Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 2

Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 2
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 20072 Þjófur í neyð Brotist var inn í sölu- skála Esso á Suðureyri að- faranótt fimmtudags í síð- ustu viku. Þjófurinn var ekki stórtækur að þessu sinni, en það eina sem hann hafði á brott voru 4 pakkar Durex smokkum með ávaxtabragði. Eftir- litsmyndavél er á staðnum og náði hún að festa at- burðinn á filmu, er þjófur- inn, grímuklæddur, brýst inn í söluskálann. Þegar þjófurinn kom inn gekk hann rakleiðs að smokkunum og því nokk- uð ljóst að hann þekkir innviði söluskálans, hann reyndi svo lítillega að opna peningakassann á leið sinni út aftur, en þegar að það gekk ekki greið- lega fyrir sig, hélt hann aftur út í myrkrið. Þjófur- inn braut rúðu í bakdyrum til að komast inn í versl- unina. Hvort þjófurinn á erfitt með að kaupa sér smokka eins og annað fólk gerir, eða hvort neyð- in sótti svo skyndilega að honum þarna um nóttina er ekki gott að segja um á þessu stigi málsins. Lögreglan á Ísafirði vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þar sem það er ekki upplýst. Ef ein- hverjir vita hver var þarna að verki eða hafa upplýs- ingar sem geta auðveldað rannsóknina er hægt að koma þeim ábendingum til lögreglunnar á Ísafirði. – thelma@bb.is Telja að endurnýja þurfi allt þil Hafnarstjórn Bolungarvíkur samþykkti á dögunum tillögu Siglingastofnunar að Samgöngu- áætlun fyrir 2007-2010. Þar er gert ráð fyrir framkvæmdum við Brjótinn árið 2007 og 2008, öldudempandi fláa við Brjótinn 2008 og endurbyggingu á Grundargarði árið 2009. Fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að framkvæma fyrir 96,7 m.kr., árið 2008 fyrir 58,3 m.kr. og 2009 fyrir 34,9 m.kr. Hafnarstjórn gerði athugasemd við að ekki skuli vera gert ráð fyrir að endurnýja allt stálþil við Brjótinn þar sem allt þilið er komið til ára sinna. Hafnar- stjórn beinir því til Siglingastofnunar að stálþil við Brjót verði allt endurnýjað á tímabilinu. Borea Adventures í víking til Englands Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures á Ísafirði, sem gerir út skútuna Áróru, heldur í víking til Englands á næstu dögum þar sem fyrir- tækið tekur þátt í tveimur alþjóðlegum ferðakaupstefn- um. Annars vegar er það sýn- ingin London Boat Show, þar sem allrahanda bátafyrirtæki kynna afurðir sínar, en þar verða þeir Borea-menn á bási með fyrirtækinu Clipper Ven- tures, sem eru fyrrum eig- endur Áróru. Hinsvegar verða þeir á sýningu The Daily Tele- graph - Adventure Travel Show, en þar verða aðilar sem bjóða upp á ævintýraferðir að sýna allt það nýjasta sem finna má í þeirri deild ferðaiðnaðar- ins. Útflutningsráð verður með bás á sýningunni þar sem sex íslensk fyrirtæki í ævintýra- ferðamennsku sýna hvað þau hafa upp á að bjóða, meðal þeirra er Borea Adventures en meðal þess sem fyrirtækið býður upp á er: skíðaferðir á vorin, náttúruskoðun með megináherslu á fugla og refi, ævintýraferðir þar sem bland- að er saman sjókajaksigling- um í Jökulfjörðum og á Horn- ströndum, snorkköfun í Reykjanesi, fjallahjólaferðum, jökla-göngu á Drangajökli o.fl. Adventure Travel Show er nú haldin í 12. sinn og sýn- endur eru yfir 250 talsins. Sýn- inguna hafa sótt yfir 30.000 gestir á ári hverju og er því hægt að bera boðskap fyrir- tækja víða á slíkri sýningu. London Boat Show er haldin í hinu feykistóra Excel centre, en sýningin hefur verið haldin þar frá árinu 2004. Þar sýna yfir 700 aðilar hinn ýmsa varning er viðkemur bátum, bátasporti og siglingamenn- sku hverskonar. Rúnar Óli Karlsson hjá Bor- ea Adventures segir þá félaga mjög spennta vegna sýning- anna og séu þeir þarna að hitta þá tvo helstu markhópa sem fyrirtæki þeirra stílar inná, en það er sá hópur sem er að leita að ævintýraferðamennsku og sá hópur sem leitast eftir sigl- ingum. Nú þegar hefur Borea Adventures bókað fundi á ráð- stefnunum við nokkra vænt- anlega viðskiptavini fyrirtæk- isins. – annska@bb.is Áróra er stærsta skúta landsins. Þrjár tófur voru veiddar á dögunum í