Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009
Pólitísk óvissa
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
smáar
Þrítugur þjónustustjóri óskar
eftir að taka íbúð á leigu yfir
páskana (frá fimmtudegi til
mánudags). „Við erum tvær vin-
konurnar (hin er grunnskóla-
kennari) ætlum að upplifa menn-
inguna í kringum Aldrei fór ég
suður og skíða í fjöllunum fyrir
vestan.“ Skilvirkni og góðri um-
gengni heitið. Hafið samband í
síma 662 2999 eða á netfangið
mariae@bifrost.is.
Aðalfundur eldri borgara á Ísa-
firði verður haldinn þriðjudag-
inn 17. mars kl. 17:30 í Safnað-
arheimilinu. Stjórnin.
Til sölu er Toyota Yaris árg.
2004, ekinn 113 þús. km. Fæst
gegn yfirtöku á láni + 250 þús.
út. Afborganir ca. 20 þús. kr.
Uppl. í síma 892 1755.
Fjögurra manna fjölskylda ósk-
ar eftir leiguhúsnæði með hús-
gögnum í júlí og ágúst. Skoð-
um alla möguleika. Uppl. gefa
Karen og Friðrik í síma 496 1690.
Eldri borgarar! Bingó í Safnað-
arheimilinu á Ísafirði sunnu-
daginn 17. mars kl. 14.
3X-Technology á Ísafirði
vinnur nú að smíði búnaðs fyrir
saltfiskverksmiðju í Frakklands.
Starfsmenn 3X luku nýverið
uppsetningum á rækjuverk-
smiðju í Rússlandi og einnig
verksmiðju í Bretlandi.
„Það hefur dregið eilítið úr
sölunni en við erum ennþá með
einhver verkefni sem duga okkur
í einhvern tíma. Staðan er því
ekki slæm hvað varðar verkefni,“
segir Karl Ásgeirsson, rekstrar-
stjóri 3X-Technology. Hann
segist ekki eiga vona á að fyrir-
tækið þurfi að bæta við sig starfs-
fólki þegar nær dregur sumri og
svipaður fjöldi af sumarafleys-
ingafólik verður hjá fyrirtækinu
í sumar.
Smíða búnað
fyrir franska
verksmiðju
Meir en þriðjungur verstu bylja
á landinu frá árinu 1943 hafa
verið á Vestfjörðum. Ef miðað
er við að vindur væri yfir 20 m/s,
skyggni innan við 500 metra og
frost meira en 10 stig fundust
142 athuganir í gagnaskrá Veður-
stofunnar sem falla undir þessa
skilgreiningu, þar af 69 á Vest-
fjörðum. Næst á eftir Vestfjörð-
um koma Raufarhöfn og Gríms-
staðir á Fjöllum. Fyrir árið 1963
eru aðeins þrjár athuganir sem
flokkast undir ofangreint, þ.e. á
Raufarhöfn og á Grímsstöðum á
Fjöllum, 2. janúar 1949. Eftir
árið 1981 koma athuganir af
þessu tagi mjög sjaldan fyrir í
byggð. Langflestar athuganirnar
falla á örfá ár, þ.e. árin 1966,
1968, 1969 og 1970 eða 94.
„Margir munu átta sig á að
þetta er einmitt á hafísárunum
svokölluðu og má vafalaust túlka
sem enn eina vísbendingu um
þær miklu breytingar sem verða
á veðurlagi þegar hafís liggur
við land“, segir á vedur.is. Það
er líka eftirtektarvert að slæð-
ingur af athugunum af þessu tagi
er í byggðum allt fram til 1981,
en lítið eftir það. Reyndar eru
það örfá veður sem skila flestum
athugunum. Fárviðrið í lok jan-
úar 1966 er með 16 athuganir, 4.
febrúar 1968 með sjö, dagarnir
18. til 22. mars 1968 með sex, 1.
apríl 1968 með sex, 15. janúar
1969 með tólf, 5. mars 1969 með
tólf og 25. til 26. mars 1970 með
átta. Hér er alls staðar miðað við
athuganir í byggð.
