Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Utan úr heimi stíllLífs Fagur fiskur í sjó Tígrisdýr þykja falleg dýr og hafa fatahönnuðir ósjaldan sótt til þeirra innblástur er kemur að mynstrum í tískunni. Dýrin eru þó ekki þau eina sem skarta þessu sérstaka yfir- bragði en fiskurinn Astronotus ocellatus er einmitt skrýddur tígr- isdýramynstri, eða minnsta kosti eitt af þremur afbrigðum fisksins. Fiskurinn sem oftast er kallaður Óskar lifir í ferskvatni og kemur Suður Ameríku. Hann er vinsæll í fiskabúrum enda fagur á að líta. Þeir eru frekar grimmir og éta minni fiska, en eru að sama skapi heilmiklir persónuleikar og hænast að eig- anda sínum. Myndin er tekin af wikipediavefnum. Berrassaðir í drullubaði Nektarhátíðin, eða eins og hún heitir á frummálinu hadaka matsuri, er aldagömul hefð við Mimusubi-hofið í Yotsukaido í Japan og er tileinkuð guðunum sem ráða yfir hrísgrjónaökr- unum. Talið er að hátíðin hafi verið hluti af undirbúningi bænda fyrir sáningu, eftir að þeir höfðu verið að mestu leyti innandyra yfir vetrartímann. Þar leggjast menn á bæn og biðja um góða uppskeru og að gæfan verði með þeim. Jap- anskir karlar taka meðal annars upp á því að ærslast í drullu, ekki ósvipað látunum sem oft verða í Mýrarboltanum árvissa á Ísafirði fyrir utan að Japanirnir eru íklæddir engu nema lendarskýlum. Í nógu er að snúast hjá Skíða- félagi Ísfirðinga um þessar mundir og hafa skíðaiðkendur fagnað góðu færi í vetur. Vetrar- íþróttir eiga sér langa sögu hér á Ísafirði, einkum þó skíðaíþróttir. Skíðafélagið var stofnað árið 1934 og ári seinna var stofnað til Skíðaviku sem hefð er fyrir að haldin sé um páskana og dregur ár hvert að sér mikinn fjölda víða af landinu. Nú eru SFÍ-liðar að undirbúa unglingsmeistaramót sem haldið verður á Ísafirði í byrjun apríl en von er á um 200 keppendum. Þá er einnig stærsti viðburður ársins framundan hin margrómaða Fossavatnsganga sem er elsta skíðamót sem enn er haldið á landinu. Bæjarins besta ræddi við Jónu Lind Karlsdóttur formann Skíðafélagsins um starfið, íþrótt- ina og viðburðina framundan. – Nú hefur manni fundist vera uppsveifla hjá Skíðafélaginu í vetur, er það rétt? „Já ég held að það sé viss upp- sveifla. Ég held að fólk sé farið að fara meira á skíði og við erum að fá inn fleiri yngri iðkendur. T.d er mjög stór hópur hjá okkur 12 ára og yngri. Við höfum verið að bjóða upp á fría kennslu á skíðasvæðinu á laugardögum og það hefur verið fín mæting hjá fólki sem vill fá leiðsögn. Einnig höfum við boðið upp á fría gönguskíðakennslu a.m.k. einu sinni í mánuði, hún fer fram á miðvikudögum en við munum auka við þá kennslu þeg- ar nær dregur að Fossavatns- göngunni. Það hefur verið gríðar- lega góð mæting í hana, alveg upp í 40 manns. Ég held nefnilega að það sé fullt af fólki sem hefur lagt skíðin á hilluna um tíma sé núna að dusta rykið klossunum og taka þráðinn upp aftur. Kann- ski er það líka hvetjandi fyrir þá sem eru óöruggir að boðið sé upp á leiðsögn.“ – Unglingameistaramót Ís- lands á skíðum verður haldið á sem koma.“ – Unglingameistaramótið er með stærstu viðburðum vetrarins hjá Skíðafélaginu. „Við höfum líka haldið í vetur bæði bikarmót í göngu og svigi sem heppnuðust mjög vel. Við vorum ótrúlega heppin með veð- ur en þau fóru fram sitt hvora helgina um mánaðamótin janúar- febrúar, einmitt á þeim tíma sem er allra veðra er von. En stærsti viðburður vetrarins er Fossa- vatnsgangan sem er lokapunktur- inn á skíðavertíðinni. Fleiri hundr- uð manns sækja gönguna og er þeim sífellt að fjölga. Sérstaklega hefur erlendum keppendum fjölg- að undanfarin ár og þar á meðal hafa verið margir heimsfrægir skíðagöngumenn. Þeir hafa meira að segja hafa dásamað gönguna í blöðum erlendis sem er mjög góð svæðiskynning og kemur okkur á kortið. Margir af þessum köpp- um koma ár eftir ár í Fossavatns- gönguna sem segir okkur að þeir séu mjög ánægðir. Þeir eru vanir að keppa í stærstu göngunum og ferðast um heiminn til að sækja þær, það er því góður vitnisburð- ur um að þeir séu ánægðir með það sem við höfum að bjóða að þeir komi alltaf aftur til okkar.“ – Þannig að starfið gengur vel í Skíðafélaginu. „Já það gerir það, þótt það sé erfitt rekstrarlega um þessar mundir. Mörg fyrirtæki halda að sér höndunum í því efnahags- ástandi sem nú ríkir og hafa ekki getað styrkt okkur eins og oft áður. En við reynum að gera okk- ar besta og reka félagið eins vel og við getum. Ég finn fyrir mjög mikilli jákvæðni hjá foreldrum og félagsmönnum en við höfum kallað eftir meiri sjálfboðavinnu og aðstoð við mót og slíkt. Ég hef ekki fundið annað en að fólk sé tilbúið að leggja sitt af mörk- um. Kannski er það vegna þess að sama ástandið er alls staðar og því sýnir fólk því skilning og er reiðubúnara til að hjálpa.“ Ísafirði dagana 3.-6. apríl. Búist er við að nokkur hundruð manns komi til Ísafjarðar á vegum móts- ins. Er ekki mikill undirbúningur í kringum mót af þessu tagi? „Það er hellings undirbúningur og unglingameistaramótsnefndin hefur verið að störfum frá því í janúar. Það er margt sem þarf að huga að í sambandi við svona mót. Við eigum von á í kringum 200 keppendum en þeim fylgir náttúrlega þjálfarar og jafnvel foreldrar svo það verður heilmikil aukning í bænum.“ – Leggst það ekki bara vel í ykkur? „Jú mjög vel. Við í Skíðafélag- inu höfum haft það orð á okkur að halda vel utan um þau mót sem við höfum haldið. Ég hef að minnsta kosti heyrt það frá Skíða- sambandinu að mótshald hjá okkur hafi verið til fyrirmyndar. Ég held að það spili kannski inn í að af því maður er úti á landi hugsar maður um ýmis smáatriði sem oft gleymast á stærri stöðun- um. Eins og t.d. á höfuðborgar- svæðinu er frekar gert ráð fyrir að fólk bjargi sér sjálft þegar það er komið á staðinn en hér reynum við eftir fremsta megni að gera hlutina auðveldari fyrir fólk. Eins og til að mynda að útvega því aðstöðu til þess að undirbúa og smyrja skíðin. Það er metnaður okkar að allt sé til taks fyrir þá Jóna Lind Karlsdóttir. Blómlegt starf hjá Skíðafélaginu

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.