Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.12.2009, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 30.12.2009, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Hátt í 50 nemendur útskrifaðir frá MÍ Hátt í 50 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við formlega athöfn í Ísafjarðarkirkju föstudaginn 18. desember. Alls útskrifuðust 44 nemendur með náms- eða starfsréttindi. Átján útskrifuðust sem vélaverðir smáskipa. Úr A námi vélstjórnar útskrifuðust fimm nemendur. Átta útskrifuðust með sveins- próf í húsasmíði þar af tveir með viðbótarnám til stúdentsprófs. Þá voru brautskráðir þrír nem- endur af námsbraut í samfélagstúlkun og er það annar hópurinn sem lýkur því námi en þeir hófu nám sitt við Menntaskólann á Ísafirði haustið 2008. Markmið námsins eru meðal annars að nemendur geri sér grein fyrir helstu vandkvæð- um í túlkun á milli mismunandi tungumála og menningarsvæða og að nemendur þekki innviði íslensks samfélags auk helstu stofnanna og hlut- verks þeirra. Ellefu luku stúdentsprófi: Fimm af félagsfræðabraut, tveir af náttúrufræðibraut og fjórir með viðbótarnám af iðnnámsbrautum. Um kvöldið var slegið upp árlegri útskriftar- veislu í sal heimavistar Menntaskólans á Ísafirði fyrir útskriftarnema, fjölskyldur þeirra og starfs- menn skólans. – thelma@bb.is 44 nemar útskrifuðust frá Menntaskólanum á Ísafirði fyrir jól. Yfir 100 manns fluttu frá útlöndum til Vestfjarða Fleiri fluttu til Vestfjarða frá útlöndum en af landi brott á fyrstu níu mánuðum ársins. Rúmlega hundrað manns fluttu frá Vest- fjörðum til útlanda frá janúar til september. Flestir fluttu frá Ísa- fjarðarbæ eða 67 manns. Því næst kom Bolungarvík þar sem 22 fluttu af landi brott. Þá fluttu 116 manns til Vestfjarða frá öðrum löndum. Flestir þeirra fluttu til Ísafjarðarbæjar eða 48, en 31 flutti erlendis frá til Tálknafjarð- ar. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofunnar. Allt að 79% íslenskra ríkis- borgara sem flytja búferlum til útlanda snúa aftur til Íslands eftir að meðaltali 2,4 ára dvöl. Er- lendir ríkisborgarar sem fara af landi brott snúa til baka í mun minna mæli, eins og við má bú- ast, en 17% þeirra hafa þó snúið til baka eftir innan við ársdvöl erlendis. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda þar sem gerð er grein fyrir endurkomum þeirra sem hafa flust til útlanda á tímabilinu 1986–2008. Tvö hundruð erlendir ríkis- borgarar fluttu til Vestfjarða á síðasta ári. Er það mesti fjöldi í tíu ár en árið 1998 fluttu 246 erlendir ríkisborgarar til fjórð- ungsins. Þá fluttu 60 erlendir rík- isborgarar frá landshlutanum á árinu. Nítján Íslendingar fluttu til Vestfjarða í fyrra en 34 fluttu þaðan. Þess má geta að um 550 erlendir ríkisborgarar voru bú- settir í fjórðungnum í upphafi síðasta árs. Vestfirðir voru með jákvæðan flutningsjöfnuð á fyrsta árs- fjórðungi 2009 en aðfluttir um- fram brottflutta voru 35 manns. Var það í fyrsta sinn í 20 ár sem flutningsjöfnuðurinn var ekki neikvæður í landshlutanum. – thelma@bb.is Sorphirða boðin út í Ísafjarðarbæ Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að farið verði í útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorpeyðingu í Ísafjarðarbæ. Bæjarráði er falið að láta vinna útboðsgögn og bjóða nágranna- sveitarfélögum þátttöku í útboð- inu. Skilyrði verði samkvæmt út- boðinu að heimilt verði að sam- þykkja hvaða tilboð sem er eða hafna þeim öllum. Lagðar hafa verið fram áætlanir um kostnað við framtíðarfyrirkomulag í sorp- málum. Þar ber töluvert í milli aðferða í útreikningum, annars vegar við aukna flokkun og bruna og hins vegar við aukna flokkun, endurvinnslu og urðun. Með útboði vill bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fá endanlegan úr- skurð um kostnað við sorphirðu og sorpeyðingu og tryggja að hagkvæmasta leiðin fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarins verði farin. Tillaga um að farið verði í útboð á sorphirðu, sorpflokkun og sorp- eyðingu í Ísafjarðarbæ var sam- þykkt með fimm atkvæðum gegn einu. Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista: ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vinna eftir tillögu starfshóps um endurskoðun sorp- mála í Ísafjarðarbæ. Starfshópur- inn komst að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri, til lengri tíma litið, að endurbyggja Funa. Þessa niðurstöðu staðfesti Verk- fræðistofan Verkís, eftir að hafa framkvæmt úttekt á möguleikum á sorpmálum Ísafjarðarbæjar, að beiðni bæjarstjórnar.“ Bæjar- stjórn felldi tillöguna með fimm atkvæðum gegn fjórum. Svanlaug Guðnadóttir sem er formaður starfshóps um framtíð- arfyrirkomulag sorpmála í sveit- arfélaginu gerði grein fyrir at- kvæði sínu með svohljóðandi bókun: ,,Með hagsmuni íbúa Ísa- fjarðarbæjar í huga telur undir- rituð rétt að fara í útboð á sorp- eyðingu og sorphirðu. Fram hafa komið ýmsar efasemdir um þær forsendur, sem lagðar eru til grundvallar í skýrslu starfshóps- ins. Tel ég að með tillögu þessari séum við að taka af allan vafa um hvaða leið er hagkvæmust fyrir íbúa og atvinnulíf sveitar- félagsins.“ – thelma@bb.is Tillaga Í-listans um endurbyggingu Funa var felld.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.