Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 7 Ferðamönnum fjölgar Alls seldust 108.369 gistinætur á Vestfjörðum, Suðurnesjum og Vesturlandi á síðasta ári, en þessi landsvæði eru felld saman í einn flokk hjá Hagstofunni sökum fárra gististaða. Þetta er aukning um 14,7% á milli ára. Þar af fjölgaði Íslendingum mest, úr tæplega 40 þúsund árið 2005 í ríflega 50 þúsund árið eftir, eða um tæplega 26%. Útlendingar voru því ríflega 58 þúsund. Þar voru Banda- ríkjamenn fjölmennastir, 9.659 talsins, en næstir komu Bretar, 9.494 talsins. Þjóðverjar keyptu 7.494 gistinætur. Danir keyptu 2.940 gistinætur. Japanir keyptu 2.875 gistinætur. Frakkar keyptu 2.715 gistinætur. Spánverjar keyptu 2.290 gistinætur, og Ítalir keyptu 2.131 gistinótt. Orkubú Vestfjarða vinnur að því þessa dagana að afla áhættufjár í formi víkjandi láns til að fjármagna boranir sem geta gengið úr skugga um hvort vinnanlegur jarðhiti sé við Bræðratungu í Tungu- dal í Skutulsfirði. Nú er fyrir hendi tækni til að ráða við boranir af því tagi sem þarna þarf, en kostnaðurinn er mik- ill. Fyrri boranir við Bræðra- tungu hafa staðfest að heitt vatnskerfi er þar undir þótt enginn yfirborðsjarðhiti sé fyrir hendi. Niðurstöður bor- ana og efnafræði vatns í hol- unum gefa til kynna að þaðan megi ná um 60-70°C heitu vatni. Horft er til tveggja mögu- leika í áframhaldandi borun. Fyrri möguleikinn er sá að borhola verði staðsett til hliðar við ætlaða sprungu. Í fyrri bor- unum kom allmikið af 25- 30°C heitu vatni í holurnar tiltölulega grunnt, en þær æðar voru steyptar af. Dýpri holurn- ar sigu saman á fáeinum dög- um í um 800 m. Þar sem hol- urnar síga saman eru þykk set- lög sem þarf að fóðra af áður en dýpra er haldið. Því þyrfti að bora þyrfti niður fyrir 800 m. Að því búnu þyrfti að stefnubora í átt að sprungunni og skera hana á yfir 1.000 m dýpi. Gera mætti ráð fyrir að bora þyrfti allt að 1.200-1.500 m djúpa holu. Seinni möguleikinn er að bora svonefnda skáholu. Þá er bornum hallað strax við yf- irborð og haldið sömu stefnu alla leið. Slík skáborun er mun ódýrari en stefnuborun. Vanga- veltur eru einnig um að sleppa samfelldri fóðringu og fóðra einungis lausa beltið. Eftir á að meta hvor aðferðin er betri, með tilliti til áhættu og kostn- aðar. Síðast var borað við Bræðra- tungu árið 1999 og var holan 1.255 m djúp. Holan stíflaðist fljótlega á 700-800 m dýpi. Holan var mjög lek niður í um 300 metra og hiti í æðum var 20-40°C. Hitamæling í lok borunar gefur sterkt til kynna að 60-70°C heitt vatnskerfi sé í nánd við holuna. Það hefur verið talið að holan hafi skorið sprunguna ofarlega. Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur hjá Íslenskum Orku- rannsóknum segir að jarð- fræðirannsóknir hafa leitt í ljós að heitavatnskerfi þetta er líklega tengt tiltölulega ungri sprungu sem stefnir norðvestur-suðaustur og má rekja hana inn í botn Álfta- fjarðar. Þar kom einnig fram hitafrávik við hitastigulsbor- anir. Þá segir hann að það hljóti að vera kappsmál fyrir heimamenn að ganga úr skugga um hvort vinnanlegur jarðhiti sé fyrir hendi í Skutulsfirði. Það verður ekki gert nema með borunum. – tinna@bb.is Orkubú Vestfjarða. Stefnt að áframhaldandi rann- sóknarborunum í Tungudal Rúmlega tvítugur karl- maður var á dögunum dæmd- ur í Héraðsdómi Vestfjarða í sex mánaða fangelsi fyrir tvö brot gegn fyrstu og ann- arri grein almennra hegn- ingarlaga. Fresta skal fulln- ustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðn- ingu dóms haldi ákærði al- mennt skilorð. Maðurinn er annarsvegar dæmdur fyrir að hafa veist að lögreglu- manni við skyldustörf og hinsvegar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Málsatvik eru þau að að- faranótt sunnudagsins 8. októ- ber 2006 brutust út slagsmál milli ákærða og annars brota- þolanna bak við verslunina Blómaturninn við Austurveg á Ísafirði. Sló ákærði brota- þola í höfuðið með glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á höfði. Þegar lög- regla skarst í leikinn veittist ákærði að einum lögreglu- mannanna og sló hann hnefa- höggi í andlitið með þeim af- leiðingum að lögreglumaður- inn hlaut tannbrot og fleiðrur á yfirborð slímhúðar í hægri kinn. Í dóminum segir að brotin hafi verið tilefnislaus og al- varleg og beinst gegn höfðum brotaþolanna. Við ákvörðun refsingar þykir hins vegar mega líta til þess að högg það sem ákærði veitti öðrum brotaþolanum með glasi olli hvorki alvarlegum né varan- legum áverkum, þó svo brotið verði allt að einu að telja sér- staklega hættulegt. Þá játaði hann skýlaust brot það gegn valdstjórninni sem honum er gefið að sök í málinu. Að endingu þykir mega horfa til þess að ákærði var ein- ungis tvítugur er hann framdi brotin og þá hefur hann ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot. Ákærða var dæmt að greiða 230.570 krónur í sak- arkostnað. – tinna@bb.is Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Segja verðlaunafé ekki geta verið lægra en 200 þúsund Nefnd um byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ hefur haldið sinn fyrsta fund og er það mat nefndarinnar að nauðsynlegt sé að hafa vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara þeirrar samkeppni sem til stendur að halda um byggðamerki, og einnig þurfi að leggja til fjár- magn í auglýsingar um sam- keppnina. Horfir nefndin þá til þess hvað nágrannasveit- arfélög hafa gert í þessum efn- um á liðnum árum. Leggur nefndin til að aug- lýst verði á heimasíðu Ísa- fjarðarbæjar, í Bæjarins besta og í einu dagblaði. „Nefndin telur að verðlaunafé fyrir byggðamerki Ísafjarðarbæjar geti ekki verið lægra en kr. 200.000 kr. fyrir 1. sæti og sé vilji til þess að veita hærri verðlaun, eða fyrir fleiri sæti, þá sé það æskilegt og laði að fleiri keppendur“, segir í bók- un nefndarinnar. Þá bendir nefndin á að nú er í gangi samkeppni um byggða- merki fyrir Hvalfjarðarsveit, en þar eru veitt þrenn verð- laun. 350 þúsund krónur veit- ast fyrir 1. sæti, og 50 þúsund krónur fyrir næstu tvö þar á eftir. „Nefndin er sammála um að því hærra sem verðlaunaféð er og fleiri verðlaunasæti, því fleiri og mögulega vandaðri tillögur berist og þá hljóti að koma til þátttaka bæði lærðra og leikinna.“ Loks óskar nefndin eftir svör- um frá bæjaryfirvöldum sem fyrst, enda geti hún ekki hald- ið áfram störfum sínum fyrr en þessum spurningum er svarað. – eirikur@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Á síðasta ári voru 27 gistiheimili og eitt hótel skráð á Vestfjörðum sam- kvæmt tölum Hagstofu Ís- lands. Gistiheimilin buðu upp á 365 herbergi þar sem finna mátti 807 rúm, en hót- elið er með 36 herbergi og 72 rúm. Hótelið, sem er Hótel Ísafjörður, starfar allt árið um kring, en um helm- ingur gistiheimilanna tekur sér frí yfir vetrarmánuðina. Á tímabilinu frá janúar og fram í apríl voru starfandi 13 gistiheimili með 177 her- bergi og 385 rúm, en á tíma- bilinu frá september og fram í desember voru starf- andi 14 gistiheimili með 177 herbergi og 382 rúm. Fleiri gistiheimili störfuðu á Vestfjörðum á árinu 2005, eða 31, og buðu þau samtals upp á 385 herbergi með samtals 848 rúmum. Rekst- ur þeirra utan helsta tíma- bilsins, frá maí fram í ágúst, var svipað mikill og í ár en skiptist þannig að fleiri gistiheimili voru rekin frá september-desember, eða 17, heldur en voru frá janú- ar-apríl, eða 11. Tölurnar hér að ofan koma frá Hagstofu Íslands og miðast við þá gististaði sem uppfylla hennar staðla um gistiheimili og hótel. Til að teljast hótel verða gististaðir að hafa opið allt árið um kring, vera með baðherbergi á a.m.k 75% herbergja og opna móttöku allan sólarhringinn. Önnur hótel falla undir gistiheim- ili. – eirikur@bb.is Gistiheimilum fækkar milli ára Hótel Edda á Ísafirði telst til gisti- heimila, enda ekki opið nema á sumrin.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.