Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.2013, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.11.2013, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 • VÍKURFRÉTTIR14 -póstkassinn pósturu vf@vf.is Að undanförnu h a f a v e r i ð í gangi umræður um rekstur nýs hjúkr- unarheimilis á Nes- völlum. Við íbúar hér Suðurnesjum höfum orðið vitni að hörðum deilum milli kjörinna bæjarfulltrúa sveitarfélaga hér á svæðinu þar sem tekist er á um af- drif hjúkrunarheimilisins Garðv- angs. Fyrir mig sem leikmann er erfitt að móta sér skoðun á þessu, en það eru samt sem áður nokkur atriði sem ég hef verið að velta vöngum yfir og mér finnst skipta máli. Þessi málaflokkur er auðvitað okkur öllum mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul, því að öll viljum við fá að verða gömul og fá að njóta þeirrar þjónustu sem öldruðum einstaklingum er boðið upp á hvæ- nær svo sem það verður. Það sem vekur athygli mína er að bæjarráð Reykjanesbæjar virðist vera sammála um að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur hjúkrunar- heimilis á Nesvöllum. Garðvangi skuli lokað og öllum starfsmönnum sem unnið hafa hjá DS verði sagt upp. Væntanlega og vonandi fær stærstur hlut i þeirra vinnu hjá nýjum rekstraraðila en það er ekkert sjálf- gefið. Líklegt er að þetta verði niðurstaðan, ráði þessir bæjarfulltrúar algjörlega för en mér þætti rétt að staldra aðeins við og ígrunda nokkur atriði. Aðrir möguleikar? Mér finnst nefnilega, miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið, að það liggi nefnilega ekkert í augum uppi að rétt sé að færa ábyrgð og yfir- stjórn öldrunarmála burt af svæðinu. Erum við ekki fær um að ráða við þennan málaflokk sjálf? DS hefur í áratugi séð um þennan málaflokk og að þeim rekstri hafa komið fulltrúar úr flestum byggðar- lögum hér af Suðurnesjum. Ég fæ ekki séð að því þurfi endilega að breyta. Af hverju heldur DS ekki bara áfram að sinna þessum málaflokki hér eftir sem hingað til, með þvi starfsfólki sem við höfum getað treyst fyrir verkinu fram að þessu? Er í raun einhver þörf á breytingu? En ef að það er nauðsynlegt að færa reksturinn til annars aðila, þá hefði mér fundist að fyrsti kostur væri sá að fela HSS þennan rekstur í ljósi þess að HSS sinnir slíkum rekstri á svæðinu nú þegar og hefur gert í ára- tugi. Mér finnst einhvern veginn að í slíkum samrekstri ætti að felast aug- ljóst hagræði þar sem að HSS er að sinna þjónustu við aldraða á ýmsum sviðum hér á svæðinu og það eitt ætti að styrkja málaflokkinn, hjúkrunar- heimilið og einnig HSS sem ekki er vanþörf á að styrkja. Ég las það einhvers staðar að HSS hefði sett fram ófrávíkjanleg skilyrði fyrir því að taka yfir rekstur hjúkr- unarheimilisins en þau skilyrði hafa ekki komið fram. Flýtum okkur hægt Ég tel í ljósi ofangreindra atriða að það sé rétt að flýta sér hægt í þessu máli. Hver sem niðurstaðan verður þá á hún að byggja á fleiru en krónum og aurum. Það þarf að taka tillit til svæðisins í heild og það þarf að styrkja þá þjónustu sem nú þegar er fyrir hendi og varðar þennan mála- flokk. Ég hef ekkert út á rekstur Hrafnistu að setja, en ég vil leyfa mér að spyrja hvort að við viljum breyta Suður- nesjum í útibúasamfélag þar sem hlutunum er stjórnað af öðrum en okkur sjálfum? Guðbrandur Einarsson n Guðbrandur Einarsson skrifar: Yfirstjórn öldrunarmála - hvar á hún að vera? Nú er loksins að koma að þeim tímamótum að við getum boðið okkar e l dri íbúum s em þurfa á hjúkrunar- heimili að halda upp á bestu aðstæður á landinu bæði í þjónustu og hús- næði. Það er með tilkomu hjúkr- unarheimilis að Nesvöllum sem verður opnað í mars n.k. Val um þann sem sér um reksturinn skiptir miklu máli, því þetta er mjög sérhæfð þjónusta í dag. Valið á sér góðan aðdraganda: Á þessu ári ári höfum við rætt við fjóra aðila sem reka í dag eða vilja reka hjúkrunarheimili. Eftir þá frum- skoðun, ákváðum við að skoða frek- ara val á milli Hrafnistu og HSS. Við settum því af stað valnefnd þar sem fulltrúar allra flokka í