Margt bendir til að á 19. öld
hafi nístingshríðar af þessu tagi
verið mun tíðari en á þeirri 20.
Aldrei var getið um skyggni í
veðurathugunum þess tíma og
samanburður af því tagi sem hér
er notaður því dálítið erfiður gagn-
vart eldri athugunum. Versta
veðrið í athugunum á þeim mæli-
kvarða sem hér er notaður mæld-
ist á Hornbjargsvita kl. 15 þann
5. mars 1969. Vindhraðinn þá
var 26,7 m/s, skyggni 100 metrar
og frostið 19,3 stig.
Byljir tíðastir á Vestfjörðum
Framundan er mikil pólitísk
óvissa. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir formaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að láta heilsu
sína ganga fyrir stjórnmálunum. Það er rétt ákvörðun og eru
henni sendar bestu óskir um bata. Hitt er ljóst að ákvörðun
hennar um að yfirgefa hinn pólitíska vettvang hefur í för með
sér nokkur pólitísk vandamál fyrir Samfylkinguna og samstarfs-
flokk hennar, Vinstri Græna. Samfylkingin á sér stutta sögu sem
stjórnmálaflokkur og sumir vilja meina að fremur sé um kosn-
ingabandalag að ræða en fullskapaðan stjórnmálaflokk. Um
svipað leyti og Samfylking rann saman úr mörgum flokkum eða
hópum á vinstri væng stjórnmálanna á Íslandi var flokkurinn
Vinstri grænir stofnaður.
Undir óumdeildri forystu Steingríms J. Sigfússonar, sem var
í Alþýðubandalaginu sáluga hefur flokkurinn skapað sér sérstöðu
á vinstri vængnum, sem klár vinstri flokkur, sem vill hækka
skatta á flesta, gera skattakerfið flókið og trúir því að með
millifærslum tekna frá fólki með miðlungslaun til þeirra sem
ýmist hafa lægstu launin eða lifa á bótum verði hægt að skapa
réttlátara samfélag. Þessi trú er fögur í augum nokkurs hóps
fólks sem enn hefur óbilandi trú á því að ríki og sveitarfélög hafi
betri tök á því að ráðstafa launum almennings en almenningur
sjálfur.
En það verður heldur ekki sagt um Vinstri græna að þeir fari
í felur með þessa skoðun sína. Spuriningin er einfaldlega sú
hvort að hinir ólíku hópar sem standa að baki Samfylkingunni
séu þessu sammála. Flestir Íslendingar eiga það sameiginlegt
að vilja að fá að vera í friði fyrir ofstjórn yfirvalda. Flestir telja
reyndar að þeir séu fullfærir um að ráðstafa launum sínum
sjálfir. Því má ekki gleyma að ofurlaunagreifarnir sem tengdust
Samfylkingunni eru flúnir land og enginn vill viðurkenna að
hafa tengst þeim.
Flestir Íslendingar eru nokkurn veginn á miðju hins pólitíska
sviðs, vilja búa við öryggi, að ríkið sjái um það og að ríkið
gangi ekki of langt í afskiptum sínum af lífi hins almenna borg-
ara. Mörg teikn eru á lofti að svo verði ekki að óbreyttu stjórn-
armynstri. En hverjir eru möguleikarnir? Mikil pólitísk óvissa
ríkir á Íslandi og margir virðast ekki vita sitt rjúkandi ráð. Hollt
er minnast sögunnar og þess að í miklu óvissuástandi náði einn
af skelfilegustu harðstjórum sögunnar tökum á almenningi
sem vildi bara ná sér á strik eftir óðaverðbólgu og skömm fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Mikil ríkisafskipti í Þýskalandi milli
stríða og gríðarlegar opinberar framkvæmdir reyndust skamm-
góður vermir.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og óskrifað blað og báðir sam-
starfsflokkar fyrri ríkisstjórnar búa við að leiðtogarnir hafa
yfirgefið sviðið vegna heilsuleysis. Hvað sem kann að taka við
þá verður að gæta þess að fram sé farið af festu og skynsemi.
Ertu orðin(n)
áskrifandi?
Það er mun
ódýrara!
Síminn er
456 4560