða 22
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 SPORTIÐ Stu tta r Á KONUKVÖLDINU Í NETTÓ KROSSMÓA VERÐUR 25% AFSLÁTTUR AF ÞESSUM VÖRUM Hressandi og bragðgóðir lífrænir teorkudrykkir. Þeir innihalda allir te, ginseng, acai og ávaxtasafa. Bragðtegundirnar eru þrjár; Grænt te og granatepli, Svart te og ferskjusafi og Hvítt te og kirsuber Mojito og Pina Colada kokteilar. Einstaklega góðar og hollar lífrænar hrískökur og maískökur frá lima Himneskt Belgískt konfekt Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Magnúsdóttur, Pósthússtræti 1, Keflavík Arnoddur Tyrfingsson, Arnheiður Magnúsdóttir, Jóhann Þór Hopkins, Elísabet Arnoddsdóttir, Magnús Ársælsson, Erla Arnoddsdóttir, Vilhjálmur Ingvarsson, Jón Ármann Arnoddsson, Svanhildur Leifsdóttir, Eva Lind Jóhannsdóttir, Unnar Bjartmarsson, börn og barnabörn Við nemendur og kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja erum að taka þátt í verkefni á vegum Landlæknisembættisins sem nefn- ist Heilsueflandi framhaldsskóli. Tilgangurinn með verkefninu er að skólar myndi sér heildarstefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum. Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. FS byrjaði í þessu verkefni haustið 2011. Þá var næringin sérstaklega tekin fyrir. Það var gert m.a. með því að breyta fæðuúrvali í mötuneytinu og minnka unnar vörur til endursölu. Núna er ár hreyfingarinnar. Við fylgjum því eftir með margvíslegum viðburðum sem tengist hreyfingu og fjöldahreyfingu fyrir nemendur og starfsfólk. Nú nýlega tókum við þátt í keppni á milli framhalds- skólanna sem nefnist Lífshlaupið. Keppnin fólst í því að nemendur og starfsfólk skráði sína hreyfingu inn á www.lifshlaupid.is og saman kepptum við, við aðra framhaldsskóla. Keppt var um meðal dagafjölda per nemenda. Við náðum upp mikilli keppni innanhúss með því að skipta nemendum og starfsfólki í lið. Liðin voru þannig skipuð að hvert sveitarfélag var með sitt lið og hvert svið innan skólans fyrir starfsmenn og kennara var með sitt lið. Hvert og eitt lið var síðan með sína liðsstjóra sem hvatti fólk til hreyfingar og jafnframt að skrá hana inn í keppnina. FS-ingar háðu mikla keppni við Verzlunarskóla Ís- lands og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Mikill rígur og samanburður er hjá nemendum í FS við VÍ. Við erum sífellt að bera okkur saman við þá hvað varðar félags- lífið og stemmingu innan skólans. Þessi rígur hvatti okkur til að gera enn betur í hreyfingu og skráningu í keppninni. Liðin skiptust á að hafa forystu, en svo fór að lokum að FS stóð uppi sem sigurvegari í Lífs- hlaupinu 2012! Þetta er bara rétt byrjunin og ætlum við okkur að halda áfram að auka hreyfingu meðal nemenda og starfsfólks FS. Vill stjórn NFS þakka öllum þeim nemendum og starfsfólki sem tóku þátt í þessu verkefnin kærlega fyrir. Ísak Ernir Kristinsson. Formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. SPIlakvöld vIRkjunaR Þann 8. nóvember verður haldið spilakvöld Virkjunar og mun allur ágóði kvöldsins renna til styrktar hópastarfi Virkj- unar. Spiluð verður félagsvist. Stór- glæsilegir og fjölbreyttir vinningar í boði. Spilaspjaldið kostar 500 kr. og allir eru velkomnir. Spila- kvöldið sem hefst kl. 20:00 verður haldið í húsnæði Virkjunar, Flug- vallarbraut 740. Spilað verður til kl. 22:00. Virkjun vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fyrirtækja sem styrkja Virkjun með vinn- ingum fyrir spilakvöldið. - Sjá nánar á vf.is FS sigurvegari í Lífshlaupinu 2012 Bragi hættir með Grindavíkurstúlkur Bragi Hinrik Magnússon hefur sagt upp störfum sem þjálfari Grindavíkur í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik. Bragi tók við liðinu fyrir