Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 21.05.2009, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 15 HG fékk sex styrki frá AVS Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal kemur að sex verkefn- um sem fengu styrk úr AVS rann- sóknasjóði. Hæsti styrkurinn nam 25,8 milljónum króna til kynbóta á þorski og seiðaeldi en að verkefninu standa HG, IceCod ehf, Stofnfiskur hf, Tilrauna- eldisstöð Hafrannsóknastofnunar og Tilraunastöð HÍ í meinafræð- um að Keldum. Aðlöðun og gildrun þorsks hlaut 8 milljónir króna en að því koma Hjalti Karlsson hjá Hafrannsóknastofn- un, Háskólinn á Akureyri, LÍÚ og Hraðfrystihúsið-Gunnvör. Sex milljónum var úthlutað til verkefnisins ljósvarpa sem Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, Haf- rannsóknastofnun, Hraðfrysti- húsið-Gunnvör og Fjarðarnet vinna að. Milljón var úthlutað til rann- sókna á afföllum á þorski í sjó- kvíum en verkefnisstjóri er Krist- ján G. Jóakimsson og að þeim standa Hraðfrystihúsið Gunnvör hf, HB Grandi, Sjávarútvegs- þjónustan og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Þá var úthlutað 4,5 milljónum vegna hönnunar eldiskvía fyrir íslensk- ar aðstæður á vegum Matís, Nátt- úrustofu Vestfjarða, Hafrann- sóknastofnun, Veðurstofu Ís- lands, Hraðfrystihússins Gunn- varar. 3,8 milljónir fóru í verkefnið bestun á útsetningarstærð og út- setningartíma þorskseiða í kvíar sem HB-Grandi, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Rannsókna og fræða- setur Háskóla Íslands á Vest- fjörðum, Matís og Stofnfiskur standa að. 1,9 milljónir í áhrif fóðrunartíðni og þéttleika á ung þorskseiði á vegum Háskólans á Hólum og Rannsókna og fræða- setur Háskóla Íslands á Vest- fjörðum. Rannsókna og fræða- setur Háskóla Íslands á Vest- fjörðum, Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofa Vestfjarða fékk 3 milljónir vegna rannsókna á áhrifum þorskeldis á villta stofna: samkeppni um svæði og fæðu. Og 5,4 milljónir fóru í verkefnið í bestun á þíðingar- og ílagnar- ferli rækju til pillunar sem unnið er af Dögun, Hólmadrangi og Matís. Fjöldi umsókna til AVS sjóðs- ins hafa aldrei verið fleiri en í ár og greinilegt að það er mikil hug- myndavinna í gangi um allt land. Alls bárust rúmlega 160 umsókn- ir þar sem sótt var um ríflega 800 milljónir króna. Nú liggur fyrir að 76 verkefni fá styrk á þessu ári og því þarf að hafna rúmlega 80 umsóknum. Samtals eru þessi verkefni að fá tæplega 325 millj- ónir. AVS stendur fyrir „aukið virði sjávarafurða“ og er rannsókna- sjóður á vegum sjávarútvegs- ráðuneytisins sem veitir styrki til rannsóknaverkefna, er auka verðmæti sjávarfangs. – thelma@bb.is Hraðfrystihúsið Gunnvör ásamt samstarfsaðilum kemur að sex verkefnum sem hlutu styrk úr AVS rannsóknasjóðinum í ár.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.