Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.02.2009, Síða 8

Bæjarins besta - 19.02.2009, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2009 Inn að beini Marzellíus Sveinbjörnsson,umsjónarmaður Fasteigna Ísafjarðarbæjar Marzellíus Sveinbjörnsson er umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar en hann er einnig mikill íþróttamaður. Það skal því engan undra að þegar hann svaraði spurningum BB inn að beini fannst honum besta gjöfin vera góð heilsa. Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? Giftingin. Hvar langar þig helst að búa? Inni í Tunguskógi Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns? Síðast var það fæðing afastelpunnar minnar. Mestu vonbrigði lífs þíns? Að Árni Johnsen komst aftur á þing. Mesta uppgötvunin í lífi þínu? Að finna hvað það er gott að vera alltaf edrú. Uppáhaldslagið? Flest lög með hljómsveitinni Muse. Uppáhaldskvikmyndin? Pretty woman. Uppáhaldsbókin? Dagbók 2009 (æfingadagbókin). Ógleymanlegasta ferðalagið? 2004 til Mora (Vasagangan). Uppáhaldsborgin? Hamraborg á Ísafirði. Besta gjöfin? Góð heilsa. Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum? Nei. Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án? Gleraugnanna minna. Fyrsta starfið? Flokka timbur hjá afa mínum í Neðsta. Draumastarfið? Lögfræðingur-sérgrein,skipulags- og byggingarmál. Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við? Andriy Shevchenko. Fallegasti staðurinn á Íslandi? Tunguskógur. Skondnasta upplifun þín? Að sjá Gísla Jón á línuskautum. Aðaláhugamálið? Íþróttir, skipulags- og byggingarmál. Besta vefsíðan að þínu mati? bb.is. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Húsa- og skipasmiður. Hver er þinn helsti kostur að þínu mati? Reglusemi. En helsti löstur? Frekar langrækinn. Besta farartækið? Reiðhjólið. Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn? Bolludagurinn. Hvaða manneskju lítur þú mest upp til? Konu minnar. Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita? Marzellíus (með zetu og tveimur ellum) nafnið „Hvað sem er“ yrði aldrei leyft hjá Mannanafnanefnd. Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig? Milli 24 og 07. Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsberi. Lífsmottóið þitt? Koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig. Hæstu laun lækka Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að þrjá- tíu milljóna króna niður- skurði hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að sögn Þrastar Óskarsson, framkvæmda- stjóra. Hann segir hugmyndir uppi um að taka mest af þeim sem mest hafa, þ.e. að lækka laun þeirra hæst launuðu. Aðspurður hvort deildir innan stofnunarinnar verði sameinaðar, segir Þröstur að bráðadeild og öldrunardeild verði samreknar og að tvær stöður deildarstjóra verði lagðar niður og ein ný komi í staðinn. Eru þetta einu skipu- lagsbreytingarnar sem tekin hefur verið ákvörðun um. Þröstur segir að engar launa- lækkanir hafi átt sér stað en kjararáð muni lækka laun hans um 8-14%. Ekki á leið í framboð „Nei,“ segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, aðspurður hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn í NV-kjördæmi fyrir alþingis- kosningar í apríl. Ástæðan er sú að í kosningabaráttunni fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar 2006 var hann spurður að því hvort hann hyggðist ætla í þingframboð árið eftir. „Ég sagði klárt nei þá og það sem ég sagði 2006 ætla ég að standa við. Ég gaf þess yfirlýsingu 2006 og kjör- tímabilinu lýkur ekki fyrr en 2010 og ég ætla að standa við yfirlýsinguna sem ég hef gefið fólki. Það verða aðrir að fara í þetta,“ segir Halldór. Kjörnir fulltrúar í fræðslu- nefnd Ísafjarðarbæjar hafa samþykkt að þiggja ekki laun fyrir vinnu sína í ár. Var til- laga þessa efnis lögð fram á síðasta fundi nefndarinnar en á honum fór Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri, yfir for- sendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Þá var rætt um mögulegar leiðir til að lækka kostnað á fræðslusviði. Var nefndar- mönnum falið að koma með upplýsingar á næsta fund í ljósi umræðnanna. Þiggja ekki laun fyrir störf sín

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.