Bæjarins besta - 11.01.2007, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 15
Atvinna
Starfskraftur óskast til framtíðarstarfa frá
kl. 13-18 og þriðju hvora helgi. Aðeins 20
ára og eldri koma til greina.
Upplýsingar eru veittar á staðnum.
Leyfislausir leigubílstjórar
Fjórum ökumönnum leigubifreiða á Ísafirði var gert að hætta
akstri á aðfararnótt nýársdags þar sem þeir gátu ekki fært
sönnur á að vera með gildandi leyfi til atvinnurekstrar, akstur
með farþega gegn gjaldi. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir
fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða í Ísafirði og ná-
grenni. Sá sem hraðast ók mældist á 121 km hraða í Vest-
fjarðagöngum, þar sem aðeins má aka á 60. km hraða.
Magnús til Vinnumálastofnunar
Nýr starfsmaður, Magnús Ólafs Hansson, hefur hafið störf við
ráðgjöf og vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun á Vestfjörðum
en Sigríður Hrönn Elíasdóttir sem áður gegndi starfinu hvarf til
annarra starfa á höfuðborgarsvæðinu. Magnús starfaði áður
sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur, en
sú staða var lögð af nú um áramót, er framkvæmdastjórn
stofnunarinnar færðist undir Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar.
Á heimasíðu Súðavíkur-
hrepps er að finna grein eftir
sveitarstjórann Ómar Má Jóns-
son undir yfirskriftinni „Ákall
til þingmanna - eflum Vest-
firði.“ Þar fer hann mikinn
um það ástand sem Vestfirð-
ingar búa við í umhverfi sínu
og telur upp nokkra þætti sem
hann segir dapurlegar stað-
reyndir: „Vestfirsk heimili og
fyrirtæki eru að greiða hærra
raforkuverð en t.d. íbúar og
fyrirtæki á suðvesturhorninu.
Vestfirðingar þurfa að greiða
hærri flutningskostnað til og
frá Vestfjörðum en íbúar ann-
arra landshluta. Veðhæfni
heimila og fyrirtækja á lands-
byggðinni er mun minna en
t.d. á suðvesturhorninu. Mikil
fækkun opinberra starfa hefur
átt sér stað á Vestfjörðum og
landsbyggðinni allri. Verri
samgönguleiðir eru til og frá
Vestfjörðum og innan Vest-
fjarða miðað við þær kröfur
sem í dag eru almennt gerðar
til samgönguleiða, þó svo að
margt gott hafi breyst og sé að
gerast í þeim málum. Fjárhag-
ur sveitarfélaga á Vestfjörðum
versnar stöðugt milli ára.
Breytingar til hins verra fyr-
ir íbúa landsbyggðarinnar
vegna áformaðra breytinga á
Íbúðalánasjóði, þar sem lána-
starfsemi mun færist til bank-
anna og miklar líkur eru á því
að landsmenn með eignir út á
landi sitji ekki við sama borð
og íbúar á suðvesturhorninu
þegar kemur að veðhæfni
eigna. Slæm fjarskipti á Vest-
fjörðum, s.s. lélegt og slitrótt
GSM samband, mun hægari
netsamband og minni mögu-
leikar í boði í úrvali ljósvaka-
miðla en á suðvestursvæðinu.
Mikið er um rafmagnstruflanir
og rafmagnsleysi á Vestfjörð-
um sem kostar vestfirskt at-
vinnulíf mikla fjármuni á ári
hverju.“
Ómar Már segir það meðal
annars vegna þessara þátta
sem íbúum Vestfjarða fækkar
stöðugt milli ára. Segir hann
þessa þætti skipta rekstrarum-
hverfi fyrirtækja miklu máli
og geta skipt sköpum um hvar
eigendur fyrirtækja staðsetja
sig og hvernig búsetu á Vest-
fjörðum verður háttað til leng-
ri tíma. Einnig telur hann
þessa þætti snúa að sam-
keppnishæfi Vestfjarða gagn-
vart öðrum landshlutum, sér-
staklega höfuðborgarsvæðinu
sem hefur virkað eins og seg-
ull á íbúa, fyrirtæki og stofn-
anir á landsbyggðinni.
