Bæjarins besta - 12.04.2007, Side 2
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 20072
Þennan dag árið1919 létu átta manns lífið í snjóflóðum við
Siglufjörð. Eitt flóðið eyðilagði síldarverksmiðju sem talin
var sú fullkomnasta sem þá þekktist. Sama dag árið 1953
tók Menntaskólinn á Laugarvatni formlega til starfa.
Dagurinn í dag
12. apríl 2007 – 102. dagur ársins
INNRITUN NEMENDA
Í GRUNNSKÓLA ÍSAFJARÐAR
Innritun er hafin fyrir skólaárið 2007
til 2008. Foreldrum barna sem eiga
að hefja grunnskólagöngu næstkom-
andi skólaár ber að innrita börn sín í
skóla. Fyrirhugaður flutningur nem-
enda mili skóla innan sveitarfélags-
ins og frá öðrum sveitarfélögum þarf
einnig að skrá.
Eyðublöð er að finna á vefslóðinni
www.isafjordur.is/isafjordur/thjon
usta/eydublod og skulu skráningar í
alla skóla Ísafjarðarbæjar berast Skóla-
og fjölskylduskrifstofu fyrir 1. maí
2007.
Aðeins ein
eftir í dalnum!
Til sölu er 124,7m² íbúð, fullbúin innrétt-
ingum og gólfefnum á góðum stað á neðri
hæð í nýuppgerðu húsi við paradís Ísfirð-
inga, „ inn í skógi“. Frábært útsýni yfir
Tungudalinn.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 456
6600 eða 899 2626. Íbúðin er laus og til-
búin til afhendingar strax! Sjá nánar á vef-
slóðinni www.vverk.is/fasteignir/sala/
Ríflega 53 þúsund seldar gistinætur
Alls seldust 53.157 gistinætur á farfuglaheimilum á Vestfjörðum og Vesturlandi á síðasta ári, en tölur
um gistingu eru felldar saman á þessum svæðum af Hagstofu Íslands vegna of fárra gististaða. Langflestir
gestanna voru útlendingar sem áttu 48.402 nætur, á móti 4.755 nóttum Íslendinga. Fjölmennastir
voru Bretar með 9.380 nætur, en þar á eftir koma Þjóðverjar með 6.080 nætur. Þá voru Danir með
5.419 nætur næstir á undan Íslendingum. Bandaríkjamenn voru með 3.719 nætur, Norðmenn voru
með 3.156 nætur, Spánverjar með 2.906 nætur, Frakkar voru með 2.657 nætur, Svíar voru með
2.205 nætur, Hollendingar voru með 1.953 nætur og Ítalir voru með 1.405 gistinætur.
Hvíldarklettur ehf. kaupir 22 sjó-
stangveiðibáta og tólf sumarhús
Hvíldarklettur ehf., og Seigla
ehf., hafa unnið að undanförnu
að nýsmíði á tuttugu og
tveimur bátum fyrir sjóstang-
veiði á Vestfjörðum. Fyrstu
ellefu bátarnir verða afhentir í
lok apríl og síðari ellefu um
miðjan maí. Bátarnir eru sjö
og hálfur metri á lengd og
tveir og hálfur á breidd og
hafa bátarnir 160 hestafla vél-
ar. Smíði bátanna hefur geng-
ið hratt fyrir sig en byrjað var
að smíða þá um miðjan febr-
úar á þessu ári eða eftir að
félögin tóku við samningi um
sjóstangveiði hjá ferðaskrif-
stofunni Angelreisen í þýska-
landi. Fjöldi manns hafa stað-
ið vaktir við framleiðslu bát-
anna en smíði þeirra fer fram
í nýju húsnæði Seiglu á Akur-
eyri. Hátt í 1.500 manns hafa
bókað bátana í vikuleigu nú í
sumar hjá Hvíldarkletti. Fé-
lagið útvegar einnig húsnæði
fyrir gestina en félagið hefur
unnið í vetur að endurbótum
á fasteignum á Suðureyri til
útleigu.
Þessu til viðbótar hefur
Hvíldarklettur hefur gert sam-
komulag við Bergráð ehf., um
innflutning á 12 sumarhúsum
frá Halliday homes í Kanada.
Húsin eru 65 m2 að stærð og
koma þau til Ísafjarðar í ein-
ingum en samsetning þeirra,
lagnavinna, málun og frá-
gangur þeirra til flutnings á
byggingarlóðir fer fram á Ísa-
firði. Ekki er enn frágengið á
hvaða lóðum húsin verða fest
niður á sökkla en horft er sér-
staklega í nýtt deiluskipulag
fyrir frístundabyggð á Flateyri
hefur verið tekið húsnæði á
leigu á Flateyri til að dreifa
þessum fjölda en biðlisti er í
nýju húsin strax og þau verða
klár til útleigu.
