Bæjarins besta - 11.01.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 9
Vestfirðingur ársins
„Vil ryðja brautina fyrir aðra“
Sunneva Sigurðardóttir var
kjörinn Vestfirðingur ársins
2006 og er sú sjötta til að hampa
titlinum. Sunneva hefur barist
fyrir því að fórnarlömb kyn-
ferðisofbeldis á Ísafirði og ná-
grenni fái aðstoð í heima-
byggð. Það var fyrir hennar
tilstuðlan að sjálfshjálparstarf
á vegum Stígamóta hófst á
Ísafirði á síðasta ári. Þörfina
fyrir slíkt þekkir hún af eigin
reynslu, en hún var beitt kyn-
ferðisofbeldi á barnsaldri.
Hún skipulagði þögul og frið-
samleg mótmæli gegn of væg-
um dómum kynferðisglæpa á
Ísafirði í nóvember. Og hún
sýndi mikinn kjark er hún
sagði sögu sína í fjölmiðlum
fyrir nokkru en það gerði hún
til að vekja athygli á því hve
mikilvægt það er að rjúfa
þögnina um þetta viðkvæma
málefni.
– Til hamingju! Hvernig
varð þér við þegar þér var
tilkynnt að þú hefðir verið val-
inn Vestfirðingur ársins?
„Ég trúði þessu ekki. Þetta
kom mér alveg að óvörum.“
– Hafði enginn skotið því
að þér að þú yrðir líklega fyrir
valinu, eða að fólk væri að
kjósa þig?
„Frænka mín sagði mér að
hún hefði kosið mig sem mér
fannst mjög sætt. En svo spáði
ég ekkert meira í því. Ég bjóst
aldrei við að fleiri væru að
gera það.“
– Heldurðu að nafnsbótin
eigi eftir að styrkja þig í þínu
starfi?
„Já, það held ég. Það er auð-
vitað rosaleg viðurkenning að
vera útnefndur Vestfirðingur
ársins. Það sýnir líka að fólk
hefur lesið viðtalið við mig
sem birtist í BB og verið að
fylgjast með. Maður hefur
verið að berjast fyrir því að
koma þessari starfsemi á fót
og það er frábær tilfinning að
það skuli vera metið. Einnig
er þetta góð auglýsing fyrir
starfsemina. Ég gæti því ekki
verið ánægðari.“
– Fyrirtæki hafa veitt Stíga-
mótum Vestfjarða styrk og þar
með sýnt hversu vel metið
þetta framtak er, en hvernig
viðbrögð hefurðu fengið frá
hinum almenna bæjarbúa?
„Þetta er náttúrulega mjög
viðkvæmt málefni. En ég hef
lent í því að fólk hefur gengið
upp að mér og spurt hvaðan
það kannist við mig. Ég svara
þá að það kannist kannski við
mig þar sem ég hafi verið í
viðtali í BB. Þá kviknar á per-
unni hjá viðkomandi og hann
segir: „Já, einmitt. Þetta var
rosalega fínt hjá þér.“ Annars
eru margir sem kannski þora
ekki að brydda upp á þessu
því þetta er svo viðkvæmt mál.
En ég hef fengið mjög góð
viðbrögð frá þeim sem þorðu
að koma og segja mér frá því.
Fólk stoppaði mig úti á götu
og spurði hvort það mætti
faðma mig. Mér finnst það
alveg ótrúlega sætt og yndis-
legt af fólki. Ég bjóst við
hverju sem er þegar ég ákvað
að koma opinberlega fram og
segja sögu mína. Mér finnst
viðbrögðin almennt hafa verið
mjög góð. Það er alls ekki
auðvelt að gera þetta, ég get
eiginlega ekki lýst því hversu
erfitt það var.
Ég vil nota tækifærið og
þakka Samkaupum og Öngli
fyrir styrkina sem þau veittu
Stígamótum á Vestfjörðum.
Það var alveg æðislegt að fá
svona liðsstyrk og ég verð
þeim ævinlega þakklát.“
Mikið átak
að koma fram
– Heldur þú að sá kjarkur
sem þú sýndir með því að
segja sögu þína á þennan hátt
verði til þess að aðrir í sömu
sporum þori að koma fram?
„Já algjörlega. Ekki endi-
lega að koma fram opinber-
lega heldur bara að tala um
þetta. Fullt af fólki þekkir mig
og man hvernig ég var þegar
ég var unglingur þar sem ég
hafði villst mjög af leið. Ég er
gott dæmi um hversu jákvæð
áhrif það hefur að rjúfa þögn-
ina þó svo að það hafi verið
erfitt og langt ferli sem því
fylgdi. Á sínum tíma las ég
viðtal við þolenda kynferðis-
ofbeldis og þar kom fram að
konan var að glíma við svo
margar tilfinningar sem ég var
að kljást við. Það hvatti mig
til að gera eitthvað í mínum
málum. Ég vona að viðtalið
mitt muni hafa þau áhrif á
einhvern annan. Aðalmark-
miðið var að koma því til skila
að það er til staður þar sem
100% trúnaður ríkir og það er
alltaf gott að geta talað við
einhvern sem skilur mann.“
– Hvernig hefur það gengið
að koma starfseminni á fót frá
því að viðtalið birtist við þig í
nóvember?
