Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Síða 6

Bæjarins besta - 11.01.2007, Síða 6
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 20076 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Vestfirðingur ársins 2006 Ritstjórnargrein Féll í höfnina á Flateyri Á þessum degi fyrir 24 árum „Ég var á leið út í bátinn, sem lá við legufæri um 10 faðma frá landi. Fór á bátskænu út, en ekki tókst betur til en svo, að kænunni hvolfdi og ég steyptist í sjóinn. Ég þegar að krafla mig í land – rekís var í höfninni og sjór kaldur. Mér tókst að komast að kantinum, sem er rúmlega tveggja metra hár og klifra upp. Ég var orðinn örmagna af þreytu þegar ég loks komst á þurrt,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson, 46 ára út- gerðarmaður á Flateyri, í samtali við Mbl. en hann sýndi mikla karlmennsku eftir að hafa fallið í höfnina á fimmtudagsmorgun. Tókst honum að krafla sig í land og ganga heim til sín í erfiðri færð.„Enginn var sjáanlegur. Mín fyrsta hugsun eftir að vera kominn á þurrt var að hvíla mig en ég féll ekki í þá freistni. Annaðhvort var að duga eða drepast og halda heim. Allt var á kafi í snjó og færð erfið. Mér tókst að komast heim en var þá orðinn helvíti slæptur. Ekki þurr þráður á mér og stígvélin full af snjó og kalt úti.Ég held að allir geti verið sammála um, að betur fór en á horfðist. Segja má, að ég hafi ekki verið feigur í þetta sinn,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson. Sunneva Sigurðardóttir, ráðgjafi á Ísafirði, ber sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2006. Þetta er í sjötta sinn sem einstakl- ingur er krýndur þessari virðulegu nafnbót af lesendum bb.is, sem í samvinnu við Innn hf og Gullauga stóð fyrir kjörinu. Sunneva Sigurðardóttir sýndi mikið hugrekki er hún opinberaði lífsreynslu sína með frásögn af kynferðislegri misnotkun sem hún varð fyrir í æsku; nokkuð sem með sanni má kalla einhvern versta glæp sem hægt er að fremja gagnvart nokkurri manneskju. En Sunneva lét ekki þar við sitja. Síðan hún sagði frá þessari skelfilegri reynslu sinni hefur hún heldur betur látið til sín taka. Þannig var hún í fararbroddi er efnt var til mótmæla fyrir framan Héraðsdóm Vestfjarða gegn vægum dómum í kynferðisbrotamálum og lét af því til- efni þau orð falla að ,,þessi mál vörðuðu okkur öll“, en slík mótmælastaða fór fram samtímis víðs vegar á landinu. Þá beitti hún sér fyrir stofnun sjálfshjálpardeildar fyrir þolendur kynferðisofbeldis hér vestra í samvinnu við Stígamót. Bæjarins besta óskar Sunnevu Sigurðardóttur hjartanlega til hamingju með titilinn Vestfirðingur ársins 2006. Hún er vel að honum komin. Hugrekki hennar og framganga er að- dáunar- og eftirbreytniverð. Silfursmíði og körfubolti Skömmu áður en gamla árið kvaddi var silfursmiðurinn Pétur Tryggvi Hjálmarsson útnefndur bæjarlistamaður Ísa- fjarðarbæjar árið 2007. Í raun er óþarfi að fara mörgum orð- um um listamanninn svo kunnur er hann bæði innan lands og utan af verkum sínum. Skal því aðeins til sögu hermt að eitt verka hans, Altariskanna, var valið eitt af bestu silfurverkum 20. aldar af Koldinghus-listasafninu á Jótlandi, en þar gefur að líta eitt stærsta safn silfurmuna í Evrópu. Bæjarins bersta færir Pétri Tryggva hamingjuóskir með út- nefninguna sem bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar. Á sunnudaginn var Þórir Guðmundsson, körfuboltamaður hjá Körfuknattleiksfélagi Ísafjarðar, útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2006, en það ár var ferill Þóris einkar glæsileg- ur. Þannig var hann í liði Íslands sem varð Norðurlandameistari í sumar. Þórir Guðmundsson er ungur að árum og enginn vafi á að hann á glæsta framtíð fyrir sér í íþrótt sinni svo fremi að ekkert óvænt komi fyrir. Átta aðrir íþróttamenn og konur hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína í hinum ýmsu íþrótta- greinum. Bæjarins besta færir íþróttamanni ársins sem og íþrótta- fólkinu öllu sem tilnefnt var hamingjuóskir. s.h. Menntamálaráðuneytið styrkir Act alone Menntamálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs ákveðið verkefnastyrki til starfsemi atvinnu- leikhópa árið 2007, og er Kómedíuleikhúsið á Ísafirði eitt þeirra sem hlaut styrk. Styrkinn hlýtur leikhúsið vegna alþjóðlegu einleikjahátíðinni Act alone. Alls fær Kómedíuleikhúsið 900 þúsund krónur vegna Act alone, en hátíðin var fyrst haldin sumarið 2004. Hún er nú orðin árlegur við- burður á Ísafirði og er haldin í lok júní og vekur jafnan athygli víða um land. Í fyrra voru 13 ein- leikir fluttir auk þess sem haldin voru tvö leiklistarnámskeið. Alls bárust þrjár umsóknir um sam- starfssamninga og sóttu 38 aðilar um styrki til 69 verkefna. Íþróttaskóli KFÍ hefst að nýju Íþróttaskóli Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar hefst að nýju kl. 11:15 á laugardag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Umsjónarmaður hans verður sem fyrr Árni Heiðar Ívarsson íþróttakennari. Íþróttaskólinn hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann hófst haustið 2004. „Það hefur verið mjög góð aðsókn, alltaf svona um 30 börn. Þetta er mikið stuð og gaman“, segir Árni Heiðar. Skólinn er ætlaður börnum á aldrinum 2-5 ára og því er æskilegast að foreldrar fylgi börnum sínum. Fjórir létust af slysförum á Vestfjörðum á árinu 2006, en 49 manns létust af slysförum á landinu öllu. Alls létust 30 manns í 27 umferðarslysum á Íslandi á nýliðnu ári, en þar af létust tveir á Vestfjörðum. Í fyrra tilfellinu var um að ræða útafakstur á Hnífsdalsvegi í byrjun árs, en þá lést ung stúlka, en í því síðara var ekið á aldraðan mann á Strandvegi skammt frá Hólmavík. Mikil aukning varð á umferðarslys- um á liðnu ári, og voru þau langflest slysa á landinu. Eins og áður segir létust 49 í slysum á árinu, og voru þau langflest í ágúst þegar 10 lét- ust. 37 karlmenn létust og 12 konur þar af eitt barn yngra en 14 ára. Þessar tölur eru þó ekki endanlegar þar sem enn er ekki ljóst hvort andlát tveggja aðila voru af slysför- um eður ei. Eins og áður segir létust tveir í umferðarslysum á Vestfjörðum, en tveir létust í sjóslysum. Tölurnar eru fengnar frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörg og Umferðar- stofu. Árið 2005 létust tveir í slys- um á Vestfjörðum, þar af einn í umferðarslysi og einn í heima- og frítímaslysi. Umferðar- slysið átti sér stað á Reykhóla- sveitarvegi, fyrir ofan Mið- húsabrekku skammt frá Reyk- hólum. Um var að ræða árek- stur þar sem ungur maður lét lífið, að því er kemur fram í skýrslu Umferðarstofu. – eirikur@bb.is Fjögur banaslys á Vest- fjörðum á síðastliðnu ári Um áramótin tók gildi ákvörð- un Alþingis um að fækka lög- regluumdæmum á landinu úr 26 í 15 og eru Vestfirðir sam- kvæmt því orðnir að einu lög- regludæmi og eru umdæmi Patreksfjarðar, Bolungarvíkur og Hólmavíkur nú komin und- ir lögregluembættið á Ísafirði sem skilgreinist sem lykilem- bætti. Lögreglustöðvum verð- ur hins vegar ekki lokað vegna breytinga á lögregluumdæm- um en samvinna milli um- dæma verður aukin og vaktir samræmdar, hvort tveggja til þess að efla löggæslu og lög- reglurannsóknir. Sérstaklega er tiltekið í reglugerð að lögregluvarð- stofur á Vestfjörðum, utan aðalstöðvar lögreglu á Ísafirði, skuli vera á Patreksfirði, Hólmavík, og í Bolungarvík. Sams konar ákvæði verða í reglugerð um fleiri embætti á landinu. Efla á minni sýslu- mannsembættin með flutningi verkefna og starfa frá ráðu- neytum og stofnunum til em- bættanna. Meðal þess sem ákveðið hefur verið er að sýslumaðurinn á Hólmavík annist löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda, og er það eina verkefnið sem er flutt á Vestfirði að svo stöddu. Telur ráðuneytið að heildar- kostnaður við fjölgun starfa og flutning verkefna á borð við miðstöð ættleiðinga, sjóða- og skipulagsskrár, miðstöð fasteignasölueftirlits, útgáfu Lögbirtingablaðsins, málefni bótanefndar og fleiri nemi um 50 milljónum króna á árs- grundvelli. – eirikur@bb.is Vestfirðir urðu að einu lög- regluumdæmi um áramótin Lögreglustöðin á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.