Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 3
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 3
Bæta þarf upplýsingar og efla
vitund íbúa og gesta Ísafjarðar-
bæjar vegna náttúruvár. Þetta
kemur fram í greinargerð með
drögum að aðalskipulagi Ísa-
fjarðarbæjar. Lagt er til að gert
verði sérstakt vákort fyrir af
Hornstrandasvæðinu fyrir þá sem
fara inn á svæðið. Einnig ber að
stuðla að öryggi fólks með al-
mennum viðbúnaði og öryggis-
áætlunum. „Þar sem ekki eru fyr-
irliggjandi gögn um náttúruvá
ber að afla þeirra við nánari út-
færslur skipulagstillagna og leita
álits hjá viðkomandi fagmönnum
og staðkunnugum til að forðast
neikvæð áhrif af völdum náttúru-
vár. Leggja þarf meiri áherslu á
vöktun umhverfis til að hægt sé
að skilja umhverfisbreytingar og
áhrifin sem þær geta haft á auð-
lindirnar“, segir í greinargerð-
inni.
Stefna sveitarfélagsins er að
verja byggð í þéttbýli á snjó-
flóðahættusvæðum með bygg-
ingu varnarvirkja. Meta þarf þó í
hverju tilviki þá valkosti sem leitt
geta til ásættanlegrar áhættu fyrir
íbúa sveitarfélagsins. Í Kubban-
um ofan Holtahverfis verður eins
og kunnugt er reistur um 260 m
langur og 12-18 m hár varnar-
garður auk þess sem upptaka-
stoðvirki verða sett í hlíðar fjalls-
ins. Markmið framkvæmdarinn-
ar er að auka öryggi íbúa með
tilliti til snjóflóða. Framkvæmdin
verður í samræmi við breytingu
á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-
2009 og deiliskipulag sem Bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti
árið 2007.
Mikilvægt er að draga úr grjót-
hruni ofan byggðar með því að
sprengja reglulega lausagrjót þar
sem það á við. Einnig er nauð-
synlegt að halda við skurðum til
að draga úr áhættu.
Efla þarf vitund íbúa vegna náttúruvár
Öðrum áfanga jarðhitaleitar lokið
Öðrum áfanga í leit að heitu
vatni í Álftafirði er lokið. Alvarr
ehf sá um dýpkun þeirrar holu
sem boruð var árið 2006 og gaf
góðar vísbendingar um að hita-
kerfi væri þar að finna. Borað
var niður á 280 metra dýpi og
mældist hitinn mestur 28 gráður.
Ætlunin var að bora niður á 350
metra en það náðist ekki þar sem
krónan, sem er aðalhluti borsins,
brotnaði. Er nú í skoðun hvort
boruð verði önnur hola á sama
svæði til að fá ítarlegri upplýs-
ingar um það hitavatnskerfi sem
þar er að finna.
Áætlað er að kostnaður við
gerð vinnsluholunnar sé um 25
milljónir króna. Verkefnið er
með þeim stærri sem verða í
framkvæmd hjá sveitarfélaginu
í ár en Súðvíkingar binda miklar
vonir við að finna heitt vatn þar
sem það myndi þýða mörg ný
tækifæri fyrir atvinnulífið og
auka lífsgæði íbúa um leið.
Fyrsti áfangi verkefnisins fór
fram haustið 2006 þegar boraðar
voru níu hitastigulsholur Svarf-
hól í innanverðum Álftafirði til
að kanna hvort heitt vatn væri
þar að finna. Niðurstöðurnar voru
jákvæðar og staðfestu að hita-
vatnskerfi er á svæðinu sem á að
geta gefið 60-70 gráðu heitt vatn.
Viðhaldi gatna og gang-
stétta í Bolungarvík verður
haldið í lágmarki í ár að því
er fram kemur í stefnuræðu
Elíasar Jónatanssonar, bæj-
arstjóri. Þá verður stefnt að
því að draga úr kostnaði við
snjómokstur. Með þessum
aðgerðum hyggst sveitarfé-
lagið spara um sex milljónir
króna. Þá er gert ráð fyrir að
sorphirða verði á 10 daga
fresti í stað vikulega en kostn-
aður við sorphirði og sorp-
förgun hefur aukist mikið á
undanförnum árum. Þá eru
uppi hugmyndir um að lengja
þann tíma upp í tvær vikur
yfir vetrartímann. Einnig er
gert ráð fyrir að dregið verði
úr vöktun gámastðvar. Nettó-
sparnaður við þessar aðgerð-
ir er áætlaður um 1,5 millj-
ónir króna.
Í stefnuræði bæjarstjóra
kemur einnig fram að reikn-
að er með sameiningu á
starfsemi áhaldahússins á
staðnum og eignasjóð sem
fækka mun störfum úr fjór-
um í 2,5. Með þessum að-
gerðum má spara 3,9 millj-
ónir króna í ár og um sex
milljónir á ársgrundvelli. Þá
er í stefnuræðunni gert ráð
fyrir að annar rekstrarkostn-
aður lækki um 3,3 milljónir
króna. – birgir@bb.is
Dregið úr
snjómokstri
Nýskráningum hluta- og
einkahlutafélaga fækkaði
mikið milli ára en 44 félög
voru stofnuð á Vestfjörðum á
síðasta ári á móti 76 árið
2007. Þá voru 2% nýskráðra
hluta- og einkahlutafélaga
landsins á Vestfjörðum á
nýliðnu ári. Til samanburðar
má geta þess að á nýliðnu ári
voru nýskráningar hlutafé-
laga og einkahlutafélaga sex
á hverja 1.000 íbúa á Vest-
fjörðum. Flest félögin tengj-
ast smábátaútgerð, eða sex
talsins, og helmingi færri
voru stofnuð um útgerð fiski-
skipa. Fjögur félög voru
stofnuð vegna hótel- eða veit-
ingastarfsemi og þrjú um
leigu á atvinnuhúsnæði. Flest
félögin voru stofnuð í Ísa-
fjarðarbæ eða 22 einkahluta-
félög. Því næst komu Bolvík-
ingar með níu einkahluta-
félög. Rétt ber að geta að árið
2007 var mjög gott ár í ný-
skráningum félaga. Aðeins
einu sinni frá árinu 1999 hafa
nýskráningar verið fleiri, en
það var árið 2002 þegar 128
félög voru skráð, eða 16 á
hverja 1.000 íbúa. Voru þá
4,1% nýskráðra fyrirtækja
skráð á Vestfjörðum. Ný-
skráningum fækkaði um tæp
30% á landinu í heild. Flestar
nýskráningar voru sem fyrr á
höfuðborgarsvæðinu en
nýskráningum fækkaði hlut-
fallslega mest á Vesturlandi,
eða um 46% frá fyrra ári.
Flestar nýskráningar
flokkaðar eftir atvinnu-
greinum eru eins og undan-
farin ár í starfsemi eignar-
haldsfélaga og leigu atvinnu-
húsnæðis. Ríflega fjórðungur
nýskráðra félaga árið 2008
voru í þessum tveimur
atvinnugreinum.
– thelma@bb.is
Nýskráningum hlutafé-
laga fækkar á Vestfjörðum
Helmingur nýskráðra félaga á Vestfjörðum voru í Ísafjarðarbæ.