Um er að ræða stærsta
einstaka uppbyggingarverk-
efni í ferðaþjónustu á Vest-
fjörðum frá upphafi en heildar
fjárfesting Hvíldarkletts í
ferðaþjónustu á Vestfjörðum
er með þessum kaupum og öðru
tengdu rúmar fjögur hundruð
milljónir. Hlutafé í félaginu
var aukið verulega til að takast
á við þessa uppbyggingu og
unnið er að sameiningu félaga
í ferðaþjónustu hér á svæðinu
til að styrkja félagið enn frekar
og til að vinna sameiginlega
að framþróun ferðaþjónustu á
svæðinu með öflugum að-
gerðum. Um tíu eigendur
verða að félaginu Hvíldarklett
ehf., eftir þessa útrás.
– thelma@bb.is
og Þingeyri. Aðrar staðsetn-
ingar hafa einnig verið í skoð-
un. Ef ekki verður hægt að
koma húsunum fyrir á norðan-
verðum Vestfjörðum í sumar
verða þau flutt til annarra land-
svæða.
Mikil eftirspurn er eftir gist-
ingu í sumarhúsum á Vest-
fjörðum eftir tilkomu þýskra
sjóstangveiðimanna inn á
svæðið og því nú tækifæri til
að byggja hratt upp alvöru
ferðaþjónustu á svæðinu.
Hvíldarklettur hefur nú þegar
selt gistingu í 12.000 gisti-
nætur til erlendra ferðamanna
nú í sumar og er nú unnið
hörðum höndum að koma öllu
þessu fólki fyrir í hús. Meiri-
hlutinn af þessu fólki verður á
Suðureyri í sumar en einnig
Teikning af sumarhúsi Hvíldarkletts.
Jónas Guðmundsson, sýslu-
maður í Bolungarvík, segir til-
valið að fela einhverju sýslu-
mannsembættinu á landinu að
sjá um eftirfylgni með að
óskoðuð ökutæki á landinu
séu færð til lögmæltrar skoð-
unar og innheimtu gjalds ef út
af er brugðið og hefur boðið
sitt sýslumannsembætti undir
verkið. Segir hann að þessum
málum sé nokkuð ábótavant á
Íslandi, þar sem lögreglu-
mönnum hefur verið gert að
elta uppi óskoðaða bíla og
gefa þeim fyrst 7 daga frest,
elta þá svo aftur uppi og klippa
af þeim númerin.
Yfir 20 þúsund bílar hafa
ekki verið færðir til skoðunar
á landinu. Heimild er í lögum
til að leggja á gjald fyrir þessa
vanrækslu, en hún hefur ekki
verið nýtt auk þess sem fjár-
hæð gjaldsins hefur ekki verið
ákveðin. „Lögreglan hefur
einfaldlega ekki tök á því að
standa í þessu“, segir Jónas.
„Og þeir væru sjálfsagt fegnir
að losna við þetta. Þetta er
starf sem best væri að vinna á
einum stað, og það er hægt að
gera hvar sem er á landinu. Ef
þessi þjónusta yrði flutt til
Bolungarvíkur myndi hún
skapa þar störf, en fyrst og
fremst auka umferðaröryggi.
Hér er ekki verið að taka störf
af neinum, heldur skapa ný.“
Hugmyndin er þá sú að í
fyrstu umferð fengi umráða-
maður óskoðaðs ökutækis
bréf þar sem hann er minntur
á skyldur sínar, þar sem fram
kæmi að ef ökutækið yrði ekki
fært til skoðunar innan tilskil-
ins tíma eða það afskráð úr
ökutækjaskrá, yrði lagt gjald
með lögveði í ökutækinu.
Gjaldið gæti sem dæmi verið
5 þúsund krónur, og gæti
hækkað í 10 þúsund krónur ef
ekki yrði brugðist við, ásamt
því að veittur yrði einhver
aukinn frestur. Dygði þetta
ekki til yrði lagt akstursbann
á ökutækið, sem tilkynnt yrði
til eiganda og til lögreglu.
Þetta ökutækjaeftirlit gæti þá
sömuleiðis séð um að hafa
uppi á óvátryggðum ökutækj-
um og eigendum þeirra og
hugsanlega ökutækjum á er-
lendum skráningarnúmerum
sem eru með útrunna heimild
til aksturs hérlendis, og unnið
þessi mál í hendur lögreglu ef
annað dygði ekki.
Vill koma á fót ökutækja-
eftirliti í Bolungarvík