Bæjarins besta - 11.01.2007, Side 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk
Fimmtudagur 11. janúar 2007 · 2. tbl. · 24. árg.
Vestfirðingur ársins 2006
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is er Sunneva Sig-
urðardóttir, 25 ára Ísfirðingur,
sem opinberaði fyrir alþjóð
kynferðislega misnotkun sem
hún varð fyrir í æsku. Í fram-
haldi af því stofnaði hún sjálfs-
hjálparhóp í samstarfi við
Stígamót, til handa þeim sem
lent hafa í svipuðum raunum.
Í öðru sæti varð Elvar Logi
Hannesson, leikari og bæjar-
listamaður Ísafjarðarbæjar
2005, í þriðja sæti varð Guð-
björt Lóa Sæmundsdóttir, 19
ára stúlka frá Læk í Dýrafirði,
sem staðið hefur sig eins og
hetja þrátt fyrir alvarleg veik-
indi, í fjórða sæti varð Ólína
Þorvarðardóttir, fyrrum skóla-
meistari Menntaskólans á Ísa-
firði og í fimmta sæti varð
Gunnar Jónsson nemandi við
MÍ, sem fékk tilnefningar sín-
ar fyrir mikinn leiksigur í stutt-
myndinni „Fæddur tapari“ og
fyrir mikið og gott starf innan
skólans.
Í næstu fimm sætum komu
Einar K. Guðfinnsson, sjávar-
útvegsráðherra, Steinþór Braga-
son á Ísafirði, Lýður Árnason
læknir á Flateyri, Guðrún Jón-
ína Guðjónsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur á Ísafirði, Ragna
Aðalsteinsdóttir frá Laugabóli
í Ísafjarðardjúpi, Elías Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
á Suðureyri og Þór Sveinsson
nemandi við Menntaskólann
á Ísafirði. Alls fengu 72 ein-
staklingar atkvæði í kosning-
unni en hátt á þriðja hundrað
manns tóku þátt í kjörinu. Þeir
einstaklingar sem voru í fyrstu
tíu sætunum fengu yfir 66%
greiddra atkvæða. Sunneva
tók við viðurkenningu í tilefni
útnefningarinnar um helgina
sem og eignar- og farandgrip
sem smíðaður er af Ísfirðingn-
um Dýrfinnu Torfadóttur,
gullsmið.
Auk bb.is stóðu Gullauga á
Ísafirði og hugbúnaðarfyrir-
tækið Innn hf., í Reykjavík að
vali Vestfirðings ársins 2006.
Sjá nánar um valið á bls. 4 og
viðtal við Sunnevu á bls. 9.
Vestfirðingur ársins 2006 valinn af lesendum fréttavefjarins bb.is
Sunneva hlaut flest atkvæði
Sunneva Sigurðardóttir tekur við viðurkenningu og farandgrip í tilefni útnefningarinnar. Sitt hvoru megin við Sunnevu eru
þær Friðgerður Þorsteinsdóttir fulltrúi Gullauga á Ísafirði (tv) og Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður á Bæjarins besta og bb.is.