Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Jóhanna – til hamingju Ísland!
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Stakkur skrifar
smáar
Til sölu er nánast ónotaður
Crosstrainer. Tilboð óskast.
Uppl. í síma 849 5315.
Tapast hafa stór Afríku-tromma
(Djembe) og tréspil (xílófónn)
frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Þessi hljóðfæri eru okkur afar
kær og nauðsynleg við daglega
kennslu. Hugsanlega liggja þau
einhvers staðar og bíða eftir
að þau verði fundin. Fundar-
laun!
Lúffur með dökki skinni í lófa
og selskinnslit í bakið fyrir 6-
13 ára og klassísk 66 gráður
norður húfa, fóðruð að innan
með dökku gæriskinni fundust
í Tónlistarskólanum. Einnig full-
orðins sólgeraugu. Eigendur
geta vitjað þeirra í skólanum.
Óska eftir ódýrum ísskáp, helst
um 120 cm á hæð eða hærri.
Uppl. í síma 820 8284.
Handavinnusýning eldri borg-
ara verður á Hlíf í dag, fimmtu-
dag kl. 14-17. Vöfflur og kaffi-
sala. Verið velkomin.
Til leigu er 5 herb. íbúð. Laus í
leigu 1. júní. Upplýsingar í síma
898 3802.
Til leigu er 4-5 herb. 110m² íbúð
á 3ju hæð í hverfi 108 í Reykja-
vík. Eldhús, baðherbergi með
tengi fyrir þvottavél, þvottahús
með stórum vélum í sameign.
Íbúðin leigist frá 1. júlí nk. Uppl.
í síma 696 4622 og 588 0494.
Hin gömlu góðu gildi lifa
enn. Þau hafa meira að segja lifað
af útrásarþrjótana. Það er mikil skömm að því að tala um víkinga
í sömu andránni og þrjóta sem svífast einskis og hafa enga samvisku
yfir því að keyra almúgann í þrot á Íslandi meðan þeir halda áfram
að skemmta sér á kostnað hans erlendis. Einhvern veginn er það
svo að þótt margir tengi víkinga við ofbeldi og yfirgang og vissu-
lega sé þar að finna tengsl við þá sem sóttu fram með látum er-
lendis og nutu náðar stjórnvalda frá þeim æðsta og niður úr að
ógleymdum lesendum íslenskra slúður- og myndablaða sem ekki
verða nefnd hér, þá áttu víkingarnir siðferði, þeir hirtu um vini
sína, sórust í fóstbræðralag og hefndu þeirra ef svo bar undir. Þrjót-
arnir hugsa bara um sig og ekkert annað.
Þessi formáli var til að undirstrika það að sú glæsilega stúlka
sem vann annað sæti fyrir Íslendinga í Melodi Grand Prix keppninni,
sem oftast er kennd við Eurovision, bar af sér góðan þokka og var
Íslandi og Íslendingum til sóma í hvívetna og líkleg til að ná aftur
einhverju af glötuðu orðspori okkar erlendis. Bretar veittu okkur
10 stig, Norðmenn, Írar og Möltubúar 12 stig hver, auk allra hinna
sem höfðu okkur á blaði að þessu sinni. Fyrir það eigum við að
vera þakklát. Þessi auglýsing fyrir Ísland og þjóðina er ómetanleg.
Hún bætir um hirðuleysi þriggja síðustu ríkisstjórna við að vinna
okkur orðstír að nýju erlendis.
Það tekur langan tíma að vinna sér orðstír að öllu jöfnu. Að
þessu sinni vann þessi fallega stúlka, Jóhanna Guðrún, afrek með
afburða fallegum söng sínum, sem hreif fólk um alla Evrópu og
víðar. Það gerðist á örskotsstundu enda var unun að heyra hve vel
margir kynnar töluðu um hana. Látlaus og einföld framkoma
hennar í besta skilningi þess orðs vann hug og hjörtu fólks, sem
ýmist hafði lítið um Ísland hugsað eða jafnvel sent okkur slæmar
hugsanir. Slíkt er ómetanlegt. Jóhanna Guðrún sýndi hve einlægni
og hreinskiptin framkoma gefur mikið af sér í bland við aðra
hæfileika. Margir gætu mikið af henni lært.
Íslendingar eru stoltir af þessum unga glæsilega fulltrúa þjóðar-
innar, sem gerði sitt besta með eftirminnlegum hætti. Sú staðreynd
minnir okkur á að í unga fólkinu er fólgin fjársjóður og kraftur
sem leitt getur þjóðina upp úr þeim erfiða öldudal sem hún nú
siglir. Jafnframt varpar hún ljósi á þá staðreynd að ekki er nóg að
vera ungur. Hæfileika þarf til. Yfir þeim bjuggu unglingarnir í
hópi útrásarþrjótanna ekki, þótt hampað væri.