Súgandafirði en eins og greint hefur verið frá hefur vargurinn vald- ið miklum usla á svæðinu. Á föstudag kom Kristján Einarsson refaskytta á Flateyri til að reyna að ná rebba og liðu innan tveggja klukkustunda kom hann til baka með ref sem hann náði við reiturnar af lamb- inu. Á mánudag átti Valur Richter pípari og refaskytta leið hjá á sömu slóðum og sá þá ref. Hann var með byssu meðferðis og freistaði þess að ná rebba. Svo fór að hann náði tveimur refum, öðrum hvítum og hinum mórauðum. Án efa fagna bændur í firðinum þessu framtaki refaskyttanna og geta andað örlítið léttar, en tófan hefur verið ansi skæð að ráðast á lömb þeirra. Fengsælar refaskyttur Kristján Einarsson með feng sinn. Mynd: Helga Guðný Kristjánsdóttir. Íhugar að veita fé Samgönguráðuneytið íhugar að veita fé til að reisa olíubirgðastöð á Máva- garði við Sundahöfn á Ísafirði. Bæjarráð Ísa- fjarðarbæjar lagði fram til kynningar á fundi í síðustu viku svar við ósk ráðsins frá því í október, þar sem farið var þess á leit að samgönguráðherra beitti sér fyrir því að stöðin yrði reist til frambúðar. Í svari ráðuneytisins kemur fram að samgöngu- áætlun 2007-2010 sé í vinnslu og til skoðunar að veita fé til þessarar fram- kvæmdar í samræmi við ákvæði hafnalaga. – eirikur@bb.is Ómar Már Jónsson sveitar- stjóri Súðarvíkurhrepps segir í áramótapistli á heimasíðu hreppsins að mikilvægt sé á yfirstandandi kjörtímabili að skoða eignarhluta Súðavíkur- hrepps í fyrirtækjum starf- ræktum í Súðavík. Verulegar breytingar urðu á atvinnuhátt- um í Súðavík með stöðvun Frosta hf., árið 2005 og var þá farið í að skoða alla möguleika til að fjölga störfum. Fór sveit- arfélagið því sjálft út í atvinnu- lífið með beinum hætti. Áher- sla var lögð á að fjölga fyrir- tækjum í Súðavík og dreifa þeirri áhættu sem fylgir því að vera með eitt stórt fyrirtæki sem útvegar stærstan hluta allra starfa í sveitarfélaginu. Ómar segir það mikilvægt að skoða hvort hægt sé að koma þeim eignahlutum sem Súðavíkurhreppur á í dag í hendur atvinnulífsins sjálfs og segir jafnframt að það geti orkað tvímælis að sveitarfélög séu inn á hinum frjálsa mark- aði með fjárfestingar. Fast- eignafélagið Langeyri ehf., er alfarið í eigu Súðavíkurhrepps og er hann einnig stór hluthafi í Sumarbyggð hf., með 70% eignarhald. Hreppurinn á svo 32% hlut í beituframleiðslunni Aðlöðun hf. Allt á þetta sér þó skýringar og er í raun liður í að gera það eftirsóknarvert að starfrækja fyrirtæki í sveitarfé- laginu. Húsakosturinn á Lang- eyri var byggður þegar að vöntun var á atvinnuhúsnæði á svæðinu bæði fyrir hinn frjálsa markað sem og fyrir hreppinn. Nýting á húsunum sem komust í gagnið á nýliðnu ári er nú tæp 70%. Í málefnum Aðlöðunar segir Ómar sveitarstjórnarfólk hafa talið það brýnt að gera það sem þau gátu svo fyrirtækið myndi ekki fara af svæðinu. Sumarbyggðina ætti ekki að þurfa að hafa í bómull lengur segir Ómar, en rekstur hennar var erfiður fyrst um sinn, sér- staklega vegna þess hversu stuttan tíma hún getur verið starfrækt á ári. Með tilkomu Fjord fishing og allra þeirra sjóstangveiðimanna sem koma til Súðavíkur yfir sumartím- ann hefur rekstargrundvöllur Sumarbyggðarinnar snar- breyst. Ómar segir því mál til komið að skoða hvort ekki séu áhugasamir aðilar sem vilja taka við boltanum. Í áramótapistlinum segir einnig. „Mikil breyting hefur orðið á atvinnumálum Súð- víkinga á stuttum tíma. jafn- framt heyrast nú þær raddir frá atvinnurekendum að fólk vanti til starfa og í mjög langan tíma er engin á at- vinnuleysisskrá í Súðavík.“ „Mikilvægt að skoða eign- arhluta Súðavíkurhrepps“ Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps telur mikilvægt að skoða eignarhluta hreppsins í fyrirtækjum í Súðavík. Þennan dag árið1940 bjargaði togarinn Hafsteinn 62 manna áhöfn af þýska flutningaskipinu Bahia Blanca, sem sökk út af Látrabjargi. Sumir óttuðust að þetta væru her- menn sem ættu að gera uppreisn um leið og þýskur innrásarher kæmi til landsins. Dagurinn í dag 11. janúar 2007 – 11. dagur ársins

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.