Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.2013, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.11.2013, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR6 -ritstjórnarbréf vf.is Heima á ný „Knús kaffi? Það er þar sem Dropinn var!“ Svona setningar eru ekki óalgengar þegar mér er vísað veginn til þess að sækja fréttaefni og hitta viðmælendur þessa dagana. Enda eru nítj- án ár síðan ég flutti úr Njarðvíkurhverfi Reykja- nesbæjar (sem var þá nýsameinað sveitarfélag) til höfuðborgarsvæðisins. Glöggt er gests augað, stendur einhvers staðar. Sjálfsagt er sitthvað til í því. Vonandi munu styrkleikar þess að ég hef fylgst með Suður- nesjum úr fjarlægð, með viðkomu reyndar mörgum sinnum á ári til ætt- ingja og vina sem búa hér, koma að gagni við að vekja athygli á því sem íbúar gætu mögulega verið orðnir samdauna. Og vonandi mun menntun, þroski og reynsla fyrrum unglingsdömunnar úr Njarðvík hjálpa eitthvað til líka. Frá því að ég hóf störf hjá Víkurfréttum hef ég vart haft undan að heilsa, veifa og faðma að mér gamla vini og vinnufélaga. Ég komst líka að því hversu öflugt tengslanet hægt er að mynda með því að hafa starfað, numið og búið víða. Eins að hafa í tímans rás haldið góðu sambandi við marga Suðurnesjamenn með hjálp alnetsins. Eins og útvarpsmaðurinn Guð- finnur Sigurvinsson sagði um sjálfan sig í síðasta tölublaði, þá mótaðist ég af lífinu og fólkinu hér; af sigrum og mistökum - a.m.k. frá þriggja til 22 ára aldurs. Mér þykir afar vænt um Suðurnesin og hlakka á hverjum morgni til að koma hingað frá Hafnarfirði og setja mig inn í mannlífið á ný. Hér býr hlýtt og duglegt fólk sem á hverjum degi stendur sína plikt og leggur grunn að velferð næstu kynslóða. Hér gerist einnig margt jákvætt og uppbyggjandi sem alltaf er hægt að vekja meiri athygli á. Ég skal gera mitt besta. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Olga Björt Þórðardóttir skrifar -mundi -instagram #vikurfrettir Ljósmyndari: Ívarsson_7 Og þið hélduð að ég væri löngu kominn á Hrafnistu. Nei, Mundi er mættur aftur í Víkurfréttir. SÍMI 421 0000 Leikskólanum Tjarnaseli barst í haust góður liðs-auki þegar Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri í Heiðarskóla, gerðist sjálfboðaliði þar í lestrar- og skriftarkennslu. Gunnar Þór er mikill áhugamaður um skrift og kenndi lengi vel skrift á grunnskólastigi og á að baki 40 ára feril sem kenn- ari og skólastjóri. Þróunarverkefnið Lestrar- og skriftarhvetjandi umhverfi í leikskóla, sem hófst í Tjarnarseli fyrir 10 árum hefur það meðal annars að markmiði að sporna við þörfum fyrir sérkennslu í grunnskólum. Víða í grunnskólum á Suðurnesjum hefur fyrrum starfsfólk verið fengið til að sinna lestrarstuðningi og þannig nýtt áfram dýrmæta þekkingu og reynslu. Blaðamaður fylgdist með afar lif- andi kennslustund hjá Gunnari Þór sem hélt auðveldlega athygli allra barnanna með kennsluaðferðum sínum; lá á maganum á gólfinu og skreið á milli nemenda til að aðstoða þau og hvetja. Ekki einfalt mál að læra skrift Gunnar Þór segist hafa fylgst vel með starfi leikskólans og eiginkonu sinnar, leikskólastjórans Ingu Maríu Ing- varsdóttur. „Hún hefur oft haft á orði við mig, hvort ég gæti ekki útbúið skriftarverkefni fyrir leikskólann. Eftir að ég lauk störfum í Heiðarskóla, greip ég tæki- færið og ákvað ég að sjá hvort ég gæti ekki gert eitt- hvað í þeim málum. Þá má geta þess að barnabörnin mín hafa verið nemendur hér í Tjarnarseli og komið nánast læs út úr skólanum og gengið í framhaldi af því mjög vel að lesa í grunnskóla,“ segir hann stoltur og tekur sérstaklega fram að hið góða starf sem á sér stað í Tjarnarseli og þau þróunarverkefni sem þar eru unnin, hafi skilað góðum árangri. „Ég er rétt byrjaður að prófa mig áfram í samstarfi við börnin, hvernig best er að gera þetta. Það er ekki einfalt mál að læra að skrifa. Ég fylgist með hvað þau geta og hvernig þau vinna.“ Hann segir vissa kúnst að draga til stafs og í leikskóla sé það því mikið tengt leikjum. Farið sé í vettvangsferðir og stafirnir tengdir við það sem beri fyrir í umhverfinu. Börnunum sé einnig leyft hverju og einu að uppgötva sjálft sig og gera allt á sínum hraða og forsendum. „Börn eru komin mislangt af stað í færni, hreyfigetu og fínhreyfingum,“ segir Gunnar Þór. Börnin fljót að grípa og tengja Þá segir hann mest gefandi að vera með krökkunum og kennurunum. Heilmikil hugmyndavinna eigi sér stað með þeim og ýmsar leiðir prófaðar. Honum finnst mikilvægt að leikskólar haldi sínum venjum og vinnu og hann sé ekki kominn til að breyta leikskóla í grunnskóla. „Ég er ekki aðalmaðurinn í þessu starfi leikskólans og þetta er fjórði tíminn sem ég stýri í lestrar- og skriftarkennslunni. Gleðin og ánægjan sem skín úr andliti barnanna og hversu móttækileg þau eru, er eftir- tektarverð,“ segir Gunnar Þór. Einnig sé alltaf gefandi að sjá árangur erfiðis- ins og hversu fljótt þau grípa og tengja við það sem kennt sé. Krakkarnir leiti að stöfum í götunöfnum, skiltum og nöfnum á verslunum og fyrir- tækjum. Ótrúlegar breytingar megi sjá á stuttum tíma. „Kennslan tengist í raun öllu starfi sem hér fer fram, inni á deildum, í samræðum við börnin, sögustundum og vali. Öll menning í skólanum er meira og minna íslenskukennsla.“ Bætir örlítið kynjahlutfallið Gunnar Þór segir að í raun komi honum fátt á óvart í starfinu. Starfsfólkið hafi gert svo góða hluti og sé svo opið og orkumikið eins og börnin. Hann geti kannski mögulega komið með einhverja nýja sýn inn í starfið með sínu framlagi. Einnig séu of fáir karlmenn sem starfi í leikskólum og grunnskólum á Íslandi og gott að geta aðeins bætt úr því. Spurður um hvort hann sjái sig fyrir sér að sinna þessu á næstu árum segist Gunn- ar Þór munu sjá til. „Gamli skólinn, Heiðarskóli, togar líka í mig og það getur vel verið að ég geti gert eitthvað gagn þar líka í framtíðinni.“ n Fyrrverandi skólastjóri kennir skrift í leikskóla: Rétt byrjaður að prófa mig áfram Góður liðsauki! Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skólastjóri í Heiðar-skóla, gerðist sjálfboðaliði í lestrar- og skriftarkennslu. - með leikskólabörnunum, segir Gunnar Þór Jónsson Það er ekki einfalt mál að læra að skrifa. Texti og mynd: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.