Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 4

Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 4
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 20074 Ummæli um fjóra efstu í kjörinu Sunneva Sigurðardóttir: „Mikið hugrekki að koma fram og segja frá áralangri misnotkun illmennis – Staðið sig frábærlega í bar- áttunni gegn kynbundnu ofbeldi, algjör hetja – Hef- ur sýnt áræði, kjark og dugnað í baráttu gegn sam- félagsmeini – Opnaði um- ræðuna um kynferðislegt ofbeldi og kom á fót útibúi Stígamóta – Kjörkuð, þor- in og yndisleg – Hefur kjark til að berjast fyrir sig og aðra – Hugrökk stúlka að standa fyrir framan alþjóð og segja sögu sína – Hetja!, opinberaði mál sitt til þess að bjarga öðrum – Frábær einstaklingur á ferð, óhrædd og örugg í sinni baráttu – Kona sem hefur kjark og þor til að opna umræðu um kynferðislegt ofbeldi.“ Elvar Logi Hannesson: „Kom vestfirsku mann- og listalífi á kortið – Bæjar- listamaður Ísafjarðarbæjar og ber þá nafnbót með sóma – Jákvæð fyrirmynd fyrir Vestfirðinga – Hefur borið af á árinu 2006 fyrir að halda úti eina atvinnu- leikhúsinu á landsbyggð- inni – Hefur eflt leiklistina á Vestfjörðum – Maður fólksins! Gífurlegt leiklistarséní – Hefur sýnt fjölþætt frumköðlastarf – Elvar Logi er maður sem lætur verk- in tala og fer þar að auki ótroðnar slóðir – Algjör eld- hugi á leiklistarsviðinu – Topp náungi sem lífgað hefur upp á menningarlíf Vestfirðinga – Svona menn er ekki sjálfgefið að hafa í hverju bæjarfélagi – Frábært starf með Kómedíuleikhúsið og einleikina sína.“ Guðbjört Lóa Sæmunds- dóttir: „Búin að standa sig eins og hetja í baráttunni við veikindin – Aðdáunarvert hvernig þessi unga stúlka tekst á við krabbameinið. Mikil baráttukona – Ung, sterk og jákvæð stúlka þrátt fyrir mikil veikindi – Jákvæð og bjartsýn í bar- áttu við alvarleg veikindi – Þessi unga stúlka hefur þann styrk sem fáir hafa í veikindum – Einstök og hugrökk stúlka sem á heiðurinn skilið – Nítján ára hetja sem heldur úti bloggsíðu þar sem hún fjallar um veikindi sín.“ Ólína Þorvarðardóttir: „Stóð sig vel sem skóla- meistari – Glæsileg kona sem unnið hefur vel fyrir Vestfirði – Kannski ekki bara Vestfirðingur ársins 2006, heldur síðustu ára. Lyfti Menntaskólanum upp á hærra plan – Tók snilldarlega á málefnum menntaskólans – Sóma- kona sem hefur látið gott af sér leiða við misjafnar aðstæður – Merk kona. Hefur staðið sig mjög vel í meðbyr og mótbyr – Lyfti menntaskólanum úr mikilli lægð og náði ótrúlegum árangri – Hún er Vestfirðingum til mikils sóma. Hefur sýnt dugnað og hugrekki – Kona með reisn. Stóð sig vel í menntaskólanum – Fyrirmynd vestfirskra kvenna. Hefur gert góða hluti í menntamálum á Ísafirði – Mór- ölsk hetja – Tók hagsmuni Menntaskólans á Ísafirði fram yfir sína eigin þegar hún sagði upp störfum.“ Eftirtaldir einstaklingar fengu atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2006: Björgmundur Örn Guðmundsson, Jón Bjarni Geirsson, Ragna Jóhanna Magnúsdóttir, Þorsteinn Másson, Kristinn H. Gunnarsson, Vilborg Arnardóttir, Egill Jónsson, Guðmundur M. Kristjánsson, Hulda Guðmundsdóttir, Jón Jónsson, Sólberg Jónsson, Hlynur Snorrason, Benedikt Sigurðsson, Sigurgeir G. Jóhannsson, Hreinn Þórðarson, Úlfar Ágústsson, Matthías Vilhjálmsson, Sigmundur F. Þórðarson, Halldór Halldórsson, Helga Björk Jóhannsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Helga Kristbjörg Guðmunds- dóttir, Hinrik Kristjánsson, Jón Ágúst Þorsteinsson, Jens Andri Fylkisson, Jón Kr. Ólafsson, Guðni Geir Jóhannesson, Ásgeir Guðbjartsson, Hrólfur