Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 15 Frítt fyrir atvinnlausa í líkamsrækt Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Gylfi Guðmundsson, hjá Félagi opinberra starfsmanna og Halldór Óli Hjálmarsson, hjá Félagi járniðnaðarmanna. Atvinnulausir einstaklingar í Ísafjarðarbæ frá frítt í líkamsræk í íþróttamiðstöðvum í Ísafjarð- arbæ samkvæmt samkomulagi sem fulltrúar frá Ísafjarðarbæ, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Félagi járniðn- aðarmanna á Ísafirði undirrituðu á föstudag. Samkomulagið felur í sér að stéttarfélögin greiða 50% af kostnaði við sundkort/líkams- ræktarkort á móti Ísafjarðarbæ sem á móti gefur 50% af kostnaði við kortið. Samningurinn gildir úr árið. „Í kjölfar bankakreppu og efnahagsþrenginga hefur at- vinnuleysi á Vestfjörðum stór- aukist undanfarna mánuði. Að mati Verkalýðsfélags Vestfirð- inga (Verk. Vest), Félags járniðn- aðarmanna á Ísafirði, Félags op- inberra starfsmanna á Vestfjörð- um (Fos. Vest.) og Ísafjarðar- bæjar, eru það ótvíræðir hags- munir einstaklinganna og samfé- lagsins að atvinnuleitendum sé gefinn kostur á að rækta sál og líkama þegar þrengir að“, að því fram kemur í samningnum. Undir samninginn rituðu þeir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Finnbogi Svein- björnsson, formaður Verkalýðs- félags Vestfirðinga, Gylfi Guð- mundsson, hjá Félagi opinberra starfsmanna og Halldór Óli Hjálmarsson, hjá Félagi járniðn- aðarmanna. Á sama tíma var undirritað samskonar samkomu- lag milli stéttarfélaganna og Stef- áns Dan Óskarssonar. Umferðarlagabrot- um fækkaði í janúar Umferðarlagabrotum fækk- aði mikið í umdæmi lögregl- unnar á Vestfjörðum í jan- úar miðað við sama mánuð árið á undan samkvæmt ný- útgefinni afbrotaskýrslu lög- reglunnar. Í síðasta mánuði voru 32 slík brot framin en í janúar 2007 voru umferðar- lagabrotin 25 talsins og 33 árið 2006. Átta hegningar- lagabrot voru framin í um- dæminu í síðasta mánuði sem er einu færra en árið á undan og örlítil fækkun frá 2006 þegar þau voru tólf. Þrjú fíkniefnabrot komu til kasta lögreglunnar á Vest- fjörðum í síðasta mánuði og er það sami fjöldi og árið á undan en þau voru tvö árið 2006. Rétt er að geta þess að við samantekt tölulegra upplýs- inga eru tilgreind öll brot sem tilkynnt voru lögregl- unni að frátöldum þeim sem reynast við nánari athugun ekki vera brot. Hafa ber í huga að eitt atvik getur falið í sér fleiri en eitt brot. Til dæmis getur maður sem er stöðvaður vegna umferðar- lagabrots fengið í sama máli kæru fyrir fíkniefni sem fundust í fórum hans. Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2008, eða 302 skip, sem er um 20% fiskiskipastóls landsins. Opnir bátar voru flestir á Vest- fjörðum eða 158 og því næst kom Vesturland með 129 báta. Fæstir bátar þessarar tegundar voru með heimahöfn á Suður- landi eða alls 24. Vélskip voru flest á Vestfjörðum eða 138 tals- ins en fæst á Norðurlandi vestra eða 55 skip. Flest vestfirskra skipa voru með heimahöfn í Bol- ungarvík eða 37 bátar, þar af voru 14 opnir fiskibátar og 22 vélskip. Því næst kom Patreks- fjörður sem er heimahöfn 31 báts. 28 voru með heimahöfn á Tálk- nafirði, 27 á Ísafirði og í Súðavík og 25 á Suðureyri. Flestir togarar voru með heima- höfn skráða á höfuðborgarsvæð- inu, alls 14. Þá voru sex togarar með heimahöfn á Vestfjörðum. Reykjavík er einnig heimahöfn flestra fiskiskipa eða alls 88. Þar á eftir kom Grindavík með 81 skip skráð. Í Reykjavík voru einnig flestir opnir fiskibátar með heimahöfn, alls 35. Flest vélskip áttu heimahöfn í Grindavík eða 66 skip, 43 voru skráð með heimahöfn í Reykjavík og 42 í Vestmannaeyjum. Í Reykjavík voru 10 togarar skráðir með heimahöfn og 7 í Vestmannaeyj- um og á Akureyri. Í lok árs 2008 voru 1.529 fiski- skip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 769 og samanlögð stærð þeirra 86.390 brúttótonn. Vélskip- um fækkaði um 65 á milli ára og dróst flotinn saman um 5.266 brúttótonn. Togarar voru alls 60 og fækkaði um fjóra frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflot- ans var 69.889 brúttótonn og hafði minnkað um 4.177 brúttó- tonn frá árinu 2007. Opnir fiski- bátar voru 700 talsins og 3.348 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fækkaði um 44 milli ára og heildarstærð þeirra dróst saman um 208 brúttótonn. Heildarstærð fiskiskipaflotans hefur dregist saman milli ára um 9.652 brúttótonn, eða um 5,7% frá fyrra ári. Heildarstærð vél- skipa dróst saman um 5.266 brúttó- tonn eða 5,7% og heildarstærð togara um 4.177 brúttótonn eða 5,6%. – thelma@bb.is Flest fiskiskip á Vestfjörðum Bolungarvík er heimahöfn flestra skipa á Vestfjörðum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.