Þegar saman fara einlægni, hæfileikar, einbeittur vilji til að
nýta þá og útgeislun þá nær fólk langt. Það sýndi Jóhanna Guðrún
okkur eftirminnilega, en hún hafði líka úr að spila góðum efnivið,
lagi Óskars Páls Sveinssonar og meðhöfunda. Þeim er öllum
óskað til hamingju, einkum söngkonunni sem stóðst álagið með
prýði.
Ertu orðin(n)
áskrifandi?
Síminn er
456 4560!
Kristján B. Ólafsson, við-
skipta- og hagfræðingur hefur
ákveðið að bjóða sig fram í stjórn
Sparisjóðs Bolungarvíkur. Hann
segir Bolvíkinga afar ósátta við
þróun mála hjá sjóðnum og skil-
ur ekki hvernig sjóðurinn gat
tekið ákvarðanir sem leiddu til
þess að eigið fé hans rýrnaði um
80% milli áramóta .
„Þessi afleita staða hlýtur að
leiða til þess að gera verði rót-
tækar breytingar á stjórn og
rekstri sjóðsins. Þá hefur sjóður-
inn þurft að leita aðstoðar hjá
ríkinu þar sem CAD hlutfallið
er komið niðurfyrir leyfileg
mörk. Af þessum sökum hef ég
tilkynnt Ásgeiri Sólbergssyni,
sparisjóðsstjóra, og stjórn sjóðs-
ins að ég gefi kost á mér til
stjórnar og geti þar með lagt af
mörkum viðskipta- og hagfræði-
menntun ásamt 25 ára reynslu
við stjórnun fyrirtækja og fjár-
málastjórn,“ segir Kristján.
Býður sig
fram í stjórn
„Flateyri: hús og fólk“ var
formlega tekið í notkun í Félags-
bæ á Flateyri á laugardag en um
er að ræða nokkurs konar rafrænt
leiðsögukerfi. Verkefnið felst í
sextán söguskiltum sem sett hafa
verið upp víðsvegar um Flateyri
með teikningum Ómars Smára
Kristinssonar og grunnupplýs-
ingum um hvern stað á íslensku,
ensku og þýsku. Samhliða þessu
hefur verið tekinn saman texti,
sem hefur verið leiklesinn af Elf-
ari Loga Hannessyni og hljóðrit-
aður í Tanknum á Flateyri. „Þetta
hefur vakið mikla athygli og
lukku. Vel var mætt í Félagsbæ
og allir virðast vera mjög spenntir
fyrir þessu formi. Við erum nátt-
úrulega að renna blint í sjóinn
með þetta en byrjunin lofar alla-
vega góðu“segir Jón Svanberg
Hjartarson sem unnið hefur að
verkefninu.
Sautján kaflar af efni hafa verið
settir á MP3 spilara sem fólk
getur leigt gegn tryggingargjaldi.
Hugmyndin er sú að fólk geti
gengið um með spilarana og
hlustað á ítarlega frásögn frá
hverjum stað, en á hverju sögu-
skilti er númerið á þeim kafla
sem á við hverju sinni. „Við
ákváðum að hafa þetta gjaldfrítt
í ár og því fá þeir sem leigja
spilarana trygginguna til baka
þegar þeir skila. Við förum í það
í dag og á morgun að koma spil-
urunum í útleigu á bensínstöð-
inni“, segir Jón Svanberg. Efnið
á spilurunum er á íslensku en
unnið er að því að gera samantekt
á ensku og þýsku. „Íslenska efnið
er mun ítarlegra og oft er verið
að segja frá nafnþekktum mönn-
um sem brottfluttir Önfirðingar
hafa gaman af því að heyra um
en útlendingana varðar ekkert um
það“, segir Jón Svanberg.
Er þetta í fyrsta sinn, svo blaða-
manni sé kunnugt, um að leið-
sögukerfi að þessu sé verið tekið
upp á Íslandi. Hugmyndasmið-
irnir eru Önfirðingarnir Guðrún
Pálsdóttir og Jóhanna Kristjáns-
dóttir en heilmargir hafa komið
að verkefninu.
– thelma@bb.is
Rafrænt leiðsögukerfi vekur athygli
Jón Svanberg Hjartarson og Jóhanna Kristjánsdóttir kynntu verkefnið í Félagsbæ. Ljósm: Páll Önundarson.