Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Page 23

Víkurfréttir - 01.11.2012, Page 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 23 20% afsláttur af Ray•Ban sólgleraugum til 15. nóvember Kauptu jólagjöfina tímanlega! Handknattleiksfélag Reykja-nesbæjar er í talsverðri sókn um þessar mundir. Um 80 krakkar æfa íþróttina í yngri flokkum félagsins. HKR var stofnað í kjölfar frábærs árangurs íslenska landsliðsins á Ólympíu- leikunum árið 2008 þar sem liðið varð í öðru sæti. Nú fjórum árum síðar er kominn góður grunnur á barna- og unglingastarfi félags- ins. Einar Sigurpálsson, formaður HKR, segir framtíð handboltans í Reykjanesbæ bjarta. „Það er svolítið skrýtið hvað hand- bolti er stundaður á fáum stöðum á landinu miðað við vinsældir lands- liðsins hjá íslensku þjóðinni. Þetta er þó aðeins að breytast til hins betra. Þetta gengur vel hjá okkur og við einblínum á barna- og ung- lingastarfið. Við erum með um 80 iðkendur frá 4. flokki og niður í 8. flokk. Við voru stórhuga þegar við stofnuðum deildina og stefndum að því að eignast lið í efstu deild karla eftir tíu ár. Það eru ennþá sex ár til stefnu þannig að markmiðið er það sama. Það eiga margir góðir handboltamenn eftir að koma upp í meistaraflokk eftir örfá ár,“ segir Einar. Handboltinn keppir um iðkendur við mjög rótgrónar íþróttir líkt og knattspyrnu og körfuknattleik. Þó samkeppnin um unga íþróttamenn í Reykjanesbæ sé mikil þá telur Einar að það sé eftirspurn fyrir handbolta í bænum. „Já, það er ekki spurning. Við finnum alltaf fyrir auknum áhuga þegar lands- liðinu gengur vel. Reykjanesbær er stórt svæði og hér eiga að geta þrifist fleiri íþróttagreinar ef að íþróttafélögin vinna betur saman. Handboltinn hefur nú verið hér í nokkur ár og er að festa sig í sessi. Það er frítt að æfa handbolta fyrir yngstu krakkana, 6.-8. flokk, og við hvetjum auðvitað alla til að prófa. Okkur hefur ekki gengið nógu vel að fá stelpur í handbolta en það eru nokkrar ungar stelpur í yngsta aldursflokknum og vonandi fjölgar þeim hratt.“ Einn af stofnendum deildarinnar, Guðmundur Kristinn Steinsson, lést í sjóslysi árið 2010. Stofnaður var minningarsjóður í kjölfarið og hefur sjóðurinn verið notaður til að niðurgreiða æfingagjöld fyrir yngstu iðkendur HKR. Þeir sem vilja kynna sér HKR betur er bent á heimasíðu félagsins, www.hkr.is. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut, í Heiðarskóla og einnig í Myllubakkaskóla. Keflavík mun þjófstarta þorr-anum á nýjan leik með flott- asta þorrablóti bæjarins þann 12. janúar 2013 en í fyrri tíð, fyrir árið 1700, þegar notast var við júlískt tímatal kennt við Júlíus Caesar, hófst þorri einmitt 9. til 15. janúar. Á boðstólum verður ljúffengur og vandaður þjóðlegur matur og drykkir ásamt glæsilegri dagskrá. Dagskrá: Veislustjóri: Jón Björn Ólafsson en hann sló svo rækilega í gegn í fyrra að ekki þótti annað hægt en að gefa honum sviðið á nýjan leik. Rúna Júl syrpa með Memfismafí- unni: Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson munu leiða Memfismafíuna í Rúna Júl syrpu sem frumflutt verður á Þorra- blóti Keflavíkur og enginn ætti að missa af. Keflavíkurannáll: Þetta árið verður annállinn fluttur á videóformi en stiklað verður á stóru í bæjar- og íþróttalífi Keflavíkur fyrir árið 2012 með beittum og kómískum hætti. Baggalútur: Hin þjóðþekkta hljóm- sveit Baggalútur mun taka við kefl- inu að borðhaldi loknu og spila sín vinsælustu lög. Alli „diskó“: Kvöldið mun svo enda með alvöru 80´s skífuþeytingum að hætti Alla „diskó“ í bland við þekkt 90´s lög og íslenskar perlur. Þorrablótið Keflavíkur 2012 þótti frábær skemmtun en 2013 mun slá því við! Ljóst er að færri munu komast að en vilja og því ráðlagt að þú bíðir ekki boðanna og tryggir þér miða! Til að nálgast miða og/eða til að bóka miða og borð fyrir hópa má hafa samband við Sævar Sævars- son í síma 869-1926 og Davíð Þór Jónsson í síma 869-6151. Einnig er hægt að senda tölvupóst á saevar@ keflavik.is eða dj@borgun.is. Keflvíkingar þjófstarta þorra Lið í efstu deild eftir sex ár Handknattleiksfélag ReykjanesbæjaR stefniR HÁtt

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.