Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 9 „Við ætluðum aldrei að eiga neina verslun, í upphafi ætluðum við aðeins að flytja inn fyrir heildsala. Við vorum búin að kasta okkur út í nær hálfrar milljón króna kostnað við að flytja prufur til landsins en svo vildi heildsalinn ekki borga nógu gott verð fyrir þær. Þá sáum við fram á að við gætum alveg gert þetta sjálf.“ óknar á villigötum með þetta. Við erum alltaf að hugsa um topp- inn og þá sem eiga mestan pening en þeir eiga allt og það er hinn almenni ferðalangur sem eyðir mestu þótt það sé lítið í einu. Það þarf líka að huga að því hvað það er sem fólk er að kaupa, vanalega er það eitt- hvað sem er sérstakt og kostar lítinn pening. Eins og sumarið 2005 þegar eitt skemmtiferða- skipið lagðist að í Önundar- firði vegna veðurs, þá heim- sóttu farþegarnir handverks- húsið á Flateyri og þar seldist allt upp. Það er því margt sem heimamenn geta gert til þess að búa sér betur í haginn. Ekki eingöngu þegar kemur að ferðamönnum heldur ætti einnig að beita sér fyrir því að fyrirtæki sem vinna þróunar- vinnu kæmu vestur með starfs- menn sína þar sem þeir gætu verið í friði til þess að klára verkefni sín. Í borginni er svo mikið áreiti að góðir mögu- leikar eru á því að fyrirtæki fengjust til þess að koma í róna og næðið í vestrinu. Það skilur alltaf eitthvað eftir sig í samfélaginu. Það er hellingur af húsnæði í boði fyrir slík fyrirtæki en það sem setur strik í reikninginn er netteng- ingin. Stjórnmálamenn ættu að beita sér sérstaklega fyrir því að bæta internetið hér vestra því það mun auka atvinnumöguleikana. Til þess að geta boðið nýjum fyrirtækj- um og nýjum tækifærum vest- ur verða menn að taka til heima hjá sér“, segir Guðbjart- ur sem þekktur er fyrir að orða hlutina skemmtilega.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.