Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 17 Stjórnsýslan er talin hafa verið góð hvað varðar breytingar á að- alskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bol- ungarvíkur. Þetta kemur fram í svari Jóhanns B. Helgasonar, for- stöðumanns tæknideildar Ísa- fjarðarbæjar við bréfi Guðmund- ar Páls Óskarssonar, eiganda fyrirtækisins Harðfisks og há- karls í Hnífsdal, en hann telur að stjórnsýsla Ísafjarðarbæjar hafi brugðist sér sem íbúa sveitarfé- lagsins, í að gæta hagsmuna hans sem atvinnurekanda og lóðareig- anda gagnvart vegagerð við Bol- ungarvíkurgöng í Hnífsdal. Guð- mundur Páll telur að kynning á verkinu hafi verið lítil, bæði áður en framkvæmdir hófust og eftir að þær hófust. Hann segir að vegagerð við húsin þrjú sem hann hefur starfsemi í, hafi skaðað starfsemi fyrirtækisins og að hann fái ekki atvinnuleyfi vegna hins nýja vegar. Jóhann Birgir segir breyting- una á aðalskipulaginu hafa verið auglýsta í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu í desember 2007 og í Bæjarins besta í nóv- ember 2007. Þá var tillagan til sýnis á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. „Eins og fram kemur í bréfi Guð- mundar Páls, þá kom hann á tæknideildina til að afla sér upp- lýsinga um legu vegarins. Gögn- in sem þá voru til, voru eingöngu aðalskipulagsuppdrættir í mæli- kvarðanum 1:5000 og ómögulegt að átta sig á hver nákvæmleg færsla vegarins yrði. Óskað var eftir því við Vegagerðina að fá snið af Djúpveg við Stekkjargötu sem Vegagerðin afhenti. Á snið- unum má sjá að vegurinn er í álíka hæð og grjótvörnin sem fyrir var og miðlína vegar væri utan við grjótgarðinn að mestu leyti og hefur því engin áhrif á húsin,“ segir Jóhann. Skipulagsstofnun og Umhverf- isráðuneytið samþykkja ekki að- alskipulagsbreytingu nema lög- um og reglugerð sé uppfyllt að sögn Jóhanns. „Engum teikning- um var haldið leyndum, Ísafjarð- arbær sá eingöngu um skipulags- málin, eins og áður hefur komið fram eru slíkir uppdrættir í þannig mælikvörðum að ómögulegt er að sjá fyrir smávægilegar færslur. Eftir skipulagsvinnu tekur fram- kvæmdaraðili við og hannar framkvæmdina, þá er betur hægt að átta sig á smáatriðum eins og þessum,“ segir Jóhann. Skipulagsbreytingin hefur ekki áhrif á húsin þrjú sem um ræðir að sögn Jóhanns. „Hugsanlega ætti að skoða nánar með reykkof- ann, en fjarlægð frá Stekkjar- götuhúsinu er það mikil að breyt- ingin hefur ekki áhrif á lóð né hús. Færsla vegarins við fisk- vinnsluhúsið við Ísafjarðarveg er það lítil að hún hefur ekki teljandi áhrif. Varðandi vinnsluleyfið á meðan framkvæmdum stendur er það alfarið í höndum fram- kvæmdaraðila ekki skipulags- aðila,“ segir Jóhann Birkir Helga- son forstöðumaður tæknideildar Ísafjarðarbæjar. – birgir@bb.is „Engum teikningum var haldið leyndum“ Bæjartæknifræðingur Ísafjarð- arbæjar telur að breytingar á að- alskipulagi 1989-2009 og á lagn- ingu þjóðvegar um Hnífsdal í tengslum við vegna jarðgangna- gerð hafi ekki teljandi áhrif á fiskverkun við Ísafjarðarveg, þar sem færsla vegarins er það lítil. Í minnisblaði bæjartæknifræðings um aðalskipulaginubreytinguna segir að til að