„Það hefur gengið vel en
þetta er tímafrekt ferli. Þetta
hefur verið mikil áskorun. Ég
hætti í mínu starfi til þess að
geta einbeitt mér að þessu
verkefni. Það var ekki auðvelt
að gefa upp starf þar sem ég
aflaði tekjum og hella mér í
þetta af fullum krafti. Ég var
fjögur ár í námi að læra fyrir
starf sem ég ætlaði mér að
starfa við en svo áttaði ég mig
á því hvað mig langaði til að
gera.“
– Finnst þér þetta vera þín
köllun í lífinu?
„Eins og er já. Svo veit mað-
ur aldrei hvað framtíðin ber í
skauti sér. Ég vil fá þessa starf-
semi hingað vestur því það er
nauðsynlegt. Fólk gerir sér
ekki grein fyrir því hversu
mikið er um ofbeldi af þessu
tagi, og það er alls staðar á
landinu. Það dugir ekki til að
koma með stór orð um að
stöðva ofbeldið strax því nú
þegar eru svo margir sem bera
sár eftir ofbeldið og eru að
glíma við allt sem því fylgir.
Þeim þarf að sinna. Einmitt
núna er verið að vinna í því að
fá starfsmann Stígamóta til
þess að koma reglulega vestur
til þess að taka viðtöl ef svo
kann að vera að fólki finnist
óþægilegt að tala við mann-
eskju sem það þekkir eða
kannast við úr bænum. Það er
margt spennandi í deiglunni
og ég hlakka bara til að sjá
hvað verður.“
– Hefur það aukist að ein-
staklingar komi til þín og segi
þér frá sinni reynslu eftir að
þú komst fram í fjölmiðlum?
„Nei, en það hefur verið
svolítið um það að einhverjir
komi til mín og segi mér frá
því að þeir þekki einstaklinga
sem hafa lent í einhverju og
reyna að afla upplýsinga til
þess að geta hjálpað þeim. Ég
vil nota tækifærið og auglýsa
símanúmer Stígamóta Vest-
fjarða ef einhverjir vilja hafa
samband. Hægt er að hringja í
846-8846.“
Mikill heiður að vera
Vestfirðingur ársins
– Nú skipulagðir þú í sam-
starfi við Kristínu Ingvadóttur
þögul mótmæli við of vægum
dómum í kynferðisglæpum.
Hvernig gekk það?
„Það gekk ljómandi vel.
Það var svo góð mæting á
Ísafirði. Þegar ég kom á stað-
inn var svo mikið af fólki mætt
á staðinn að mér vöknaði um
augun. Ég bjóst ekki við svona
rosa góðri þátttöku. Ég klökk-
naði við að sjá hversu mörgum
stendur ekki á sama um þessi
mál. Þegar mótmælin áttu sér
stað hafði ég birst deginum
áður í sjónvarpinu með Krist-
ínu. Mörgum brá að sjá það
enda var ekki auðvelt koma
fyrst opinberlega fram í sjón-
varpinu. Ég fór suður í dags-
ferð til þess að koma í viðtalið
og þegar ég sneri aftur komu
margir upp að mér á Ísafjarð-
arflugvelli og föðmuðu mig
og hrósuðu mér fyrir hversu
flott þetta hefði verið hjá mér.“
– Heldurðu að þú hafir
fundið lífsstarf þitt í Stígamót-
um?
„Ég þori ekki að segja neitt
um það að svo stöddu. Mig
langar til þess að fara erlendis
og læra eitthvað meira í þess-
um málum. Maður vill auð-
vitað veita sem besta þjónustu.
En eins og er hef ég það að
markmiði að koma starfsem-
inni af stað og ryðja brautina
fyrir aðra.“
– Hvernig tilfinning er það
að bera nafnsbótina Vestfirð-
ingur ársins?
„Ég er ekki alveg að átta
mig á því. Þetta er auðvitað
mikill heiður. Mér finnst þeir
sem borið hafa þennan titil í
gegnum tíðina hafa áorkað
svo rosalegu, eins og það að
bjarga mannslífum. Auðvitað
var það mikið átak að koma
fram fyrir öllum og segja frá
erfiðustu lífsreynslu minni en
ég áttaði mig samt ekki á því
að kannski var ég með því að
hafa áhrif á líf annarra. Ef ég
væri utanaðkomandi að horfa
á einhverja aðra manneskju
gera þetta myndi mér ábyggi-
lega mikið til hennar koma að
þora þessu. Það er allt öðruvísi
þegar um mann sjálfan er að
ræða“, segir Sunneva Sigurð-
ardóttir nýkjörinn Vestfirð-
ingur ársins.
– thelma@bb.is