Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 12.04.2007, Blaðsíða 1
Vagnstjórinn blæs til sóknar Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 12. apríl 2007 · 15. tbl. · 24. árg. Guðbjartur Jónsson varð þjóðkunnur sem Vagnstjóri á Flateyri. Hann hefur komið víða við á starfsævi sinni og var til að mynda framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins á Flateyri um tíma, en nú hefur hann ásamt konu sinni opnað verslun á Ísafirði og verslar með vandaðan kristal. Í framtíðinni stefnir hann að því að selja varninginn um allt land. Sjá miðopnu. Fá nýjan búning Undanfarna mánuði hef- ur klasaverkefnið Sjávar- þorpið Suðureyri unnið að umbúðahönnun fyrir fram- leiðsluvörur sem fram- leiddar eru á Suðureyri. Innan skamms hefst fram- leiðsla og sala á vörum úr þorpinu í nýjum og fersk- um búningi. Þær vörur sem koma fyrst á markaðinn eru fros- in ýsa, þorskur og stein- bítur frá Fiskvinnslunni Íslandssögu, hjallþurrkað- ur harðfiskur frá fiskverk- un Jóhanns og sjóarafiskur frá Vestfisk en þeir þurrka ýsu frá Íslandssögu fyrir verkefnið. Vörurnar hafa það sameiginlegt að vera framleiddar sem vistvæn- ar sjávarafurðir. Ofangreindar vörur verða komnar í allar betri versl- anir í byrjun sumars. – thelma@bb.is Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, var haldin í fjórða sinn á Ísafirði um síðustu helgi. Hátíðin hefur stækkað með hverju árinu og í ár þurfti að taka tvo daga undir herlegheitin, en 37 hljómsveitir stigu á stokk í gömlu Ríkisskipa skemmunni við Ásgeirsbakka. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, er að vonum ánægður, enda fór hátíðin einstaklega vel fram. Skipuleggjendur hátíðarinnar, gæsla og lögregla voru með gott eftirlit á hátíðinni auk þess sem fíkniefnaleitarhundurinn Tíri og umsjónarmaður hans, frá lögreglunni í Borgarnesi, voru lögreglumönnum á Vestfjörðum til aðstoðar við eftirlitið á hátíðinni. Sjá frásögn og myndir inni í blaðinu. – tinna@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.