Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 22

Bæjarins besta - 19.02.2009, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 stíllLífs Óstöðugur tennisvöllur Utan úr heimi Á þessum tennisvelli má ekki mikið út af bera til að boltinn tapist að eilífu. Kapparnir sem hér eigast við munu þó hafa efni á því að týna nokkrum boltum án þess að það hafi veruleg áhrif á afkomu þeirra. Það eru þeir Rafael Nadal og Roger Federer, sem hér spila á dálítið óstöðugum tennisvelli í Qatar við Persaflóa. Handtaka Nei, þetta er ekki vígvöllur. Ræningjagengi liggur á grúfu eins og hráviði handjárnað fyrir aftan bak á götu í Foshan í Guangdong-héraði í Kína. Vegfarendur fylgjast með þessum sérstæða viðburði um hábjartan dag. Glæpatíðni hefur aukist gríðarlega í Kína á síðari árum. Taminn steinörn ræðst á ref á steppum Kasakstans í Asíu, skammt frá Karkaralinsk í miðju landinu. Örninn læsir klónni um trýni refsins áður en hann gengur frá honum. Veiðar með örnum er þjóðarsport Kasaka og ár hvert koma veiðimenn úr öllu landinu saman á meistaramót. Steinörninn var fyrrum út- breiddur víða um Evrópu en finnst þar nú einkum í fjallahéruðum. Veiðiörn Fingralangir græða meira tækni og vísindi Vísindamenn hafa komist að því, að fingralangir verðbréfabraskarar ná mun betri árangri í starfi en fingrastuttir. Hér er þó ekki átt við þá merkingu orðsins „fingralangur“ þegar talað er um þjófótta menn heldur bókstaflega merkingu þess. Og raunar gildir þetta aðeins um einn fingur á hvorri hendi – lengd baugfingurs í hlutfalli við lengd vísifingurs. Því lengri sem baugfingurinn er í samanburði við vísi- fingurinn, þeim mun betur gengur braskið með verðbréfin. Þessi rannsókn var gerð við háskólann í Cambridge á Englandi. Skoðaðir og mældir voru fingur á 44 verðbréfabröskurum, sem þurftu að vera eldsnöggir að taka ákvarðanir um kaup og sölu, og síðan var fylgst með starfi þeirra og árangri í tuttugu mánuði. Niðurstaðan var eindregin og óvéfengjanleg. Því lengri sem baugfingurinn var, þeim mun meiri var gróðinn. Og öfugt. Hlutfallsleg lengd fingra ákvarðast þegar á fósturstigi og mótast af hlutföllum kven- og karlhormóna í fóstrinu. Því sterkari sem karlhormónin eru, þeim mun lengri verður baugfingurinn í hlutfalli við aðra fingur. Þessi hlutföll hafa líka áhrif á heilastarfsemina og eðliseigindir og hegðunarmynstur einstaklingsins þegar hann vex úr grasi. Allt er þegar þrennt er Nú hefur fyrirtæki í Bandaríkjunum ráðið bót á þeim al- genga vanda að annar sokkurinn tínist í pari. Lausnin er sú að selja þrjá sokka á verði tveggja svo að sokkaeigandinn eigi aukasokk þótt svo að einn glatist. Á vefsíðu fyrirtækis- ins Throx segir að handritshöfundurinn og leikstjórinn Edwin Heaven frá San Fransisco hafi uppgötvað þessa snilldarlausn á hinum vel kunna vanda. Er þar uppgötvun- inni lýst sem mest spennandi tríói síðan The Jimi Hendrix Experience var og hét. „Ímyndaðu þér þetta: Þú hefur lokið við vikulega þvottinn og ert að para sama sokka þeg- ar þú uppgötvar að einn eða fleiri hafa horfið á dularfullan hátt. Hljómar þetta kunnuglega? Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur því snjall hugvitsmaður frá San Fransisco hefur komið með frumlega lausn á þessu pirrandi fyrirbæri“, segir á trox.com.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.