bæjar- stjórn áttu sæti, þ.e. úr Framsókn, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þau skyldu meta HSS og Hrafnistu. Bæði valnefnd og bæjarráð ein- róma sammála Eftir vandaða skoðun á valkost- unum, var það einróma niðurstaða valnefndarinnar að á milli tveggja góðra kosta bæri að velja Hrafnistu sem hefur yfir 70 ára reynslu og sér- hæfingu í að reka hjúkrunarheimili. Í framhaldinu var einnig samþykkt samhljóða í bæjarráði að ræða við Hrafnistu, en í bæjarráði sitja full- trúar Framsóknar, Sjálfstæðis og Samfylkingar. Formlegar samninga- viðræður við Hrafnistu hafa staðið frá því í sumar og ég fullyrði að þar hefur verið mjög vandað til verks. Hrafnista hefur hæsta gæðamatið Niðurstaðan var svona skýr vegna þess að Hrafnista „sérhæfir“ sig í rekstri hjúkrunarheimila og öll þeirra svör gáfu það afar skýrt til kynna að þau kunna þetta fag 100%. Rekstur hjúkrunarheimila Hrafnistu í þremur bæjarfélögum hefur gengið mjög vel og í góðu samstarfi við sveitarfélögin. Í Kópavogi rekur Hrafnista heim- ili eftir nýrri hugmyndafræði sem leggur áherslu á mjög heimilislegt umhverfi. „Lev og bo“ er hún kölluð og það mun Hrafnista innleiða hér. RAI mat er opinbert mat, notað til að meta heilsufar og velferð til að tryggja hámarksgæði á hjúkrunar- heimili. Hrafnistuheimilin eru í hópi hjúkrunarheimila sem fá hæsta niðurstöðu úr þessu mati og mun hærri en matið gefur t.d. DS heimil- unum hér á Suðurnesjum. Hrafnista hefur metnað og þekkingu til að gera Nesvelli að því hjúkrunarheimili sem aðrir horfa til þegar þeir setja sér markmið í starfi hjúkrunarheimila. Hugtakið hjúkrunar „heimili“ er mikilvægt Mesta breytingin sem er að verða á skipulagi hjúkrunarheimila er að þau eru nú mun betur útbúin sem raunveruleg heimili fólks, allir í ein- býlum og setustofur frammi með eld- húsaðstöðu fyrir 10 íbúa einingar. Þar er fólk ekki að útskrifast eins og á sjúkrahúsi til að fara heim. Það á heima þarna. Því hefur þróunin verið sú að reyna að færa heimilin frá sjúkrahúsaumhverfinu, þó aldrei á kostnað gæða umönnunar, hjúkrunar eða heilbrigðisþátta. Lögð er áhersla á litlar heimilislegar einingar með 9-11 íbúum sem starfa svo saman eins og gert verður á Nesvöllum. Við teljum okkur því hafa valið „bestu þjónustu fyrir aldraða á nýjasta hjúkrunar- heimili landsins í Reykjanesbæ“. Starfsfólk og þjónusta EN… við stöldruðum ekki bara við spurningar um bestu þjónustuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf sérfræðinga til að inn- leiða „lev og bo“ hugmyndafræðina, sem ekki eru á hverju strái. En við vildum tryggja að sem flestir heima- menn héldu um störfin. Ekki aðeins störfin á Nesvöllum heldur einn- ig á allri framleiðslu á mat og við- haldi í húsinu. Við vitum þó að 17% vinnandi íbúa okkar í Reykjanesbæ vinna á höfuðborgarsvæðinu og ekki myndum við vilja að þau væru úti- lokuð frá vinnu af því að þau væru ekki „heimamenn“ þar. En í viðræð- unum við Hrafnistu tryggðum við samt að „heimamenn“ hafa forgang í ráðningum nú þegar undirbúningur að ráðningum stendur yfir. Fyrst verður starfsmönnum á DS boðin vinna, einnig rætt við starfsfólk hjá HSS, (því HSS heldur utan um 18 hjúkrunarrými til bráðabirgða á meðan Nesvellir eru í byggingu, ) þá skyldi valið matarþjónustufyrirtæki héðan og valdir iðnaðarmenn héðan til að sinna viðhaldi. Nú er Hrafnista að undirbúa slíkar viðræður. Hrafnista í þágu íbúa Suðurnesja Það er ekkert nema ánægjulegt að þessir reyndu aðilar, Hrafnista, sem fá hæstu einkunn af fagaðilum fyrir þjónustu sína, skuli sýna því áhuga að starfa í þágu íbúa Suðurnesja, með þeim hætti sem ég hef lýst. Ég heyrði í öldruðum sjómanni sem sagði að það væri líka ánægjulegt að Sjó- mannadagsráð, sem rekur Hrafnistu- heimilin, skyldi sýna okkur slíkan áhuga. Það hefði eflaust ekki gleymt þekktum sjómönnum héðan og fjöl- skyldum þeirra. En nú býðst þessi þjónusta öllum. Öll aðstaða sem við höfum byggt upp á Nesvöllum, félagsmiðstöðin, þjón- ustuíbúðirnar og nú hjúkrunarheim- ilið verða á við það besta sem býðst á