Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 16

Bæjarins besta - 11.01.2007, Page 16
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 200716 Jarðgöng auka samstarfsmöguleika milli sveitarfélaga Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir gerð jarðgangna milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur muni hafa í för með sér enn frekari samstarfsmöguleika. Þetta kemur fram í stefnuræðu bæjarstjóra við síðari umræðu fjárhagsætlunar Ísafjarðarbæjar. Þá hefur samstarf milli sveitarfélaganna tveggja aukist á síðasta ári. Náðst hefur samkomulag milli Ísafjarðarbæjar og Bolungar- víkurkaupstaðar um sameiginlega tæknideild. Samstarf er hafið að nýju um rekstur Byggðasafns Vestfjarða eftir samþykkt sveitarfélaganna á árinu 2005. Í fjárhagsáætlun 2007 er gert ráð fyrir framlagi Ísafjarðarbæjar til Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík. „Auk þessara atriða standa yfir viðræður milli sveitarfélaganna þriggja (á norðanverðum Vestfjörðum, innskot blaðamanns) um enn frekara samstarf í félagsmálum og fleiri málum sem henta vel í samstarfi“, segir Halldór í ræðu sinni. Á Þorláksmessu var dregið í jólagetraun Að- ventublaðs Bæjarins besta. 22 svör bárust en fjórir vinningshafar voru dregn- ir úr þeim hópi. Þau heppnu eru: Hall- dóra Patricia Kristófers- dóttir en hún er búsett í Danmörku og fékk hún ljóðabókina Jólin koma eftir Jóhannes út Kötlum en Bókhlaðan lagði til þann vinning, Sigurður Erlingsson fékk laufa- brauð frá Gamla bakarí- inu, Unnur Bjarnadóttir fékk kertaskreytingu frá Blómaturninum og Vetur- liði Snær Gylfason sem fékk hangikjöt frá Sam- kaupum og var hann al- sæll þegar hann fékk það afhent á Þorláksmessu- kvöld. Dregið í jólagetraun Aðventu- blaðsins Framkvæmdir við loka- áfanga Edinborgarhússins á Ísafirði eru hafnar en verkið er í höndum Vestfirskra verk- taka. „Undirbúningur hófst á milli hátíða og nú er allt komið á fullt skrið. Þegar þessum áfanga er lokið er menningar- húsið tilbúið til notkunar“, segir Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra verktaka. Stefnt er að því að verkinu verði lokið um mán- aðamótin maí og júní. „Þarna verða tveir salir og staðurinn býður upp á gríðarlega mögu- leika á rekstri veitinga- eða kaffihúss, enda staðsetningin góð og húsnæðið skemmtilegt í gömlum stíl. Það er ekki búið að fá rekstraraðila en nú þegar hafa aðilar utan úr bæn- um sýnt áhuga. Leiga af þessu rými er hluti af greiðslunni okkar sem við munum fram- leigja“, segir Hermann. Hafist var handa við að færa Edinborgarhúsið aftur í upp- runalegt horf fyrir um tveimur árum og var unnið að því þar til fjármagn var uppurið. Þá veitti Ísafjarðarbær styrk til endurbyggingar hússins síð- asta vor auk þess sem Glitnir afhenti forsvarsmönnum þess 1,5 milljón króna styrk. Húsið var byggt árið 1907 og er eitt viðamesta timbur- grindarhús sem byggt hefur verið á Íslandi. Það var teiknað af Rögnvaldi Á. Ólafssyni sem nefndur hefur verið fyrsti íslenski arkitektinn. Fjölbreytt starfsemi hefur farið fram í Edinborg í gegnum tíðina, en áður en það varð menningar- hús var þar meðal annars fisk- vinnsla og verslun. Nú er þar til húsa Listaskóli Rögnvalds Ólafssonar, upplýsingamið- stöð ferðamanna og Vestur- ferðir á sumrin. – thelma@bb.is Edinborgarhúsið á Ísafirði. Framkvæmdir hafnar á ný í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.