Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 12.03.2009, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. MARS 2009 Marsibil flottust tvö ár í röð Hátt í 200 manns skemmtu sér á grímuballi KFÍ og Ísfólksins, stuðningshóps félagsins, í Krús- inni á Ísafirði á laugardag. Meiri- hluti ballgesta var í hinum ýmsu gervum og mátti sjá skáldsagna- persónur, kvikmyndahetjur og furðuverur dilla sér á dansgólfinu við tónlist Bjarna Ara og Millj- ónamæringanna, en þeir létu ekki sitt eftir liggja og voru klæddir sem körfuboltamenn. Eins og endranær fór fram kosning á dansleiknum um það hver væri í flottasta búningnum. Að þessu sinni varði sigurveg- ari ársins í fyrra titil sinn en Marsibil Kristjánsdóttir hafnaði í fyrsta sæti sem Kalypsó úr stór- myndinni Pirates of the Cara- bean. Í öðru sæti voru hjónin Sveinbjörn Hjálmarsson og Sól- ey Huld Árnadóttir sem voru í gervi hinna illræmdu bræðra Karíusar og Baktusar. Í þriðja sæti var Björn Arnór Svein- björnsson sem prestur og perri. Snorri Hinriksson þótti bera frumlegasta búninginn sem hinn góðkunni Magnús Hauksson. Grímuballið var nú haldið í ellefta sinn en það hefur notið mikilla vinsælda frá upphafi. Meira er lagt í búningana ár frá ári og leggja margir mikið á sig til að gera gervin sem best úr garði, allt frá því að skarta lituð- um linsum upp í það að raka sig sköllótta. Allur ágóði ballsins rennur til styrktar barnastarfi KFÍ. Á síðasta ári var hagnaðurinn nýttur til að fjármagna ferð í körfuboltabúðir í Serbíu. Páll Ön- undarson kom við á ballinu og tók þar meðfylgjandi myndir. Fleiri myndir birtast í svipmynd- um á bb.is. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.