Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.03.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 01.03.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 1. Mars 2012 Dustin Lee Post, Stefán Jón Friðriksson, Kristín Hrönn Ragnarsdóttir, John R. Brantley, Benóný Haraldsson, Vilborg Jóhannesdóttir, Friðrik Friðriksson, systkini hinnar látnu og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, dóttir, barnsmóðir og systir, Ragnheiður Kristín Benónýsdóttir, (Heiða) Heiðarhvammi 4f, 230 Keflavík, varð bráðkvödd að heimili sínu þann 10. febrúar síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey. Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 6. mars 2012 kl. 17:00-19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Reykjanesbær bauð fulltrúum félaga, klúbba og samtaka til kaffisamsætis sl. fimmtudag í listasafni Duus, í tilefni góð- gerðardaga skátanna. Í ræðu sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri hélt sagði hann starf „þriðja geirans“ en svo er félagsstarf jafnan kallað, væri gríðarlega mikilvægt í hverju bæjarfélagi. „Hér í Reykjanesbæ er öflugt starf unnið í fjölbreyttu félagsstarfi en einnig meðal ein- staklinga. Fyrir það ber að þakka enda er það ómetanlegt,“ sagði Árni. Fjölmargir mættu í samsætið og nutu veitinga og tónlistaratriða frá Tónlistarskólanum í Reykjanesbæ. Björk Gunnarsdóttir, þverflaut- unemandi og Ísak Daði Ingvason, klarinettnemandi léku fyrir gesti og Geirþrúður F. Bogadóttir lék með Ísak á hljómborð. Laugardaginn 25. febrúar sl. var í 8. sinn haldinn Dagur um málefni fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Boðið var uppá ávörp og áhugaverð erindi. M.a. flutti Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur erindi um mál- og talörvun barna, en hún hefur gefið út námsefnið „lærum og leikum með hljóðin“. Auk þess að nýtast vel í skólum, þá er námsefnið tilvalið tæki til að hjálpa foreldrum að örva mál- og tal ungra barna sinna í leik og at- höfnum daglegs lífs. Einn er sá liður sem skipar orðið fastann sess á þessum degi, en það eru viðurkenningar til fyrirtækja og stofnanna sem þykja af starf- mönnum þeirra skara fram úr varðandi jákvætt viðmót í garð fjöl- skyldunnar og samræmingu fjöl- skyldulífs og atvinnuþátttöku. Eftirtaldir vinnustaðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar: Keflavíkurkirkja Verkfræðistofa Suðurnesja Leikskólinn Heiðarsel Alls hafa nú 25 vinnustaðir hlotið viðurkenningu sem fjölskylduvænt fyrirtæki og/eða stofnun. Á þessum degi er einnig boðið uppá barnapössun og fengu börnin óvænta heimsókn þegar Íþrótta- álfurinn kom í heimsókn. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og um leið óska þeim vinnustöðum sem hlutu viðurkenningar til ham- ingju. Sjáumst að ári. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri ›› Dagur um málefni fjölskyldunnar í Reykjanesbæ: ›› Reykjanesbær: Tuttugu og fimm vinnustaðir hlotið viðurkenningu sem fjölskylduvænir Ómetanlegt sjálboðaliða- og félagsstarf í Reykjanesbæ Vertu í góðu sambandi við Víkurfréttir! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.