leik- tíðina en illa hefur gengið í upphafi leiktíðar og því hefur Bragi ákveðið að stíga til hliðar. Hann vildi þó ekki tilgreina nánar ástæðu uppsagnar sinnar. Ellert Magnússon stýrði liði Grindavíkur í leik gegn Fjölni á útivelli í gærkvöldi. Liðið var á botni deildarinnar án stiga eftir fimm leiki. Grindavík eru nýliðar í deildinni á þessu ári eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni í vor. njarðvík sendir Belin heim Körfuknattleiksdeild UMFN hefur sagt upp samningi við Jeron Belin sem hefur leikið með karlaliði félagsins það sem af er hausti og hefur hann leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Belin þótti ekki standa undir stóð væntingum og því töldu þjálfarar og stjórn það liðinu fyrir bestu að slíta samstarfinu. Það liggur því fyrir að UMFN mun tefla fram einum Bandaríkjamanni á næstunni en von stendur til að nýr leikmaður verði kynntur til sögunnar á næstu dögum. Njarð- vík er í 9.-11. sæti með 2 stig eftir fjóra leiki í Dominos-deildinni. Williamson fer frá Grindavík Skoski miðjumaðurinn Iain Williamson mun ekki leika áfram með Grindvíkingum næsta sumar. Williamson kom til Grindvíkinga frá Raith Rovers um mitt sumar og skoraði tvö mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni. Nú er hins vegar ljóst að Williamson mun ekki leika áfram með Grindavík en hann náði ekki samningum við félagið. Williams þótti með betri leikmönnum liðsins eftir að hann kom um mitt sumar og því er missir af leikmann- inum fyrir Grindvíkinga. Dregið gæti til tíðinda úr her- búðum Grindvíkinga í næstu viku en þá kemur í ljós hver mun stýra liði Grindavíkur á næstu leiktíð. Ólíklegt þykir að Guð- jón Þórðarson stýri liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð en liðið féll úr Pepsi-deildinni í sumar. Milan Stefán Jankovic er talinn líklegasti eftirmaður hans. Karlalið Keflavíkur í körfu-knattleik er að rétta úr kútnum eftir dapra byrjun á keppnistímabilinu. Síðastliðið mánudagskvöld lögðu þeir granna sína og Íslandsmeistara Grinda- víkur í Lengjubikarnum í Toyota- höllinni. Lokaúrslit urðu 99-91 í spennandi leik. Darrel Lewis var stighæstur hjá Keflavík með 25 stig en Sammy Zeglinski lék best hjá Grindavík með 20 stig. Keflavík er í efsta sæti A-riðils með 6 stig eftir fjóra leiki en Grinda- vík með fjögur stig eftir þrjá leiki. Njarðvík tapaði á sunnudag fyrir Þór Þorlákshöfn, 76-84, á heima- velli. Njarðvík er með 2 stig eftir þrjá leiki í D-riðli. Öll Suðurnesjaliðin þrjú verða svo í eldlínunni í kvöld þegar fimmta umferð Dominos-deildar karla hefst. Keflavík tekur á móti Fjölni í Toyota-höllinni, Njarðvík mætir Stjörnunni í Ljónagryfjunni og Grindavík fer í heimsókn í Selja- skóla og mætir ÍR. Heil umferð var í Dominos-deild kvenna í gær en Víkurfréttir var farið í prentun áður en úrslit úr leikjunum voru ljós. Umfjöllun um leikina má finna á vefsíðu Víkurfrétta, vf.is. keflavík kOmnIR í GanG OG löGÐu íS- landSmeISTaRana Herrakvöld GS Hið árlega Herrakvöld Golf-klúbbs Suðurnesja verður haldið föstudaginn 9. nóvember nk. í golfskálanum í Leiru. Gunnar Páll Rúnarsson mun reiða fram hið margrómaða sjávarrétta- hlaðborð. Happdrætti með glæsi- legum vinningum og uppboð verða á sínum stað auk skemmtiatriða. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00. Hægt er að panta miða í síma 846-0666 eða á gs@gs.is. Miðaverð er kr. 4.900. Það er alltaf mikið fjör á herrakvöldum GS.Keflvíkingar unnu sinn fyrsta deildarsigur í körfuknattleiknum á þessu hausti þegar þeir mætti Ísfirðingum fyrir vestan. Keflvíkingar gleymdu búningum sínum heima og urðu að spila í varabúningum Ísfirðinga. Ljósmynd: Bæjarins besta, bb.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.