landinu. Aldraðir Suðurnesjamenn sem þurfa hjúkrunarþjónustu eiga ekkert minna skilið! Árni Sigfússon, bæjarstjóri n Árni Sigfússon skrifar: Aldraðir Suðurnesjamenn eiga aðeins það besta skilið! Það er gott að vera á Nesvöllum. Ég hefi reynslu af því ég hefi rekið þar stofu á undanförnum árum. Sinnt þar fólki. Ölduðum. Hjartahlýja og unnvörpum fag- mennska einkenna samskipti öll a.m.k. það sem að mér snýr. Og það er gott. Ég hefi unnið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá því í febrúarbyrjun 2003. Gekk þá til liðs við hóp at- vinnufólks, hjúkrunarfræðinga og lækna á sjúkrahúsi og heilsugæslu. Fljótlega var lögð fram stefna um bætta þjónustu við aldraða á svæðinu og komu til ýmsar breytingar. Mark- miðið var og er að samhæfa þjónust- una og gera að samfellu: bráðameð- ferð, heimahjúkrun, hvíldarinnlagnir og að lokum langtímavistun sem tekur við þegar einstaklingur getur ekki lengur verið heima. Og síðustu sporin að heiman geta verið og eru þung þótt í fínt sé að flytja. Nesvellir eru falleg híbýli, glæsilegur völlur öldruðum og þreyttum og Reykja- nesbæ til sóma. Þess vegna og einmitt þess vegna verður Hrafnistufars inn e ins og skrattinn úr sauðarleggnum. Óskiljanlegur tilsýndar og óskemmti- legur að verða vitni að. Og ekki illt orð um Hrafnistukonur og menn! Þar er líka gott fólk. Hvaða faglegu rök liggja að baki því að slíta enn frekar frá HSS og sam- félagi aldraðra á Suðurnesjum einn þáttinn þar sem er langtímavistunin? Á tímum þegar unnt hefði verið og kjörið að staldra við um stund og sameina starfsemi, og nýta enn frekar þekkingu, reynslu og áhuga teymisins á HSS. Liðs sem hefur haldið haus og vaxið þrátt fyrir þrautþjálfað at- vinnuskítkast, rótgrónar Gróusögur og úlfaldasmíð. Hvaða kannanir, rannsóknir og álit fagmanna í rekstri heilbrigðisstofn- ana var lagt til grundvallar? Hvaða læknar og hjúkrunafræðingar komu þarna að verki? Hvaða gögn voru í höndum þessa ágæta fólks og l iggja að baki ákvörðuninni? Hvaða reynslu hefur Hrafnistufólk af því að reka svona þjónustu í litlu samfélagi utan Reykjavíkur þar sem fyrir er vel þróuð heimaþjónusta í höndum annarrar stofnunar og fólks sem hefur yfirsýn yfir þjónustu- þörfina? Heilbrigðisstarfsfólks sem er með fingur á púls heimilanna þar sem aldraðir búa og hafa oft sinnt sömu einstaklingunum og fjöl- skyldum þeirra árum saman. Hvernig stendur á bábyljunni miklu um „ófrávíkjanlegu skilyrði“ af hálfu HSS og yfirstjórn Reykjanesbæjar tíundar svo mjög? Básunar á síðustu metrunum. Hvernig var samræðum og samvinnu við HSS háttað, við erum jú í sama liði, eða hvað? Hverjum gagnast mest þessi sam- ingur? Ég dreg þá ályktun af vand- ræðaganginum að þar séu ekki HEILDARHAGSMUNIR ALDR- AÐRA Í REYKJANESBÆ hafðir að leiðarljósi. Hverjir hagnast á gjör- breyttu fyrirkomulagi? Cui bono? Hver er vilji fólksins? Hafa íbúar svæðisins verið spurðir? Hvar er sanngirnin í „útboðinu“? Þegar aldraður veikist á Hrafnistu- völlum, á þá að flytja hann á sjúkra- deild fyrirtækisins í Reykjavík og ef til kemur lofa honum að deyja þar, fjarri sínum? Kannski fær HSS óbreytt áfram hlutverk og hingað til í því efni, en auðvitað fá þá aðrir greitt fyrir vikið. Slíkt fyrirkomulag er jú svo vinsælt og módernt nú á dögum. Samvinna við Hrafnistu hlýtur að gera öll áform um heildræna þjón- ustu og meðferð mun erfiðari en ef þjónustan öll væri innan sömu stofn- unar, nefnilega HSS. Og auðvitað yrði það ódýrara. Mun ódýrara vegna samlegðar. Það þarf ekki nema grips- vit tæpt til þess að sjá það. Frá því ég kom fyrst í vinnu á HSS fyrir löngu hefur bærinn breyst mjög og unnvörpum til hins betra og sómi að. Alvörufólk að verki. Þeim mun óskiljanlegra og sorglegra er það að sjá áhættu sem tekin er með þessum nýja samningi. Ég óttast að slíkur samningur verði fótakefli í fram- þróun öldrunarmála á Suðurnesjum. Sigurður Árnason læknir n Sigurður Árnason læknir skrifar: Hvað í ósköpunum er um að vera í öldrunarmálum í Reykjanesbæ?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.