„Skýringar þjónustuaðila á
hærri álögum er oft sú að það
sé dýrara að þjónusta Vest-
firðinga en aðra íbúa landsins,
t.d. að hærri vöruflutnings-
kostnaður sé vegna mjög slæmra
samgangna, eða að raforku-
verð sé dýrara þar sem það
þarf að flytja rafmagnið lengri
leiðir. Þetta er áreiðanlega rétt
hjá þeim sem bera slíkar skýr-
ingar fyrir sig, en staðreyndin
sú að ef ætlunin er að halda
byggð annars staðar en á suð-
vestursvæðinu og nágrenni
þess verður að horfa til þess
að slíkar skýringar duga skammt
þegar mögulegir rekstraraðilar
skoða að staðsetja sinn rekstur
á Vestfjörðum eða þegar fjöl-
skyldur eða einstaklingar
skoða og meta Vestfirði sem
mögulegt heimili.
Rekstraraðilar eru t.d. ekki
reiðubúnir að staðsetja sig á
Vestfjörðum og greiða hærri
rekstrarkostnað, bara vegna
þess að þeim finnst umhverfið
fallegt. Ef þeir hafa möguleika
á að staðsetja sig í betra rekstr-
arumhverfi annars staðar þá
munu þeir gera það til lengri
tíma litið. Því miður virðist
það vera þannig að mörg fram-
leiðslu- og þjónustufyrirtæki
á Vestfjörðum eru rekin út frá
byggðalegum og / eða tilfinn-
ingalegum sjónarmiðum en
ekki út frá hagkvæmnissjón-
armiðum. Eigendur og stjórn-
endur eru oftar en ekki inn-
fæddir og þekkja umhverfið,
fólkið og innviði sinna samfé-
laga og telja sig bera samfé-
lagslega skyldu til að láta gott
af sér leiða. Það má spyrja
hvað verður um þessu fyrir-
tæki þegar samkeppnin harðn-
ar, þegar þörf verður á að hag-
ræða enn frekar, þegar eigend-
ur eru tilneyddir til þess að
hugsa til veigameiri þátta en
byggðalegra og / eða tilfinn-
ingarlegra sjónarmiða, eða
þegar næsta kynslóð tekur
við?
Jafnframt er það áhyggju-
efni að með fækkun íbúa á
landsbyggðinni minnkar þungi
og slagkraftur þingmanna
landsbyggðarinnar á Alþingi,
okkar þingmanna sem eru og
eiga að gæta hagsmuna okkar
og leita allra leiða til að efla
hag landsbyggðarinnar. Einn-
ig er farið að heyrast af þing-
mönnum sem trúa því að stór-
um hluta landsbyggðarinnar
verði ekki bjargað. Mikilvægt
er að snúa þeirri þróun við
sem einkennt hefur Vestfirði
til allt of margra ára, mikil-
vægt er að efla búsetuskilyrði
og efla rekstrarumhverfi fyrir-
tækja almennt á landsbyggð-
inni.
Það gerist þó ekki nema fyr-
ir tilstuðlan þingmanna og
ríkisstjórnarinnar og nú er þörf
á sér aðgerðum, aðgerðum
sem fela meira í sér en vaxta-
samninga og fögur orð um
frekari jöfnun. Þörf er á sér-
tækum aðgerðum þar sem
stillt er upp aðgerðaráætlun
til nokkurra ára, þar sem al-
þingismenn koma einbeittir
og velviljaðir að málum. Í því
sambandi þarf þor og djörfung
til að fara nýjar leiðir. Í þeirri
vinnu er mikilvægt að vera
reiðubúinn að horfast í augu
við staðreyndirnar eins og þær
liggja fyrir og gera ráðstafanir
til að takast á við vandann út
frá því.
Athyglisvert væri áður en í
þá vinnu væri farið að gera
rannsókn meðal þingmanna
og forvitnast um hugarþel
þeirra gagnvart landsbyggð-
inni almennt, hvort þeir séu
hlynntir því að landsbyggðin
haldist í byggð og hvort þeir
séu reiðubúnir til að taka á
vandanum með sveitarstjórn-
armönnum og íbúum lands-
byggðarinnar. Ef niðurstöður
munu sína fram á ekki sé til
staðar sú tiltrú sem þarf meðal
ráðamanna, er mikilvægt að
gera ráðstafanir út frá því.“
„Mikilvægt er að snúa þeirri þróun
við sem einkennt hefur Vestfirði“
Ómar Már Jónsson sveitastjóri Súðavíkurhrepps.