Einarsson, Egill Kristjánsson, Stígur Arnórsson, Sigurður Pétursson, Halla Signý Krist- jánsdóttir, Lögreglan í Ísafjarðarbæ, Flutningabílstjórarnir, Stefanía Steinþórsdóttir, Sigurður Ólafsson (Bíi), Sigurlaug- ur Baldursson, Árni Þór Einarsson, Önundur Hafsteinn Pálsson, Sr. Magnús Erlingsson, Margrét Halldórsdóttir, Guðmundur Óli K. Lyngmo, Óli Reynir Ingimarsson og Bjarney Guðmundsdóttir, Einar Jónsson, Peter Weiss, Ársæll Egilsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Jakob Jónsson, Magnús Hauksson, Guðfinnur Pálsson, Hrefna M. Jónsdóttir, Svavar Ævarsson, Magnús Þór Heimisson, Stígur Berg Sophusson, Sigrún Helgadóttir, Pálína Vagnsdóttir, Örn Elías Guð- mundsson (Mugison), Ásdís Svava Hallgrímsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Sigurður Sveinsson, Elías Guðmundsson, Þór Sveinsson, Ragna Aðalsteinsdóttir, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Lýður Árnason, Steinþór Bragason, Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Jónsson, Ólína Þorvarðardóttir, Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir, Elvar Logi Hannesson og Sunn- eva Sigurðardóttir. Vestfirðingur ársins 2006 samkvæmt vali lesenda frétta- vefjarins bb.is er Sunneva Sig- urðardóttir, 25 ára Ísfirðingur, sem opinberaði fyrir alþjóð kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. Í fram- haldi af því stofnaði hún sjálfs- hjálparhóp í samstarfi við Stígamót, til handa þeim sem lent hafa í svipuðum raunum. Sunneva önnur konan sem kjörinn er Vestfirðingur ársins af lesendum bb.is. Vestfirð- ingur ársins 2005 var Sigríður Guðjónsdóttir, íþróttakennari á Ísafirði, sem átti því láni að fagna að bjarga ungum dreng frá drukknun í sundlaug Bol- ungarvíkur í desember 2005. Áður höfðu fengið nafnbótina þeir Örn Elías Guðmundsson (Mugison) árið 2004, Magnús Guðmundsson á Flateyri árið 2003, Hlynur Snorrason á Ísafirði árið 2002 og Guð- mundur Halldórsson í Bol- ungarvík árið 2001. Í öðru sæti í vali á Vestfirð- ingi ársins 2006 varð Elvar Logi Hannesson, leikari og bæjarlistamaður Ísafjarðar- bæjar 2005, í þriðja sæti varð Guðbjört Lóa Sæmundsdóttir, 19 ára stúlka frá Læk í Dýra- firði, sem staðið hefur sig eins og hetja þrátt fyrir alvarleg veikindi, í fjórða sæti varð Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og í fimmta sæti varð Gunnar Jónsson nemandi við MÍ, sem fékk tilnefningar sínar fyrir mikinn leiksigur í stuttmyndinni „Fæddur tap- ari“ og fyrir mikið og gott starf innan skólans. Í næstu fimm sætum komu Einar K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra, Steinþór Bragason á Ísafirði, Lýður Árnason læknir á Flateyri, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Ísafirði, Ragna Aðalsteinsdóttir frá Laugabóli í Ísafjarðardjúpi, Elías Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri á Suðureyri og Þór Sveinsson nemandi við Menntaskólann á Ísafirði. Alls fengu 72 einstaklingar at- kvæði í kosningunni en hátt á þriðja hundrað manns tóku þátt í kjörinu. Þeir einstakling- ar sem voru í fyrstu tíu sætun- um fengu yfir 66% greiddra atkvæða. Sunneva tók við við- urkenningu í tilefni útnefning- arinnar um helgina sem og eignar- og farandgrip sem smíðaður er af Ísfirðingnum Dýrfinnu Torfadóttur, gull- smið. Aðstandendur valsins á Vest- firðingi ársins 2006, Gullauga á Ísafirði, hugbúnaðarfyrir- tækið Innn hf., í Reykjavík og bb.is þakka lesendum þátttök- una og óska þeim velfarnaðar á árinu 2007. – bb@bb.is Sunneva Sigurðardóttir kjör- inn Vestfirðingur ársins 2006

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.