Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Þjónustudeild aldraðra Bloggið […] Málefni aldraðra eru í tómum ólestri hvað skilgrein- ingar varðar hér á norðursvæði Vestfjarða. Og áreiðanlega víðar. Það hefur ekkert með starfsfólk þeirra stofnana sem hér hafa verið upptaldar að gera. Heldur skilgreiningarhlutann og peningana. Það er eins og við, þessi sem yngri erum, gleymum því að áður en við snúum okkur við, verðum við sjálf orðin öldruð,-beri okkur gæfa til langlífis, og þurfum þá á viðhlítandi þjónustu að halda. En .... svona komum við nú UNDAN GÓÐÆRINU! Hvernig fer þá kreppan með þennan málaflokk? Ætli maður dagi ekki bara uppi á klassísku fátækraheimili, sprottnu úr bókunum um Emil í kattholti? Þar sem ein forstöðukona stelur bæði mat og neftóbaki frá okkur gamla fólkinu og rennir sér í sleðaferðir á eftir einni góðri pylsu? Ein góð pylsa er alltaf ein góð pylsa..... Ég ætla að halda áfram að kynna mér þessi mál, það er greinilega brotalöm víða. Og þó ég geti ekki mikið upp á eigin spýtur, hef ég þó munn fyrir neðan mitt eðalnef og ætti að geta vakið athygli á því sem mér finnst miður fara. Ylfa Mist Helgadóttir – http://ylfamist.blog.is Ný ríkisstjórn Ég er að hugsa um að vera gætinn og friðelskandi eins og Páll heitinn afi minn og hyggst dæma þessa ríkisstjórn af verkum hennar fremur en mannvali. Þó er mér skylt að láta þess getið vegna fyrri ummæla minna að mér líst fyrirfram vel á Svandísi Svavarsdóttur sem umhverfis- ráðherra. En Svandís þarf, eins og stjórnin, að sýna í verki að hún sé verð trausts áður en ég lýsi yfir ótvíræðum stuðningi við hana. Ég skal hiklaust játa að ég skil ekki erindi Katrínar Júlíusdóttur í þessari ríkisstjórn né heldur Jóns Bjarnasonar. Mér finnst einhvern veginn að hans stóll sé eins og heiðursóskarsverðlaun, bónus fyrir vel unnin störf í réttu kjördæmi. Ég reyndi að gúgla yfirlýsingar Katrínar sem gætu tengst stóriðjumálum, orkunýtingu eða rammaáætlun. En ég fann aðeins krúttleg viðtöl um mataruppskriftir, kúrekastígvél, snyrtivörur og rakspírapróf. Skrambi gott fyrir sinn hatt en rýrt veganesti í ráðherrastól. En bíðum róleg og gefum þeim sjens. Líka Kötu. Páll Ásgeir Ásgeirsson – http://blog.eyjan.is/pallasgeir/ Heija Norge Mikill fögnuður braust út á heimili títtnefndrar er Noregur hreppti fyrsta sætið í söngva- keppni Evrópskra sjónvarps- stöðva og ekki var minni gleðin er Jóhanna söng sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa með laginu sínu sem skilaði því upp í annað sætið. Þetta er glæsilegur árangur og þjóðarrembingurinn er alveg yfirþyrmandi og norski skiptineminn alsæl og allir hinir heimilismeðlimir einnig. Ekki skemmdi svo fyrir að þjóðhátíðardagur Norðmanna, 17. maí rann upp í öllu sínu veldi í framhaldinu. Það var ekki frítt við það að Idu langaði örlítið heim til að taka þátt í hátíðarhöldunum í heimalandinu en hún reyndi að hafa fánann sinn nálægt og klæddi sig upp í kjól og hvítt í tilefni dagsins og tók lífinu með stóískri ró að vanda þrátt fyrir áhugaleysi landans á þessum merka degi. Enginn var til að syngja með henni þjóðsönginn, enginn skrúðganga var í Víkinni en hún gat fengið sér ís og keypti sér pylsur líkt og hún gerir heima. Ekki óraði Vertinum fyrir því hve mikilvægur hann er í augum Norðmanna en reyndi þó eftir bestu getu að hafa hátíðlegt. Það hefði verið gott ef Peri gamli hefði verið enn á lífi og í næsta húsi, það hefði farið vel á með þeim tveim. Ragna Jóhanna Magnúsdóttir – http://vertinn.blog.is Sumarstarf hjá Lyfju Ísafirði Lyfja Ísafirði leitar að sjálfstæðum og metnaðarfullum sumarstarfs- manni. Starfið felst í sölu og ráðgjöf til viðskiptavina við val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausa- sölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra auk annarra tilfallandi verkefna. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júní nk. Um er að ræða starf alla virka daga frá kl. 10-18 og annan hvern laug- ardag frá kl. 11-15. Hæfniskröfur: Reynsla af verslunarstörfum er æskileg og reynsla úr apóteki er kostur. Nánari upplýsingar gefur Jónas Þór, lyfsali Lyfju Ísafirði í síma 456 3009 eða á netfanginu jonas@lyfja.is. Umsóknir sendist í gegnum heimasíðu Lyfju hf., www.lyfja.is eða í Lyfju Ísafirði. Speglar í sturtuklefum Sund- hallar Ísafjarðar hafa verið fjar- lægðir vegna kvartana frá grunn- skólabörnum og kennurum. Speglarnir þóttu of stórir og þóttu einstaklingar algjörlega óvarðir fyrir því að einhverjir gætu horft á þá nakta í speglunum og verður í staðinn settir upp minni speglar í þessari viku. Fastagestir Sund- hallarinnar eru óhressir með að þessi staða skuli komin upp núna því speglarnir hafa verið í sturtu- klefunum í 64 ár og eru margir skólakrakkar ekki ánægð með nýju tilhögunina því þau nota speglana til að ganga úr skugga um að þau hafi þrifið alla sápu úr hári sínu. Ábending um óþægindi sem speglarnir geta valdið barst frá Sólstöfum, systursamtökum Stígamóta á Vestfjörðum. Harpa Oddbjörnsdóttir, talsmaður Sól- stafa, segir speglamálið hafa komið upp eftir að félagið hélt námskeið í Grunnskólanum á Ísa- firði. „Það kom upp umræða um speglana í sturtuklefunum á nám- skeiðinu og í framhaldi af því tók einn kennari sig til og benti mér á þetta. Haft var samband við Margréti Halldórsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ísa- fjarðarbæjar, og í framhaldi af því voru þeir teknir niður,“ segir Harpa. Hún segir unga fólkið hafa haft orð á því við félagið að þeim finndist óþægilegt að hafa svo stóra spegla í klefanum og þurfa þar að leiðandi að horfa á aðra einstaklinga nakta í speglun- um hvert sem er litið í sturtuklef- anum og vera óvarin fyrir því að einhver sé að horfa á sig í klef- anum. „Mér finnst þetta löngu tímabært að þetta sé gert,“ segir Harpa. Hún segist ekki vita til að speglar verði teknir niður á öðrum almenningasbaðstöðum og veit ekki til þess að mann- hæðaháir speglar séu inn í sturtu- klefum annarsstaðar. „Speglarnir eru oftast nær yfir vöskum en aldrei inn í sturtu- klefanum sjálfum og enginn tilgangur með þeim líkt og voru í sturtuklefum Sundhallar Ísa- fjarðar,“ segir Harpa. – birgir@bb.is Speglar fjarlægðir úr sturtuklefunum Speglar í sturtuklefum Sundhallar Ísafjarðar hafa verið fjarlægðir vegna kvartana frá grunnskólabörnum og kennurum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.