átta sig betur á því hver nákvæmleg færsla vegarins yrði óskaði bæjartæknifræðingur á sínum tíma eftir því að fá snið í Djúpveg við Stekkjargötu frá Vegagerðinni, en þá voru einu gögnin sem hann hafði undir höndum aðalskipulagsdrættir í mælikvarðanum 1:5000. Á sniðunum má sjá að vegur- inn er í álíka hæð og grjótvörnin „Miðað við ofanritað þá telur undirritaður að skipulagsbreyt- ingin hafi ekki áhrif á húsin þrjú sem um ræðir, hugsanlega ætti að skoða nánar með reykofn, en fjarlægð frá Stekkjargötuhúsinu er það mikil að breytingin hefur ekki áhrif á lóð eða hús. Færsla vegarins við fiskvinnsluhúsið við Ísafjarðarveg er það lítil að hún hefur ekki teljandi áhrif“, segir í bréfi bæjartæknifræðings sem bæjarráð tók fyrir á síðasta fundi sínum. Þar voru mættir þeir Jóhann B. Helgason bæjartækni- fræðingur og Guðmundur Páll Óskarsson sem á eignir í Hnífsdal og er með atvinnurekstur í nám- unda við breytta legu þjóðvegar vegna framangreindra framkvæmda. Á fundinum urðu aðilar sammála um að koma á fundi með fulltrú- um Vegagerðarinnar, Ísafjarðar- bæjar og Guðmundi Páli um hönnun og legu þjóðvegar um Hnífsdal. Upphaf málsins var það að Skipulagsstofnun óskaði um- sagnar Ísafjarðarbæjar á því hvort og á hvaða forsendum fram- kvæmdin skuli háð mati á um- hverfisáhrifum. Umhverfisnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum þann 14. mars 2007 og taldi að Seljalandsleið og Skarfaskersleið væru ekki háðar mati á umhverf- isáhrifum, um Hnífsdalsleið taldi umhverfisnefnd að hún væri háð mati á þeirri forsendu að hún hefði í för með sér meira inngrip í umhverfið og vegna nálægðar við byggð. Það var einnig skoðun umhverfisnefndar að ef Selja- landsleið eða Skarfaskersleið yrðu valdar ætti Djúpvegur að liggja á uppfyllingu neðan byggð- ar. Bæjarstjórn var sammála þessu og farið var í breytingu á aðal- skipulaginu og það síðan auglýst í Morgunblaðinu, Lögbirtinga- blaðinu og BB. Þá var tillagan til sýnis á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og í Stjórnsýsluhúsinu. Fjórar at- hugasemdir bárust og var þeim svarað. Bæjarstjórn samþykkti svo aðalskipulagsbreytinguna 7. febrúar 2008. Hvorki Skipulags- stofnun né Umhverfisráðuneytið gerðu athugasemdir við skipu- lagsferlið og því samþykkti ráð- herra breytinguna í apríl 2008. – thelma@bb.is var fyrir og miðlína vegar væri utan við grjótgarðinn að mestu leiti og hefur engin áhrif á lóð- irnar við Stekkjargötu. Hvað varðar húsin við Ísafjarðarveg þá á Harðfiskur og hákarl tvö hús, þ.e. reykhús og fiskverkun- arhús. Reykhúsið er að mestu niðurgrafið og mun nýi vegur- innn vera í u.þ.b. fimm metra fjarlægð frá því. „Lega núverandi vegar breytist lítilsháttar ofan við fiskverkunarhúsið; í stöð 12.540 sem er rétt innan við húsið er engin breyting, innri endi hússins sem er við stöð 12.568, þar færist miðlína vegnar fjóra metra nær húsinu. Miðlína vegar er því í 14,6 metra fjarlægð frá lóðar- mörkum og 25,6 metra fjarlægð frá húsinu“, segir í bréfinu. „Færsla vegar hefur ekki teljandi áhrif á fiskverkun“ Hákarlaverkun Guðmundar Páls við Ísafjarðarveg.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.